Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar 5. desember 2025 08:47 „Það eru ekki til peningar.“ „Við höfum ekki efni á þessu núna.“ Margur Íslendingur hefur heyrt þessar tvær setningar í gegnum barnæskuna og jafnvel unglingsár sín, en hver hefði átt von á því að þegar sama fólkið væri orðið fullorðið myndi það fá sama svar frá yfirvöldum þegar kemur að nauðsynjum eins og t.d. heilbrigðisþjónustu, vegagerð og alls konar sem m.a. tengist uppbyggingu á landsbyggðinni. Peningaleysi íslensku ríkisstjórnarinnar er kannski ekki fréttnæmt en vissulega áhugavert umræðuefni. Af hverju er aldrei til nóg? Ríkisstjórnin virðist oft hugsa um fjárhaginn á svipaða vegu og unglingur sem fékk vinnu í matvöruverslun síðasta sumar og hyggst kaupa bíómiða og skyndibita fyrir vini sína en getur ekki keypt úlpu fyrir veturinn eða lagt neitt til hliðar að viti fyrir bíl eða íbúð. Unglingar sem þessir hafa oft ekki nægilega mikið peningalæsi og enda oft með að spara eyrinn en kasta krónunni. Gott dæmi um hvernig núríkjandi ríkisstjórn gerir slíkt hið sama er gistináttaskatturinn á skemmtiferðaskip. Lítum til Patreksfjarðar þar sem sumarið 2024 komu 29 skip með hópa af ferðamönnum sem ekki bara réðu til sín rútur til þess að keyra þau um suðurfirðina heldur stöldruðu einnig við í bænum og versluðu sér drykki, mat og jafnvel gjafir fyrir ættingja. Sumarið 2025 komu 9 skip, þetta er 68% minnkun í komu skipa og mikið tap fyrir bæjarfélagið og nærliggjandi bæjarfélög, tap sem ríkið hefur ekki bætt upp. Kílómetragjaldið er enn og aftur það sem mætti kalla barnalega skammsýni. Skammsýni sem kemur líklega frá stað sem ætlar vel en er algjört klúður bæði efnahagslega og þegar tekið er tillit til þeirra tæplega 130 þúsund manna sem búa utan höfuðborgarsvæðisins, sem þurfa að keyra lengra en frá Breiðholti í miðbæ Hafnarfjarðar til þess að komast í vinnu. Kílómetragjaldið heggur líka, enn og aftur, að ferðaþjónustu Íslands. Bílaleiguverð hækkar og má þá búast við að ferðafólk keyri líka minna um landið á eigin forsendum eða stytti tímann sem það eyðir á Íslandi. Þeir sem fæða og hýsa ferðamenn að atvinnu og búa fjarri Reykjavík gætu þá búist við rýrnun í tekjum. Rútufyrirtæki sem hafa fjárfest í vistvænum dísel rútum eins og neoplan cityliner sem ber svo kallaðan EEV (extremely economical vehicle) stimpil og Volvo 8900 geta gleymt þeirri hugmynd að sú fjárfesting sé eitthvað sem hagnast bæði þeim og náttúrunni því þeir fá nákvæmlega sama kílómetragjald og gamla rútan sem reykir meira en Eyjafjallajökull árið 2010. Bæði gistináttaskatturinn og kílómetragjaldið eru fyrirbæri sem ekki virðast gefa því gaum að peningaflæði stoppar ekki bara á höfninni eða í Ártúnsbrekkunni. Skammsýnin virðist vera alger ef ekki er tekið tillit til þess að farþegar skemmtiferðaskipa vilja eiga viðskipti við íslensk fyrirtæki og nýta tíma sinn á landinu í einmitt það. Skammsýnin hlýtur að vera alger ef ríkisstjórnin ætlar að hækka skatta á bifreiðar, eldsneyti, kílómetragjald, ferðamenn o.s.frv. Skammsýnin hlýtur að vera alger ef ekki er hægt að sjá lengra en flatus skiltið undir Esjunni. Höfundur er meðlimur í stjórn Sambands Ungra Framsóknarmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Byggðamál Samgöngur Heilbrigðismál Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Ferðaþjónusta Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
„Það eru ekki til peningar.“ „Við höfum ekki efni á þessu núna.“ Margur Íslendingur hefur heyrt þessar tvær setningar í gegnum barnæskuna og jafnvel unglingsár sín, en hver hefði átt von á því að þegar sama fólkið væri orðið fullorðið myndi það fá sama svar frá yfirvöldum þegar kemur að nauðsynjum eins og t.d. heilbrigðisþjónustu, vegagerð og alls konar sem m.a. tengist uppbyggingu á landsbyggðinni. Peningaleysi íslensku ríkisstjórnarinnar er kannski ekki fréttnæmt en vissulega áhugavert umræðuefni. Af hverju er aldrei til nóg? Ríkisstjórnin virðist oft hugsa um fjárhaginn á svipaða vegu og unglingur sem fékk vinnu í matvöruverslun síðasta sumar og hyggst kaupa bíómiða og skyndibita fyrir vini sína en getur ekki keypt úlpu fyrir veturinn eða lagt neitt til hliðar að viti fyrir bíl eða íbúð. Unglingar sem þessir hafa oft ekki nægilega mikið peningalæsi og enda oft með að spara eyrinn en kasta krónunni. Gott dæmi um hvernig núríkjandi ríkisstjórn gerir slíkt hið sama er gistináttaskatturinn á skemmtiferðaskip. Lítum til Patreksfjarðar þar sem sumarið 2024 komu 29 skip með hópa af ferðamönnum sem ekki bara réðu til sín rútur til þess að keyra þau um suðurfirðina heldur stöldruðu einnig við í bænum og versluðu sér drykki, mat og jafnvel gjafir fyrir ættingja. Sumarið 2025 komu 9 skip, þetta er 68% minnkun í komu skipa og mikið tap fyrir bæjarfélagið og nærliggjandi bæjarfélög, tap sem ríkið hefur ekki bætt upp. Kílómetragjaldið er enn og aftur það sem mætti kalla barnalega skammsýni. Skammsýni sem kemur líklega frá stað sem ætlar vel en er algjört klúður bæði efnahagslega og þegar tekið er tillit til þeirra tæplega 130 þúsund manna sem búa utan höfuðborgarsvæðisins, sem þurfa að keyra lengra en frá Breiðholti í miðbæ Hafnarfjarðar til þess að komast í vinnu. Kílómetragjaldið heggur líka, enn og aftur, að ferðaþjónustu Íslands. Bílaleiguverð hækkar og má þá búast við að ferðafólk keyri líka minna um landið á eigin forsendum eða stytti tímann sem það eyðir á Íslandi. Þeir sem fæða og hýsa ferðamenn að atvinnu og búa fjarri Reykjavík gætu þá búist við rýrnun í tekjum. Rútufyrirtæki sem hafa fjárfest í vistvænum dísel rútum eins og neoplan cityliner sem ber svo kallaðan EEV (extremely economical vehicle) stimpil og Volvo 8900 geta gleymt þeirri hugmynd að sú fjárfesting sé eitthvað sem hagnast bæði þeim og náttúrunni því þeir fá nákvæmlega sama kílómetragjald og gamla rútan sem reykir meira en Eyjafjallajökull árið 2010. Bæði gistináttaskatturinn og kílómetragjaldið eru fyrirbæri sem ekki virðast gefa því gaum að peningaflæði stoppar ekki bara á höfninni eða í Ártúnsbrekkunni. Skammsýnin virðist vera alger ef ekki er tekið tillit til þess að farþegar skemmtiferðaskipa vilja eiga viðskipti við íslensk fyrirtæki og nýta tíma sinn á landinu í einmitt það. Skammsýnin hlýtur að vera alger ef ríkisstjórnin ætlar að hækka skatta á bifreiðar, eldsneyti, kílómetragjald, ferðamenn o.s.frv. Skammsýnin hlýtur að vera alger ef ekki er hægt að sjá lengra en flatus skiltið undir Esjunni. Höfundur er meðlimur í stjórn Sambands Ungra Framsóknarmanna.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun