Skilur vonbrigðin en hafnar því að hafa tekið óupplýsta ákvörðun Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 9. desember 2025 09:12 Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra kynnti nýja samgönguáætlun á dögunum sem felur í sér breytta forgangsröðun jarðganga. Vísir/Anton Brink Innviðaráðherra hafnar því að ákvörðun um breytta forgangsröðun jarðganga hafi ekki verið tekin á upplýstan hátt. Hann skilji vonbrigði samfélagsins fyrir austan en segir að með nýrri forgangsröðun sem boðuð er með samgönguáætlun sé ekki verið að slá Fjarðarheiðargöng út af borðinu. Stofnun innviðafélags um stórframkvæmdir skapi forsendur til að ráðast hraðar í stór samgönguverkefni en verið hefur. Þetta segir Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra í aðsendri grein sem birtist á Vísi í morgun. Breytt forgangsröðun jarðganga hefur sætt harðri gagnrýni. Fjarðarheiðargöng, sem lengi höfðu verið áform um að yrðu næst í röðinni, lenda nú töluvert aftar í röðinni, meðal annars á eftir Fljótagöngum, Fjarðagöngum og Súðavíkurgöngum, samkvæmt nýrri forgangsröðun ráðherrans sem boðuð er í samgönguáætlun. Þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa meðal annars sagt allar forsendur samgönguáætlunar brostnar þar sem á daginn kom að innviðaráðherra hafði ekki lesið skýrslu Rannsóknarmiðstöðvar Háskólans á Akureyri, RHA, um sem var birt til stuðnings breyttri forgangsröðun. Við þessari gagnrýni bregst ráðherrann meðal annars í grein sinni á Vísi. Ákvörðunin sé vel upplýst „Mikil umræða hefur skapast um nýja samgönguáætlun undanfarna daga, sérstaklega vegna breyttrar forgangsröðunar jarðganga. Ég hef fullan skilning á þeim vonbrigðum sem þessi breyting hefur valdið í samfélaginu eystra,“ skrifar Eyjólfur meðal annars. „Í umræðunni hefur verið gefið í skyn að ákvörðun um breytta forgangsröðun jarðganga hafi ekki verið tekin á upplýstan hátt. Staðreyndin er sú að ákvörðunin byggir á margra ára vinnu, meðal annars á viðamiklu samráðsferli um allt land og margvíslegum greiningum, heldur hann áfram. Nýja skýrslan staðfesti niðurstöður fyrri greininga Þar liggi einkum til grundvallar skýrsla starfshóps um Seyðisfjarðargöng frá 2019 og skýrsla Vegagerðarinnar og RHA um jarðgangakosti á Íslandi sem unnin var 2023. Í þriðja lagi hafi mikil umræða skapast um fyrrnefnda skýrslu RHA sem unnin var á þessu ári að beiðni ráðherra með það að markmiði að fá fram samanburðargreiningu á ábata jarðgangakosta að Seyðisfirði. Sjá einnig: „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Skýrslan barst ráðuneytinu 27. nóvember 2025, tæpri viku fyrir kynningu samgönguáætlunar. Ég fékk að sjálfsögðu ítarlega kynningu á efni hennar og lykiltölum frá sérfræðingum skrifstofu samgangna í innviðaráðuneytinu,“ skrifar Eyjólfur. „Þrátt fyrir skamman fyrirvara er gerð grein fyrir henni í greinargerð samgönguáætlunar, enda tekið mið af henni í samhengi við aðrar greiningar við endanlega ákvörðunartöku um forgangsröðun jarðganga. Niðurstöður hennar reyndust jafnframt í samræmi við fyrri greiningar. Þær staðfestu að samfélagslegur ábati og þ.m.t. arðsemi af Fjarðagöngum er mun meiri en af Fjarðarheiðargöngum,“ segir ennfremur í grein ráðherrans, þar sem hann rekur frekari rökstuðning fyrir ákvörðun sinni um breytta forgangsröðun. Skýrslan hampi ekki Fjarðagöngum frekar en Fjarðarheiðargöngum Þannig ítrekar ráðherrann að hann líti svo á að skýrslan staðfesti að meiri ábati sé af Fjarðagöngum en Fjarðarheiðargöngum. Þess má geta að Jón Þorvaldur Heiðarsson, einn höfunda skýrslunnar, hefur sagt að ekki sé hægt að líta svo á að skýrslan mæli frekar með Fjarðagöngum en Fjarðarheiðargöngum. „Mjóafjarðargöngin eru betri á einn mælikvarða af fjórum. Fjarðarheiðargöngin eru betri á einum mælikvarða af fjórum og svo eru þau jöfn á tveimur. Það er okkar niðurstaða. Það er bæði hægt að rökstyðja ákvörðun um að halda sig við Fjarðarheiðargöng með því sem stendur í skýrslunni. Það er líka hægt að rökstyðja það að fara í Mjófjarðargöng,“ sagði Jón meðal annars í samtali við fréttastofu í síðustu viku. Samgöngur Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Jarðgöng á Íslandi Vegagerð Fjallabyggð Skagafjörður Múlaþing Fjarðabyggð Samgönguáætlun Mest lesið Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Innlent Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Fleiri fréttir Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Sjá meira
Þetta segir Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra í aðsendri grein sem birtist á Vísi í morgun. Breytt forgangsröðun jarðganga hefur sætt harðri gagnrýni. Fjarðarheiðargöng, sem lengi höfðu verið áform um að yrðu næst í röðinni, lenda nú töluvert aftar í röðinni, meðal annars á eftir Fljótagöngum, Fjarðagöngum og Súðavíkurgöngum, samkvæmt nýrri forgangsröðun ráðherrans sem boðuð er í samgönguáætlun. Þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa meðal annars sagt allar forsendur samgönguáætlunar brostnar þar sem á daginn kom að innviðaráðherra hafði ekki lesið skýrslu Rannsóknarmiðstöðvar Háskólans á Akureyri, RHA, um sem var birt til stuðnings breyttri forgangsröðun. Við þessari gagnrýni bregst ráðherrann meðal annars í grein sinni á Vísi. Ákvörðunin sé vel upplýst „Mikil umræða hefur skapast um nýja samgönguáætlun undanfarna daga, sérstaklega vegna breyttrar forgangsröðunar jarðganga. Ég hef fullan skilning á þeim vonbrigðum sem þessi breyting hefur valdið í samfélaginu eystra,“ skrifar Eyjólfur meðal annars. „Í umræðunni hefur verið gefið í skyn að ákvörðun um breytta forgangsröðun jarðganga hafi ekki verið tekin á upplýstan hátt. Staðreyndin er sú að ákvörðunin byggir á margra ára vinnu, meðal annars á viðamiklu samráðsferli um allt land og margvíslegum greiningum, heldur hann áfram. Nýja skýrslan staðfesti niðurstöður fyrri greininga Þar liggi einkum til grundvallar skýrsla starfshóps um Seyðisfjarðargöng frá 2019 og skýrsla Vegagerðarinnar og RHA um jarðgangakosti á Íslandi sem unnin var 2023. Í þriðja lagi hafi mikil umræða skapast um fyrrnefnda skýrslu RHA sem unnin var á þessu ári að beiðni ráðherra með það að markmiði að fá fram samanburðargreiningu á ábata jarðgangakosta að Seyðisfirði. Sjá einnig: „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Skýrslan barst ráðuneytinu 27. nóvember 2025, tæpri viku fyrir kynningu samgönguáætlunar. Ég fékk að sjálfsögðu ítarlega kynningu á efni hennar og lykiltölum frá sérfræðingum skrifstofu samgangna í innviðaráðuneytinu,“ skrifar Eyjólfur. „Þrátt fyrir skamman fyrirvara er gerð grein fyrir henni í greinargerð samgönguáætlunar, enda tekið mið af henni í samhengi við aðrar greiningar við endanlega ákvörðunartöku um forgangsröðun jarðganga. Niðurstöður hennar reyndust jafnframt í samræmi við fyrri greiningar. Þær staðfestu að samfélagslegur ábati og þ.m.t. arðsemi af Fjarðagöngum er mun meiri en af Fjarðarheiðargöngum,“ segir ennfremur í grein ráðherrans, þar sem hann rekur frekari rökstuðning fyrir ákvörðun sinni um breytta forgangsröðun. Skýrslan hampi ekki Fjarðagöngum frekar en Fjarðarheiðargöngum Þannig ítrekar ráðherrann að hann líti svo á að skýrslan staðfesti að meiri ábati sé af Fjarðagöngum en Fjarðarheiðargöngum. Þess má geta að Jón Þorvaldur Heiðarsson, einn höfunda skýrslunnar, hefur sagt að ekki sé hægt að líta svo á að skýrslan mæli frekar með Fjarðagöngum en Fjarðarheiðargöngum. „Mjóafjarðargöngin eru betri á einn mælikvarða af fjórum. Fjarðarheiðargöngin eru betri á einum mælikvarða af fjórum og svo eru þau jöfn á tveimur. Það er okkar niðurstaða. Það er bæði hægt að rökstyðja ákvörðun um að halda sig við Fjarðarheiðargöng með því sem stendur í skýrslunni. Það er líka hægt að rökstyðja það að fara í Mjófjarðargöng,“ sagði Jón meðal annars í samtali við fréttastofu í síðustu viku.
Samgöngur Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Jarðgöng á Íslandi Vegagerð Fjallabyggð Skagafjörður Múlaþing Fjarðabyggð Samgönguáætlun Mest lesið Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Innlent Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Fleiri fréttir Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Sjá meira
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent