Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar 10. desember 2025 12:00 Nú þegar jólaösin er komin á fullt skrið er margt í gangi hjá fólki. Á þessum tíma árs er oft meira um að vera í vinnunni, ýmis verkefni sem þarf að klára fyrir jólafríið. Þar að auki bætast við væntingar og hlutir eins og kaup á jólagjöfum, jólaboð, bakstur, skreytingar og margt fleira. Þetta tímabil getur verið eins og tvíeggja sverð, þar sem þunn lína er á milli þess að upplifa það á jákvæðan hátt, njóta þess sem það hefur upp á að bjóða og þess að upplifa það á neikvæðan hátt, kikna undan álagi og kröfum og missa sjónar á því sem skiptir mestu máli. Það er því ennþá mikilvægara að gefa sér tíma til að staldra við á þessum tíma og spyrja sjálfan sig: Hvað er það sem ég vil gera þessi jól? Hvað hef ég tíma og orku til að gera núna? Hvernig get ég notið þess? Hverju vil ég sleppa og hvað má bíða? Hvað gæti ég fengið hjálp með? Slíkar spurningar hjálpa okkur að bera kennsl á hvað það er sem við viljum í raun og veru þessi jól, þar sem það getur verið mjög auðvelt að láta ytri væntingar stjórna og enda á því að eltast við skyldur sem okkur finnst við eiga að sinna. Taugakerfið, tvær rásir sem móta upplifunina Annað stórt atriði sem mótar upplifun okkar á þessu tímabili er innra ástandið, ástand taugakerfisins. Það getur skipt sköpum hvort við séum í of miklu streituástandi (sympatíska kerfinu) eða í róandi ástandi (parasympatíska kerfinu). Það má líkja þessu við tvær rásir sem við stillum okkur inná, og hvor rásin hefur afgerandi áhrif á hvernig við skynjum daginn okkar. Dagur sem við upplifum í streiturásinni getur virst erfiður, orkufrekur og fullur af hindrunum og erfiðum samskiptum. Þegar við erum í streiturásinni er líkaminn á varðbergi, hjartsláttur verður örari, öndun grynnri og heilinn tekur frekar eftir vandamálum. Dagur upplifaður í róandi rásinni getur hins vegar verið ljúfur, skemmtilegur og fullur af góðum augnablikum og samskiptum. Þegar við erum í róandi rásinni hægist á líkamanum, öndunin verður dýpri, melting og endurheimt fara í gang og heilinn á auðveldara með að sjá lausnir, hlýju og tengsl. Góðu fréttirnar eru þær að við getum haft áhrif á hvaða rás við erum í. Við getum róað taugakerfið með ýmsum leiðum og stillt okkur inn á róandi rásina þegar við finnum að streiturásin hefur náð yfirhöndinni, til dæmis með því að gefa okkur tíma fyrir samverustundir með fólki sem okkur líður vel með, með nægum og reglulegum hvíldum og með hægari og dýpri öndun. Við höfum tækifæri til þess að upplifa jólin á jákvæðari hátt, með því að vera meðvitaðri um hvorri rásinni við erum í. Á þessu annasama tímabili eru góðar líkur á því að við séum oftar stillt inn á streiturásina, án þess að taka eftir því. Því skiptir það enn meira máli að muna eftir athöfnum sem stilla okkur inn á róandi rásina. Það hjálpar okkur að nálgast jólahátíðina með meiri ró, að njóta fleiri góðra stunda og að eiga auðveldara með að finna tengsl og bandamenn í kringum okkur. Höfundur er doktor í lífeðlislegri sálfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigrún Þóra Sveinsdóttir Jól Mest lesið Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Nú þegar jólaösin er komin á fullt skrið er margt í gangi hjá fólki. Á þessum tíma árs er oft meira um að vera í vinnunni, ýmis verkefni sem þarf að klára fyrir jólafríið. Þar að auki bætast við væntingar og hlutir eins og kaup á jólagjöfum, jólaboð, bakstur, skreytingar og margt fleira. Þetta tímabil getur verið eins og tvíeggja sverð, þar sem þunn lína er á milli þess að upplifa það á jákvæðan hátt, njóta þess sem það hefur upp á að bjóða og þess að upplifa það á neikvæðan hátt, kikna undan álagi og kröfum og missa sjónar á því sem skiptir mestu máli. Það er því ennþá mikilvægara að gefa sér tíma til að staldra við á þessum tíma og spyrja sjálfan sig: Hvað er það sem ég vil gera þessi jól? Hvað hef ég tíma og orku til að gera núna? Hvernig get ég notið þess? Hverju vil ég sleppa og hvað má bíða? Hvað gæti ég fengið hjálp með? Slíkar spurningar hjálpa okkur að bera kennsl á hvað það er sem við viljum í raun og veru þessi jól, þar sem það getur verið mjög auðvelt að láta ytri væntingar stjórna og enda á því að eltast við skyldur sem okkur finnst við eiga að sinna. Taugakerfið, tvær rásir sem móta upplifunina Annað stórt atriði sem mótar upplifun okkar á þessu tímabili er innra ástandið, ástand taugakerfisins. Það getur skipt sköpum hvort við séum í of miklu streituástandi (sympatíska kerfinu) eða í róandi ástandi (parasympatíska kerfinu). Það má líkja þessu við tvær rásir sem við stillum okkur inná, og hvor rásin hefur afgerandi áhrif á hvernig við skynjum daginn okkar. Dagur sem við upplifum í streiturásinni getur virst erfiður, orkufrekur og fullur af hindrunum og erfiðum samskiptum. Þegar við erum í streiturásinni er líkaminn á varðbergi, hjartsláttur verður örari, öndun grynnri og heilinn tekur frekar eftir vandamálum. Dagur upplifaður í róandi rásinni getur hins vegar verið ljúfur, skemmtilegur og fullur af góðum augnablikum og samskiptum. Þegar við erum í róandi rásinni hægist á líkamanum, öndunin verður dýpri, melting og endurheimt fara í gang og heilinn á auðveldara með að sjá lausnir, hlýju og tengsl. Góðu fréttirnar eru þær að við getum haft áhrif á hvaða rás við erum í. Við getum róað taugakerfið með ýmsum leiðum og stillt okkur inn á róandi rásina þegar við finnum að streiturásin hefur náð yfirhöndinni, til dæmis með því að gefa okkur tíma fyrir samverustundir með fólki sem okkur líður vel með, með nægum og reglulegum hvíldum og með hægari og dýpri öndun. Við höfum tækifæri til þess að upplifa jólin á jákvæðari hátt, með því að vera meðvitaðri um hvorri rásinni við erum í. Á þessu annasama tímabili eru góðar líkur á því að við séum oftar stillt inn á streiturásina, án þess að taka eftir því. Því skiptir það enn meira máli að muna eftir athöfnum sem stilla okkur inn á róandi rásina. Það hjálpar okkur að nálgast jólahátíðina með meiri ró, að njóta fleiri góðra stunda og að eiga auðveldara með að finna tengsl og bandamenn í kringum okkur. Höfundur er doktor í lífeðlislegri sálfræði.
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun