Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 10. desember 2025 16:56 Jóhann Kristófer leggur tónlistarútgáfu sína að veði í deilum sínum við HúbbaBúbba-strákana. Rapparinn Jóhann Kristófer hefur svarað disslagi sem Eyþór Wöhler í HúbbaBúbba birti í gærkvöldi. Jóhann segir sveitina ekki eiga skilið disslag á móti en hann skorar á þá: Sá sem er seinni til að selja upp jólatónleika sína þarf að hætta að gefa út tónlist. Eftir að Eyþór Wöhler, annar helmingur Húbbabúbba, og rapparinn Joey Christ baunuðu hvor á annan á mánudag droppaði Wöhler disslaginu „Lag til 32 ára karlmanns sem er með mig á heilanum“ á Jóhann í gærkvöldi. Eyþór hæddist þar að vinsældum rapparans, sagði hann aldrei vera bókaðan og því hataði hann HúbbaBúbba. Vísir fjallaði um málið í dag og ræddi blaðamaður við stríðandi fylkingar. Jóhann Kristófer sagðist lítið pæla í HúbbaBúbba nema hvað tónlist sveitarinnar hefði slæm líkamleg áhrif á hann. Inntur eftir svörum við því sagði Eyþór að Jóhann væri með sveitina á heilanum því honum gengi sjálfum ekki eins vel og þeim. Eigi ekki skilið disslag Umfjöllunin vakti töluverð viðbrögð og rétt fyrir fjögur nú síðdegis svaraði Jóhann Kristófer fyrir sig á Instagram með myndbandi sem hann titlar „Áskorun á hubabuba“. „Núna er Eyþór Wöhler búinn að droppa versta disslagi sem ég hef nokkurn tímann heyrt. Ég myndi gera disslag á HúbbaBúbba ef þeir ættu það skilið, þeir eiga það bara því miður ekki skilið,“ segir hann í myndbandinu. „Ég held ég tali fyrir hönd allra þegar ég segi að það væri bara best ef þeir myndu hætta að gera lög. Þar sem er eiginlega verst við þetta er að þeir eru alltaf að gera lög,“ bætir hann við. View this post on Instagram A post shared by joey (@jhnnkrstfr) Hann leggur því fram áskorun: „Þeir eru með tónleika 19. desember í Austurbæ, ég er með tónleika 20. Sá sem er seinni til að selja upp tónleikana þarf að hætta að gefa út tónlist þanig ég skora á HúbbaBúbba-menn að taka þátt í þessu með mér. Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist,“ segir hann að lokum. Við myndbandið, sem um tíu þúsund manns hafa séð síðastliðinn klukkutímann, skrifar hann: „Losum okkur við þessa gaura fr 🤣“ Tónlist Menning Jól Mest lesið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Lífið Útivinnandi og valið barnleysi með hund að bætast við útivinnandi og valið barnleysi Áskorun Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Bíó og sjónvarp Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Lífið Fleiri fréttir Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Sjá meira
Eftir að Eyþór Wöhler, annar helmingur Húbbabúbba, og rapparinn Joey Christ baunuðu hvor á annan á mánudag droppaði Wöhler disslaginu „Lag til 32 ára karlmanns sem er með mig á heilanum“ á Jóhann í gærkvöldi. Eyþór hæddist þar að vinsældum rapparans, sagði hann aldrei vera bókaðan og því hataði hann HúbbaBúbba. Vísir fjallaði um málið í dag og ræddi blaðamaður við stríðandi fylkingar. Jóhann Kristófer sagðist lítið pæla í HúbbaBúbba nema hvað tónlist sveitarinnar hefði slæm líkamleg áhrif á hann. Inntur eftir svörum við því sagði Eyþór að Jóhann væri með sveitina á heilanum því honum gengi sjálfum ekki eins vel og þeim. Eigi ekki skilið disslag Umfjöllunin vakti töluverð viðbrögð og rétt fyrir fjögur nú síðdegis svaraði Jóhann Kristófer fyrir sig á Instagram með myndbandi sem hann titlar „Áskorun á hubabuba“. „Núna er Eyþór Wöhler búinn að droppa versta disslagi sem ég hef nokkurn tímann heyrt. Ég myndi gera disslag á HúbbaBúbba ef þeir ættu það skilið, þeir eiga það bara því miður ekki skilið,“ segir hann í myndbandinu. „Ég held ég tali fyrir hönd allra þegar ég segi að það væri bara best ef þeir myndu hætta að gera lög. Þar sem er eiginlega verst við þetta er að þeir eru alltaf að gera lög,“ bætir hann við. View this post on Instagram A post shared by joey (@jhnnkrstfr) Hann leggur því fram áskorun: „Þeir eru með tónleika 19. desember í Austurbæ, ég er með tónleika 20. Sá sem er seinni til að selja upp tónleikana þarf að hætta að gefa út tónlist þanig ég skora á HúbbaBúbba-menn að taka þátt í þessu með mér. Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist,“ segir hann að lokum. Við myndbandið, sem um tíu þúsund manns hafa séð síðastliðinn klukkutímann, skrifar hann: „Losum okkur við þessa gaura fr 🤣“
Tónlist Menning Jól Mest lesið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Lífið Útivinnandi og valið barnleysi með hund að bætast við útivinnandi og valið barnleysi Áskorun Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Bíó og sjónvarp Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Lífið Fleiri fréttir Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Sjá meira