Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 13. desember 2025 07:00 Meðal þeirra sem náðu á listann voru Charlie Kirk, Labubu og þættirnir Adolesence. Grafík/Sara Gera má ráð fyrir að leitarhegðun Íslendinga á Google-leitarvélinni sé ákveðin endurspeglun á því hvað gerðist á árinu en á topp tíu listanum yfir vinsælustu leitirnar má finna bandarískan áhrifavald, fyrrverandi forseta, raðmorðingja og Afríkuríki. Tæknirisinn Google tók saman það sem Íslendingar leituðu helst að í leitarvélinni á árinu. Vinsælustu Google-leitir Íslendinga 2025 Loftgæði Charlie Kirk Vigdís Finnbogadóttir Ed Gein Ozzy Osbourne Hans Roland Löf Tesla stock Adolescence Labubu Grænhöfðaeyjar Meðvitaðir landsmenn Árið 2025 hófst á mikilli og slæmri svifryksmengun þegar landsmenn sprengdu gamla árið á brott. Hvort að það hafi markað byrjunina á áhuga Íslendinga á vinsælustu leitinni liggur ekki fyrir en hugtakið loftgæði hreppti fyrsta sætið. Þá mætti einnig velta fyrir sér hvort eins konar vitundarvakning hafi farið af stað í kjölfar tíðra eldgosa á Reykjanesskaga undanfarin ár. Tvö eldgos hafa látið sjá sig á Reykjanesskaganum það sem af er ári og barst mengunin alla leið norður til Akraness og austur í Vík í Mýrdal. Andlátið og málfrelsið Annað sætið prýðir bandaríski áhrifavaldurinn Charlie Kirk sem var skotinn til bana á viðburði í Utah í Bandaríkjunum í september. Morðið á Kirk, sem var mikill bandamaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta, vakti mikla umræðu í samfélaginu. Á Íslandi og víðar skapaðist mikil umræða um málfrelsi en Kirk sagðist tala fyrir því. Þrátt fyrir umræðuna virðist sem að margir hafi viljað kynna sér manninn. Charlie Kirk prýðir einnig fyrsta sætið yfir þær manneskjur sem Íslendingar Google-uðu. Þeir sem hafa enn ekki kynnt sér hver maðurinn var geta gluggað í þessa frétt. Sagan rifjuð upp Í þriðja sæti er Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, en afar vinsælir þættir um ævi hennar fram að embættistökunni voru sýndir í byrjun árs. Ástríður Magnúsdóttir, dóttir Vigdísar, bregður fyrir á lista yfir fólkið sem Íslendingar leituðu mest að. Íslendingar virðast hafa verið æstir í að kynna sér sögu fyrsta lýðræðislega kjörna kvenforseta heims. Óhugnanlegur grafarræningi Morðinginn, grafarræninginn Ed Gein, sem var einnig grunaður um að vera raðmorðingi, er í fjórða sætið. Gein lést árið 1984 svo rekja má vinsældir hans í Google-leitarvélinni til Netflix-þáttaraðarinnar Monster, sem segir frá æsku hans og brotum. Saga Gein var tekin fyrir í þriðju þáttaröð Monster en önnur þáttaröðin um Menendez-bræðurna vakti einnig athygli í fyrra. Saga Geins er satt að segja ógeðfelld en fjallar í grófum dráttum um hvernig hann fór í kirkjugarða nærri heimilum sínum, rændi líkum og bjó til hluti og minjagripi úr beinum og húð fórnarlamba sinna. Miðað við fjölda íslenskra hlaðvarpa um sannar sakamálasögur og að Gein prýðir þriðja sætið má gera ráð fyrir að landsmenn hafi viljað kynna sér sögu hans. Myrkraprinsinn allur Breska rokkstjarnan og myrkraprinsinn Ozzy Osbourne var í fimmta sæti. Osbourne var hvað þekktastur fyrir að vera í þungarokkshljómsveitinni Black Sabbath en hann lést í júlí á þessu ári úr hjartaáfalli. Tugþúsundir komu saman á götum Birmingham í Bretlandi til að votta rokkgoðsögninni virðingu sína og fylgja honum síðasta spölinn. Harmleikur í Garðabæ Íslenskur harmleikur virðist einnig hafa hreyft við landsmönnum en á lista yfir leitirnar má finna nafnið Hans Roland Löf sem lést á heimili sínu í Garðabæ í apríl. Margrét Löf, dóttir hans, var handtekin grunuð um að hafa myrt föður sinn og reynt að bana móður sinni. Hún er einnig sökuð um að hafa mánuðina á undan beitt foreldra sína margsinnis ofbeldi. Réttað var yfir Margréti í lok nóvember og von er á dómi í málinu fimmtudaginn 18. desember. Rafmagnsbíladrama Rafmagnsbílarnir frá Teslu, fyrirtæki að stóru hluta í eigu auðmannsins Elon Musk, hafa verið vinsælir hér á landi síðustu ár. Þá virðist sem töluverður fjöldi Íslendinga hafi áhuga á gengi fyrirtækisins á hlutabréfamarkaði en Íslendingar leituðu mikið að Tesla stock. Gríðarlegur samdráttur varð á tekjum bílaframleiðandans í apríl og stuttu síðar boðaði Donald Trump, Bandaríkjaforseti og þá mikill félagi Musk, tollaaðgerðir. Vegna þeirra höfðu forsvarsmenn Teslu samband við viðskiptaráðherra Bandaríkjanna og báðu hann um að tryggja að aðgerðirnar kæmu ekki niður á innlendum fyrirtækjum. Þættir sem létu foreldra efast Önnur sjónvarpsþáttaröð naut mikilla vinsælda hjá landsmönnum, þættirnir Adolesence, en á tímabili var um fátt annað rætt á kaffistofunum. Því vita flestir að þáttaröðin fjallar um þrettán ára gamlan dreng sem handtekinn er fyrir morð og færður til yfirheyrslu. Hver þáttur er skotinn í einni samfelldri töku. Þættirnir slóu áhorfsmet á Netflix en margir foreldrar sátu eftir með kvíðahnút í maganum yfir því hvað sé um að vera í heimi barna þeirra. Meðal skilaboða sem þættirnir skildu eftir sig var að með tilkomu samfélagsmiðla lifðu börn við glænýjan veruleika. Illkvittnar kanínur Í júlímánuði birtist fréttin „Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því?“ á Vísi þar sem útskýrt var hvers vegna þessi loðnu kanínulaga tuskudýr með illkvittin svip væru svo vinsæl. Hægt er að ímynda sér ráðvillta foreldra með óskalista barna í höndunum að gúggla hugtakið og örvæntingarfull ungmenni sem leita hátt og lágt á netinu að því hvar sé hægt að festa kaup á slíkum bangsa. Þeir voru fyrst og fremst notaðir sem aukahlutir eða eins konar töskuskraut en þeir nutu mikilla vinsælda á TikTok en svo virðist sem fjarað hefur undan áhuganum síðustu vikur og mánuði. Afríkuríkið ókunnuga Þeir sem halda ekki ítarlega dagbók yfir hvað hefur gerst á árinu furða sig eflaust á því af hverju Grænhöfðaeyjar hrepptu tíunda sætið. Handboltaunnendur sem fylgdust með HM karlalandsliða í janúar muna mögulega hvers vegna en Ísland spilaði sinn fyrsta leik við Grænhöfðaeyjar. Liðið þurfti ekki að hafa miklar áhyggjur af Grænhöfðaeyingum, jafnvel þótt Gróttumaðurinn Hafsteinn Óli Berg Ramos Rocha væri með þeim í liði, þar sem íslenska liðið valtaði yfir þá. Leikurinn var sá fyrsti hjá landsliðinu á mótinu en hvort Íslendingar hafi verið að afla sér upplýsinga fyrir leikinn eða forvitnast hvar í heiminum Grænhöfðaeyjur eru er ómögulegt að fullyrða. Þingmenn, leikarar og skandalar efst í huga Vísir hefur einnig undir höndum lista yfir fólkið sem landsmenn leituðu mest að á Google. Meðal þeirra eru nokkrir áðurnefndir, líkt og Charlie Kirk, Vigdís Finnbogadóttir, Ástríður Magnúsdóttir og Ozzy Osbourne. Helstu Google-leitir að fólki 1. Charlie Kirk 2. Vigdís Finnbogadóttir 3. Ed Gein 4. Ozzy Osbourne 5. Hans Roland Löf 6. Diogo Jota 7. Eiríkur Ásmundsson 8. Diane Keaton 9. Gunnar Nelson 10. Ástríður Magnúsdóttir Á listanum voru frægir einstaklingar sem létust á árinu. Knattspyrnumaðurinn Diogo Jota og leikkonurnar Diane Keaton og Michelle Trachtenberg. Á listanum yfir Íslendingana sem var mest leitað að er listamaðurinn Þorleifur Kamban, sem lést í nóvember, í áttunda sæti. Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur og barnsföður hennar, Eiríks Ásmundssonar, vakti mikla athygli en nöfn þeirra beggja koma fyrir í leit landsmanna. Í kjölfar þess að í ljós kom að Ásthildur hafði 22 ára átt barn með Eiríki, sem þá var sextán ára, sagði Ásthildur af sér embætti sem barna- og menntamálaráðherra. Annað nýlegra fréttamál hefur líka vakið áhuga landsmanna. Nafn Þórunnar Óðinsdóttir, ráðgjafa og eiganda Intra, er á lista. Sigríður Björk Guðjónsdóttir lét af embætti sem ríkislögreglustjóri eftir að greint var frá verktakagreiðslum hennar til fyrirtækis Þórunnar. Google-leitir að Íslendingum Vigdís Finnbogadóttir Hans Roland Löf Eiríkur Ásmundsson Gunnar Nelson Ástríður Magnúsdóttir Ásthildur Lóa Þórsdóttir Snorri Másson Gunnar Gylfason Hrannar Markússon Þorleifur Kamban Snorri Másson kom líkt og stormsveipur inn í íslenska stjórnmálasögu þegar hann var kjörinn sem þingmaður Alþingis fyrir hönd Miðflokksins. Hann virðist hafa fallið í geðið hjá flokknum þar sem hann hlaut kjör sem varaformaður flokksins á árinu. Vert er að taka fram að listar Google yfir árið mæla þau leitarorð sem hafa aukist mest árið 2025 samanborið við árið 2024. Loftgæði Morðið á Charlie Kirk Bandaríkin Vigdís Finnbogadóttir Netflix Andlát Ozzy Osbourne Grunuð um manndráp við Súlunes Tesla Elon Musk Donald Trump Tíska og hönnun TikTok Grænhöfðaeyjar Landslið karla í handbolta Barnamálaráðherra segir af sér Greiðslur ríkislögreglustjóra til Intra Fréttir ársins 2025 Mest lesið Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Sjá meira
Vinsælustu Google-leitir Íslendinga 2025 Loftgæði Charlie Kirk Vigdís Finnbogadóttir Ed Gein Ozzy Osbourne Hans Roland Löf Tesla stock Adolescence Labubu Grænhöfðaeyjar Meðvitaðir landsmenn Árið 2025 hófst á mikilli og slæmri svifryksmengun þegar landsmenn sprengdu gamla árið á brott. Hvort að það hafi markað byrjunina á áhuga Íslendinga á vinsælustu leitinni liggur ekki fyrir en hugtakið loftgæði hreppti fyrsta sætið. Þá mætti einnig velta fyrir sér hvort eins konar vitundarvakning hafi farið af stað í kjölfar tíðra eldgosa á Reykjanesskaga undanfarin ár. Tvö eldgos hafa látið sjá sig á Reykjanesskaganum það sem af er ári og barst mengunin alla leið norður til Akraness og austur í Vík í Mýrdal. Andlátið og málfrelsið Annað sætið prýðir bandaríski áhrifavaldurinn Charlie Kirk sem var skotinn til bana á viðburði í Utah í Bandaríkjunum í september. Morðið á Kirk, sem var mikill bandamaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta, vakti mikla umræðu í samfélaginu. Á Íslandi og víðar skapaðist mikil umræða um málfrelsi en Kirk sagðist tala fyrir því. Þrátt fyrir umræðuna virðist sem að margir hafi viljað kynna sér manninn. Charlie Kirk prýðir einnig fyrsta sætið yfir þær manneskjur sem Íslendingar Google-uðu. Þeir sem hafa enn ekki kynnt sér hver maðurinn var geta gluggað í þessa frétt. Sagan rifjuð upp Í þriðja sæti er Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, en afar vinsælir þættir um ævi hennar fram að embættistökunni voru sýndir í byrjun árs. Ástríður Magnúsdóttir, dóttir Vigdísar, bregður fyrir á lista yfir fólkið sem Íslendingar leituðu mest að. Íslendingar virðast hafa verið æstir í að kynna sér sögu fyrsta lýðræðislega kjörna kvenforseta heims. Óhugnanlegur grafarræningi Morðinginn, grafarræninginn Ed Gein, sem var einnig grunaður um að vera raðmorðingi, er í fjórða sætið. Gein lést árið 1984 svo rekja má vinsældir hans í Google-leitarvélinni til Netflix-þáttaraðarinnar Monster, sem segir frá æsku hans og brotum. Saga Gein var tekin fyrir í þriðju þáttaröð Monster en önnur þáttaröðin um Menendez-bræðurna vakti einnig athygli í fyrra. Saga Geins er satt að segja ógeðfelld en fjallar í grófum dráttum um hvernig hann fór í kirkjugarða nærri heimilum sínum, rændi líkum og bjó til hluti og minjagripi úr beinum og húð fórnarlamba sinna. Miðað við fjölda íslenskra hlaðvarpa um sannar sakamálasögur og að Gein prýðir þriðja sætið má gera ráð fyrir að landsmenn hafi viljað kynna sér sögu hans. Myrkraprinsinn allur Breska rokkstjarnan og myrkraprinsinn Ozzy Osbourne var í fimmta sæti. Osbourne var hvað þekktastur fyrir að vera í þungarokkshljómsveitinni Black Sabbath en hann lést í júlí á þessu ári úr hjartaáfalli. Tugþúsundir komu saman á götum Birmingham í Bretlandi til að votta rokkgoðsögninni virðingu sína og fylgja honum síðasta spölinn. Harmleikur í Garðabæ Íslenskur harmleikur virðist einnig hafa hreyft við landsmönnum en á lista yfir leitirnar má finna nafnið Hans Roland Löf sem lést á heimili sínu í Garðabæ í apríl. Margrét Löf, dóttir hans, var handtekin grunuð um að hafa myrt föður sinn og reynt að bana móður sinni. Hún er einnig sökuð um að hafa mánuðina á undan beitt foreldra sína margsinnis ofbeldi. Réttað var yfir Margréti í lok nóvember og von er á dómi í málinu fimmtudaginn 18. desember. Rafmagnsbíladrama Rafmagnsbílarnir frá Teslu, fyrirtæki að stóru hluta í eigu auðmannsins Elon Musk, hafa verið vinsælir hér á landi síðustu ár. Þá virðist sem töluverður fjöldi Íslendinga hafi áhuga á gengi fyrirtækisins á hlutabréfamarkaði en Íslendingar leituðu mikið að Tesla stock. Gríðarlegur samdráttur varð á tekjum bílaframleiðandans í apríl og stuttu síðar boðaði Donald Trump, Bandaríkjaforseti og þá mikill félagi Musk, tollaaðgerðir. Vegna þeirra höfðu forsvarsmenn Teslu samband við viðskiptaráðherra Bandaríkjanna og báðu hann um að tryggja að aðgerðirnar kæmu ekki niður á innlendum fyrirtækjum. Þættir sem létu foreldra efast Önnur sjónvarpsþáttaröð naut mikilla vinsælda hjá landsmönnum, þættirnir Adolesence, en á tímabili var um fátt annað rætt á kaffistofunum. Því vita flestir að þáttaröðin fjallar um þrettán ára gamlan dreng sem handtekinn er fyrir morð og færður til yfirheyrslu. Hver þáttur er skotinn í einni samfelldri töku. Þættirnir slóu áhorfsmet á Netflix en margir foreldrar sátu eftir með kvíðahnút í maganum yfir því hvað sé um að vera í heimi barna þeirra. Meðal skilaboða sem þættirnir skildu eftir sig var að með tilkomu samfélagsmiðla lifðu börn við glænýjan veruleika. Illkvittnar kanínur Í júlímánuði birtist fréttin „Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því?“ á Vísi þar sem útskýrt var hvers vegna þessi loðnu kanínulaga tuskudýr með illkvittin svip væru svo vinsæl. Hægt er að ímynda sér ráðvillta foreldra með óskalista barna í höndunum að gúggla hugtakið og örvæntingarfull ungmenni sem leita hátt og lágt á netinu að því hvar sé hægt að festa kaup á slíkum bangsa. Þeir voru fyrst og fremst notaðir sem aukahlutir eða eins konar töskuskraut en þeir nutu mikilla vinsælda á TikTok en svo virðist sem fjarað hefur undan áhuganum síðustu vikur og mánuði. Afríkuríkið ókunnuga Þeir sem halda ekki ítarlega dagbók yfir hvað hefur gerst á árinu furða sig eflaust á því af hverju Grænhöfðaeyjar hrepptu tíunda sætið. Handboltaunnendur sem fylgdust með HM karlalandsliða í janúar muna mögulega hvers vegna en Ísland spilaði sinn fyrsta leik við Grænhöfðaeyjar. Liðið þurfti ekki að hafa miklar áhyggjur af Grænhöfðaeyingum, jafnvel þótt Gróttumaðurinn Hafsteinn Óli Berg Ramos Rocha væri með þeim í liði, þar sem íslenska liðið valtaði yfir þá. Leikurinn var sá fyrsti hjá landsliðinu á mótinu en hvort Íslendingar hafi verið að afla sér upplýsinga fyrir leikinn eða forvitnast hvar í heiminum Grænhöfðaeyjur eru er ómögulegt að fullyrða. Þingmenn, leikarar og skandalar efst í huga Vísir hefur einnig undir höndum lista yfir fólkið sem landsmenn leituðu mest að á Google. Meðal þeirra eru nokkrir áðurnefndir, líkt og Charlie Kirk, Vigdís Finnbogadóttir, Ástríður Magnúsdóttir og Ozzy Osbourne. Helstu Google-leitir að fólki 1. Charlie Kirk 2. Vigdís Finnbogadóttir 3. Ed Gein 4. Ozzy Osbourne 5. Hans Roland Löf 6. Diogo Jota 7. Eiríkur Ásmundsson 8. Diane Keaton 9. Gunnar Nelson 10. Ástríður Magnúsdóttir Á listanum voru frægir einstaklingar sem létust á árinu. Knattspyrnumaðurinn Diogo Jota og leikkonurnar Diane Keaton og Michelle Trachtenberg. Á listanum yfir Íslendingana sem var mest leitað að er listamaðurinn Þorleifur Kamban, sem lést í nóvember, í áttunda sæti. Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur og barnsföður hennar, Eiríks Ásmundssonar, vakti mikla athygli en nöfn þeirra beggja koma fyrir í leit landsmanna. Í kjölfar þess að í ljós kom að Ásthildur hafði 22 ára átt barn með Eiríki, sem þá var sextán ára, sagði Ásthildur af sér embætti sem barna- og menntamálaráðherra. Annað nýlegra fréttamál hefur líka vakið áhuga landsmanna. Nafn Þórunnar Óðinsdóttir, ráðgjafa og eiganda Intra, er á lista. Sigríður Björk Guðjónsdóttir lét af embætti sem ríkislögreglustjóri eftir að greint var frá verktakagreiðslum hennar til fyrirtækis Þórunnar. Google-leitir að Íslendingum Vigdís Finnbogadóttir Hans Roland Löf Eiríkur Ásmundsson Gunnar Nelson Ástríður Magnúsdóttir Ásthildur Lóa Þórsdóttir Snorri Másson Gunnar Gylfason Hrannar Markússon Þorleifur Kamban Snorri Másson kom líkt og stormsveipur inn í íslenska stjórnmálasögu þegar hann var kjörinn sem þingmaður Alþingis fyrir hönd Miðflokksins. Hann virðist hafa fallið í geðið hjá flokknum þar sem hann hlaut kjör sem varaformaður flokksins á árinu. Vert er að taka fram að listar Google yfir árið mæla þau leitarorð sem hafa aukist mest árið 2025 samanborið við árið 2024.
Loftgæði Morðið á Charlie Kirk Bandaríkin Vigdís Finnbogadóttir Netflix Andlát Ozzy Osbourne Grunuð um manndráp við Súlunes Tesla Elon Musk Donald Trump Tíska og hönnun TikTok Grænhöfðaeyjar Landslið karla í handbolta Barnamálaráðherra segir af sér Greiðslur ríkislögreglustjóra til Intra Fréttir ársins 2025 Mest lesið Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Sjá meira