Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar 10. desember 2025 14:03 Allt bendir til að upptaka kílómetragjalda á næsta ári muni auka hagnað olíufélaga á kostnað almennings og breyting á „almennri heimild til skattfrjálsrar ráðstöfunar séreignar inn á húsnæðislán“ jafngildi milljörðum í skattahækkun á millistéttina. Viska hvetur stjórnvöld til að endurskoða eða fresta áformum um álagningu kílómetragjalda og veita öllum húsnæðiseigendum heimild til hámarksnýtingar í séreignarleiðinni. Kílómetragjöld á almenning og aukin álagning á eldsneyti á nýju ári Stjórnvöld hafa boðað upptöku kílómetragjalda á allar bifreiðar á næsta ári og tilsvarandi niðurfellingu olíugjalda og vörugjalda. Gert er ráð fyrir að niðurfelling olíugjalda og vörugjalda á árinu 2026, upp á rúmlega 20 milljarða króna m.v. horfur ársins 2025, muni að fullu skila sér í lækkuðu eldsneytisverði á dælu. Viska bendir á, rétt eins og Alþýðusambandið hefur ítrekað gert, að olíufélögin hafa engan hvata til að skila niðurfellingu gjalda að fullu til neytenda og stjórnvöld hafa ekki í hyggju að hafa eftirlit með verðinu. Álagning á eldsneyti mun því hækka á nýju ári til hagsbóta fyrir olíufélögin og almenningur greiða hærra verð fyrir eldsneyti en áður, þegar horft er til kílómetragjalda og aukinnar álagningar á dælunni. Viska hvetur stjórnvöld til að fresta upptöku kílómetragjalda á allar bifreiðar á árinu 2026 og halda gjöldum á eldsneyti óbreyttum, í það minnsta þangað til að verðbólgan nær markmiði og stjórnvöld hafa tryggt viðunandi eftirlit með olíufélögunum. Minnst 4 milljarða skattahækkun líkleg vegna séreignarúrræðisins Í umsögn Visku um fjárlagafrumvarpið er bent á að virði “almennrar heimildar til ráðstöfunar séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán” jafngildi rúmlega 7 milljörðum í skattaafslátt miðað við núverandi notkun. Síðan þá hefur ríkisstjórnin boðað afnám úrræðisins að hluta á árinu 2026 með þeim orðum að „allir eigendur íbúða muni geta nýtt sér heimildina í 10 ár”. Leiða má líkum að því að stjórnvöld hafi í hyggju að veita öllum 10 ára glugga til að nýta heimildina frá fyrstu nýtingu, óháð því hversu mikið úrræðið er nýtt. Ef 50% þeirra sem nýtt hafa úrræðið detta út núna um áramótin (sem er varfærið mat) verður því afnuminn skattaafsláttur á árinu 2026 sem nemur minnst tæplega 4 milljörðum króna. Líta má á það afnám sem ígildi skattahækkana. Viska hvetur stjórnvöld til að endurskilgreina 10 ára hámarkið og veita öllum húsnæðiseigendum, sem keyptu húsnæði fyrir 2016, heimild til að nýta ígildi 10 ára skattaafsláttar þ.e. 5 milljónir fyrir einstakling og 7,5 milljónir fyrir hjón. Sú leið tryggir jafnræði allra og er sanngjarnari gagnvart lægri tekjuhópum en núverandi leið. Millistéttin getur ekki tekið á sig meiri byrðar og síaukinn jöfnuð (meira um það síðar) Þótt Viska fagni þeirri viðleitni ríkisstjórnarinnar að koma jafnvægi á fjármálin með aukinni tekjuöflun bendir Viska á að millitekjuhópar og efri millitekjuhópar eru þegar skattlagðir í botn á Íslandi. Helmingur þjóðarinnar greiðir nær enga beina skatta þegar leiðrétt er fyrir tilfærslum og millistéttin hefur þegar greitt mikið fyrir jöfnuðinn. Með krónutöluhækkunum og tilfærslu barna- og vaxtabóta til lægri tekjuhópa. Bótakerfin á Íslandi eru mun lágtekjumiðaðri en á öðrum Norðurlöndum og skattlagning, þegar einnig er horft til skyldugreiðslna utan skatta, er hærri en á mörgum öðrum Norðurlöndum. Viska mun fjalla nánar um stöðu millitekjuhópa á Íslandi á nýju ári í samanburði Norðurlanda. Meira um það síðar. Höfundur er hagfræðingur Visku stéttarfélags, stærsta stéttarfélags háskólamenntaðra á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Hilmarsson Kílómetragjald Skattar, tollar og gjöld Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Allt bendir til að upptaka kílómetragjalda á næsta ári muni auka hagnað olíufélaga á kostnað almennings og breyting á „almennri heimild til skattfrjálsrar ráðstöfunar séreignar inn á húsnæðislán“ jafngildi milljörðum í skattahækkun á millistéttina. Viska hvetur stjórnvöld til að endurskoða eða fresta áformum um álagningu kílómetragjalda og veita öllum húsnæðiseigendum heimild til hámarksnýtingar í séreignarleiðinni. Kílómetragjöld á almenning og aukin álagning á eldsneyti á nýju ári Stjórnvöld hafa boðað upptöku kílómetragjalda á allar bifreiðar á næsta ári og tilsvarandi niðurfellingu olíugjalda og vörugjalda. Gert er ráð fyrir að niðurfelling olíugjalda og vörugjalda á árinu 2026, upp á rúmlega 20 milljarða króna m.v. horfur ársins 2025, muni að fullu skila sér í lækkuðu eldsneytisverði á dælu. Viska bendir á, rétt eins og Alþýðusambandið hefur ítrekað gert, að olíufélögin hafa engan hvata til að skila niðurfellingu gjalda að fullu til neytenda og stjórnvöld hafa ekki í hyggju að hafa eftirlit með verðinu. Álagning á eldsneyti mun því hækka á nýju ári til hagsbóta fyrir olíufélögin og almenningur greiða hærra verð fyrir eldsneyti en áður, þegar horft er til kílómetragjalda og aukinnar álagningar á dælunni. Viska hvetur stjórnvöld til að fresta upptöku kílómetragjalda á allar bifreiðar á árinu 2026 og halda gjöldum á eldsneyti óbreyttum, í það minnsta þangað til að verðbólgan nær markmiði og stjórnvöld hafa tryggt viðunandi eftirlit með olíufélögunum. Minnst 4 milljarða skattahækkun líkleg vegna séreignarúrræðisins Í umsögn Visku um fjárlagafrumvarpið er bent á að virði “almennrar heimildar til ráðstöfunar séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán” jafngildi rúmlega 7 milljörðum í skattaafslátt miðað við núverandi notkun. Síðan þá hefur ríkisstjórnin boðað afnám úrræðisins að hluta á árinu 2026 með þeim orðum að „allir eigendur íbúða muni geta nýtt sér heimildina í 10 ár”. Leiða má líkum að því að stjórnvöld hafi í hyggju að veita öllum 10 ára glugga til að nýta heimildina frá fyrstu nýtingu, óháð því hversu mikið úrræðið er nýtt. Ef 50% þeirra sem nýtt hafa úrræðið detta út núna um áramótin (sem er varfærið mat) verður því afnuminn skattaafsláttur á árinu 2026 sem nemur minnst tæplega 4 milljörðum króna. Líta má á það afnám sem ígildi skattahækkana. Viska hvetur stjórnvöld til að endurskilgreina 10 ára hámarkið og veita öllum húsnæðiseigendum, sem keyptu húsnæði fyrir 2016, heimild til að nýta ígildi 10 ára skattaafsláttar þ.e. 5 milljónir fyrir einstakling og 7,5 milljónir fyrir hjón. Sú leið tryggir jafnræði allra og er sanngjarnari gagnvart lægri tekjuhópum en núverandi leið. Millistéttin getur ekki tekið á sig meiri byrðar og síaukinn jöfnuð (meira um það síðar) Þótt Viska fagni þeirri viðleitni ríkisstjórnarinnar að koma jafnvægi á fjármálin með aukinni tekjuöflun bendir Viska á að millitekjuhópar og efri millitekjuhópar eru þegar skattlagðir í botn á Íslandi. Helmingur þjóðarinnar greiðir nær enga beina skatta þegar leiðrétt er fyrir tilfærslum og millistéttin hefur þegar greitt mikið fyrir jöfnuðinn. Með krónutöluhækkunum og tilfærslu barna- og vaxtabóta til lægri tekjuhópa. Bótakerfin á Íslandi eru mun lágtekjumiðaðri en á öðrum Norðurlöndum og skattlagning, þegar einnig er horft til skyldugreiðslna utan skatta, er hærri en á mörgum öðrum Norðurlöndum. Viska mun fjalla nánar um stöðu millitekjuhópa á Íslandi á nýju ári í samanburði Norðurlanda. Meira um það síðar. Höfundur er hagfræðingur Visku stéttarfélags, stærsta stéttarfélags háskólamenntaðra á Íslandi.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun