Innlent

Með hama­gang á hóteli og kastaði innan­stokks­munum

Agnar Már Másson skrifar
Ferðamenn í miðbæ Reykjavíkur. Mynd úr safni.
Ferðamenn í miðbæ Reykjavíkur. Mynd úr safni. Vísir/Vilhelm

Óskað var eftir aðstoð lögreglu í gær vegna æsts manns á hóteli miðsvæðis í Reykjavík í gær en þar hafði hann kastað til innanstokksmunum. Hann var vistaður í fangaklefa vegna ástands.

Þetta kemur meðal annars fram í dagbók lögreglu þar sem greint er frá málum milli 17 í gær og 5 í nótt. Hótelið er ekki tilgreint.

Í sama hverfi voru þrír aðilar handteknir vegna hótana og ýmissa brota, meðal annars vörslu fíkniefna, vopnalagabrota og fleira. Þeir voru vistaðir í fangageymslu í þágu rannsóknar málsins, skrifar lögreglan.

Einnig var tilkynnt um líkamsárás í miðbænum og lögreglan kveðst hafa flutt mann á lögreglustöð sem hafi síðan verið laus eftir skýrslutöku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×