Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar 8. desember 2025 07:30 Heilbrigðiskerfið á að vera skjól þegar fólk stendur á barmi örvæntingar. Staður þar sem einstaklingar fá hjálp, hlýju og skilning þegar þeir ráða ekki lengur við eigin aðstæður. Fyrir mig hefur raunveruleikinn hins vegar oft verið allt annar. Ég upplifi ítrekað hroka og leiðindi þegar ég leita mér aðstoðar. Samtölin eru stutt og óhnitmiðuð, augnaráðin köld og viðmótið þannig að mér líður eins og ég sé fyrir. Mjög oft hef ég verið send heim á mjög slæmum tímum, jafnvel eftir að ég hef þegar lent í aðstæðum sem sýna svart á hvítu að grípa hefði þurft inn í. Afleiðingin er sú að ég fer heim án raunverulegrar hjálpar, með meiri skömm, meiri kvíða og dýpri vanmátt. Þá verður tilfinningin sú að ég sé byrði. Byrði fyrir kerfið. Byrði fyrir starfsfólkið. Byrði fyrir samfélagið. Sú tilfinning er sérstaklega þung þegar maður glímir við alvarlegan og fjölþættan geðrænan vanda. Ég geri mér grein fyrir því að ég hef oft þurft að leita í heilbrigðiskerfið. Það kann að vera of oft í augum sumra. En það er ekki vegna þess að ég vil vera fyrir. Ekki vegna þess að ég vil misnota kerfið. Og alls ekki til að fá athygli. Heldur vegna þess að ég er veik og oft ræð ég einfaldlega ekki við vanda minn ein. Það sem særir mig mest er tilfinningin um að vera ekki tekin alvarlega fyrr en allt er orðið mjög slæmt og stundum ekki einu sinni þá. Ég upplifi að mér sé mætt sem „flóknu máli“, “manneskju sem hefur mætt of oft” eða „erfiðum sjúklingi“ í stað þess að horft sé á einstaklinginn á bak við einkennin. Á bak við hegðunina er ótti, vanmáttur og hjálparbeiðni. Þegar fólk er í mikilli geðrænni neyð hverfur oft geta til að orða hlutina rétt, útskýra skipulega og fylgja öllum reglum kerfisins. Þá þarf kerfið að geta mætt fólki þar sem það er statt, ekki bæta á byrðina með kulda eða afskiptaleysi. Ég geri mér fulla grein fyrir því að álag í heilbrigðiskerfinu er gríðarlegt. Starfsfólk vinnur við erfiðar aðstæður og með takmörkuð úrræði. En mannleg reisn má aldrei verða eftir. Orð, tónn og raunveruleg hlustun skipta sköpum þegar manneskja er þegar brotin niður af veikindum. Alvarlegast er þó að þessi upplifun mín hefur smám saman skapað ótta við að leita mér aftur hjálpar. Þegar fólk fer að óttast kerfið sem á að veita því skjól, þá er eitthvað alvarlega rangt. Ég er ekki að biðja um forréttindi. Ég er að biðja um virðingu. Um að vera mætt sem manneskja. Um að fá hjálp áður en allt fer úr böndunum, ekki aðeins eftir að skaðinn er orðinn. Höfundur er kennaranemi og einstaklingur sem glímir við geðrænan vanda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Heilbrigðiskerfið á að vera skjól þegar fólk stendur á barmi örvæntingar. Staður þar sem einstaklingar fá hjálp, hlýju og skilning þegar þeir ráða ekki lengur við eigin aðstæður. Fyrir mig hefur raunveruleikinn hins vegar oft verið allt annar. Ég upplifi ítrekað hroka og leiðindi þegar ég leita mér aðstoðar. Samtölin eru stutt og óhnitmiðuð, augnaráðin köld og viðmótið þannig að mér líður eins og ég sé fyrir. Mjög oft hef ég verið send heim á mjög slæmum tímum, jafnvel eftir að ég hef þegar lent í aðstæðum sem sýna svart á hvítu að grípa hefði þurft inn í. Afleiðingin er sú að ég fer heim án raunverulegrar hjálpar, með meiri skömm, meiri kvíða og dýpri vanmátt. Þá verður tilfinningin sú að ég sé byrði. Byrði fyrir kerfið. Byrði fyrir starfsfólkið. Byrði fyrir samfélagið. Sú tilfinning er sérstaklega þung þegar maður glímir við alvarlegan og fjölþættan geðrænan vanda. Ég geri mér grein fyrir því að ég hef oft þurft að leita í heilbrigðiskerfið. Það kann að vera of oft í augum sumra. En það er ekki vegna þess að ég vil vera fyrir. Ekki vegna þess að ég vil misnota kerfið. Og alls ekki til að fá athygli. Heldur vegna þess að ég er veik og oft ræð ég einfaldlega ekki við vanda minn ein. Það sem særir mig mest er tilfinningin um að vera ekki tekin alvarlega fyrr en allt er orðið mjög slæmt og stundum ekki einu sinni þá. Ég upplifi að mér sé mætt sem „flóknu máli“, “manneskju sem hefur mætt of oft” eða „erfiðum sjúklingi“ í stað þess að horft sé á einstaklinginn á bak við einkennin. Á bak við hegðunina er ótti, vanmáttur og hjálparbeiðni. Þegar fólk er í mikilli geðrænni neyð hverfur oft geta til að orða hlutina rétt, útskýra skipulega og fylgja öllum reglum kerfisins. Þá þarf kerfið að geta mætt fólki þar sem það er statt, ekki bæta á byrðina með kulda eða afskiptaleysi. Ég geri mér fulla grein fyrir því að álag í heilbrigðiskerfinu er gríðarlegt. Starfsfólk vinnur við erfiðar aðstæður og með takmörkuð úrræði. En mannleg reisn má aldrei verða eftir. Orð, tónn og raunveruleg hlustun skipta sköpum þegar manneskja er þegar brotin niður af veikindum. Alvarlegast er þó að þessi upplifun mín hefur smám saman skapað ótta við að leita mér aftur hjálpar. Þegar fólk fer að óttast kerfið sem á að veita því skjól, þá er eitthvað alvarlega rangt. Ég er ekki að biðja um forréttindi. Ég er að biðja um virðingu. Um að vera mætt sem manneskja. Um að fá hjálp áður en allt fer úr böndunum, ekki aðeins eftir að skaðinn er orðinn. Höfundur er kennaranemi og einstaklingur sem glímir við geðrænan vanda.
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar