Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar 4. desember 2025 18:00 Magnús M. Norðdahl lögfræðingur ASÍ ritaði grein sem birtist á Vísi þann 4. desember, Lögmaður á villigötum, í tilefni af grein minni um réttindi hlutastarfandi starfsmanna hjá Reykjavíkurborg sem birt var á Vísi þann 3. desember sl. Inntak greinar hans var að ég hafi fullyrt í grein minni að beiting reglna nr. 1/90 og 2/90 væri með samþykki stéttarfélaga og væri sú fullyrðing bæði röng og meiðandi. Nefndi hann að ASÍ hefði verið í samskiptum við Reykjavíkurborg og ríkið vegna þeirrar mismununar sem reglurnar fælu í sér í garð hlutastarfandi starfsmanna Reykjavíkurborgar og gert kröfu um að þeim yrði breytt en án árangurs. Því hafi samtökin í samstarfi við BSRB og BHM kært ríkið til ESA í febrúar sl. vegna á brota á tilskipun 97/81/EC um hlutastörf. Staðreyndin er sú að reglur nr. 1/90 og 2/90 voru samþykktar í borgarráði 5. júní 1990 og hafa reglurnar ekki tekið breytingum síðan. Þá tóku lög um starfsmenn í hlutastörfum nr. 10/2004 gildi 1. október 2004 og hafa því gilt í rúm 20 ár. Þó að reglurnar hafi upphaflega verið samdar einhliða af Reykjavíkurborg og þær samþykkar í borgarráði, hafa þær frá setningu verið hluti af kjarasamningum Reykjavíkurborgar og þeirra stéttarfélaga sem semja um kaup og kjör fyrir hönd félagsmanna sinna, í rúm 35 ár. Með því að samþykkja kjarasamning voru stéttarfélögin þannig að samþykkja að reglurnar giltu um slysatryggingu hlutastarfandi starfsmanna Reykjavíkurborgar. Undirritaður reiknar með að stéttarfélög og samtök þeirra þekki vel þau réttindi og skyldur sem samið er um í kjarasamningum. Nefndi Magnús einnig að samtökin hafi verið upplýst um að reglunum hafi ekki verið beitt, sem hann reyndar dró í efa án þess að hafa tiltækar sannanir fyrir því. Staðreyndin er sú að í framkvæmd hefur Reykjavíkurborg ítrekað hafnað greiðslu bóta með vísan í að tjónþoli hafi ekki slasast í aðalstarfi sínu. Hefur undirritaður þingfest stefnu á hendur Reykjavíkurborg fyrir héraðsdómi til heimtu bóta í einu af málunum, sem ætla má að verði fordæmisgefandi í öðrum sambærilegum málum. Undirritaður hefði glaður upplýst samtökin um hvernig Reykjavíkurborg framfylgdi reglunum í reynd ef eftir því hefði verið leitað í stað þess að spyrja bara Reykjavíkurborg. Því má velta fyrir sér hver er á villigötum í málinu? Höfundur er hæstaréttarlögmaður hjá Fulltingi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Sveitarstjórnarmál Stéttarfélög Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal Skoðun Skoðun Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Sjá meira
Magnús M. Norðdahl lögfræðingur ASÍ ritaði grein sem birtist á Vísi þann 4. desember, Lögmaður á villigötum, í tilefni af grein minni um réttindi hlutastarfandi starfsmanna hjá Reykjavíkurborg sem birt var á Vísi þann 3. desember sl. Inntak greinar hans var að ég hafi fullyrt í grein minni að beiting reglna nr. 1/90 og 2/90 væri með samþykki stéttarfélaga og væri sú fullyrðing bæði röng og meiðandi. Nefndi hann að ASÍ hefði verið í samskiptum við Reykjavíkurborg og ríkið vegna þeirrar mismununar sem reglurnar fælu í sér í garð hlutastarfandi starfsmanna Reykjavíkurborgar og gert kröfu um að þeim yrði breytt en án árangurs. Því hafi samtökin í samstarfi við BSRB og BHM kært ríkið til ESA í febrúar sl. vegna á brota á tilskipun 97/81/EC um hlutastörf. Staðreyndin er sú að reglur nr. 1/90 og 2/90 voru samþykktar í borgarráði 5. júní 1990 og hafa reglurnar ekki tekið breytingum síðan. Þá tóku lög um starfsmenn í hlutastörfum nr. 10/2004 gildi 1. október 2004 og hafa því gilt í rúm 20 ár. Þó að reglurnar hafi upphaflega verið samdar einhliða af Reykjavíkurborg og þær samþykkar í borgarráði, hafa þær frá setningu verið hluti af kjarasamningum Reykjavíkurborgar og þeirra stéttarfélaga sem semja um kaup og kjör fyrir hönd félagsmanna sinna, í rúm 35 ár. Með því að samþykkja kjarasamning voru stéttarfélögin þannig að samþykkja að reglurnar giltu um slysatryggingu hlutastarfandi starfsmanna Reykjavíkurborgar. Undirritaður reiknar með að stéttarfélög og samtök þeirra þekki vel þau réttindi og skyldur sem samið er um í kjarasamningum. Nefndi Magnús einnig að samtökin hafi verið upplýst um að reglunum hafi ekki verið beitt, sem hann reyndar dró í efa án þess að hafa tiltækar sannanir fyrir því. Staðreyndin er sú að í framkvæmd hefur Reykjavíkurborg ítrekað hafnað greiðslu bóta með vísan í að tjónþoli hafi ekki slasast í aðalstarfi sínu. Hefur undirritaður þingfest stefnu á hendur Reykjavíkurborg fyrir héraðsdómi til heimtu bóta í einu af málunum, sem ætla má að verði fordæmisgefandi í öðrum sambærilegum málum. Undirritaður hefði glaður upplýst samtökin um hvernig Reykjavíkurborg framfylgdi reglunum í reynd ef eftir því hefði verið leitað í stað þess að spyrja bara Reykjavíkurborg. Því má velta fyrir sér hver er á villigötum í málinu? Höfundur er hæstaréttarlögmaður hjá Fulltingi.
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun