Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar 11. desember 2025 11:02 Nýkynnt samgönguáætlun er sigur fyrir ungt fólk og framtíðarkynslóðir því aðgerðarleysi í innviðafjárfestingu kostar okkur. Í byrjun árs kynntu Samtök iðnaðarins og Félag ráðgjafarverkfræðinga skýrslu um ástand íslenskra innviða. Þar var uppsöfnuð viðhaldsþörf í vegakerfinu metin á 265-290 milljarða króna en hafði í sömu úttekt fjórum árum fyrr verið metin á 160-180 milljarða króna. Þetta er ekki nema annað form skuldasöfnunar af hálfu ríkisins þar sem nauðsynlegu viðhaldi er velt á komandi kynslóðir, sem birtist svo ekki í formi aukinnar lántöku heldur í lægra þjónustustigi og óöruggari vegum. Fólk finnur fyrir þessu á hverjum degi, á mörgum stöðum um landið keyrir fólk reglulega um hættulega vegi. Sjálfur fæ ég áminninguna þegar ég keyri yfir Skjálfandabrú í Kinn þar sem skilti minnir mann á að þungir bílar þurfi að finna sér aðra leið því brúin þoli þá ekki. Þetta gerist ekki í tómarúmi, það var síðustu ríkisstjórn mikið keppikefli að ráðast í ófjármagnaðar skattalækkanir fyrir tekjuhæstu hópa samfélagsins og viðhalda þeim skattaglufum sem fyrir voru. Þá þurfti eitthvað undan að láta, það kostar peninga að reka samfélag og ef tekjur ríkissjóðs minnka þá munu opinberir innviðir líða fyrir það. Það var það sem gerðist, í stað þess að greiða fyrir skattalækkanir með því að sækja tekjur annars staðar var leitað allra leiða til að sleppa við að taka ákvörðun. Það var ákveðið að fresta nýframkvæmdum, draga sumsstaðar saman í viðhaldi og láta annað standa í stað því það þótti þægilegra en að eiga hreinskilið samtal við þjóðina. Nú stendur þetta sama fólk í ræðustól Alþingis og gagnrýnir núverandi ríkisstjórn fyrir að gera það sem þau ekki þorðu, að sækja fjármagnið sem til þarf til að viðhalda vegakerfinu og sækja fram í samgöngum og innviðafjárfestingum. Í nýkynntri samgönguáætlun eru fjárframlög til viðhalds og þjónustu á vegum aukin um 7 milljarða, trúverðug jarðgangnaáætlun sett fram og innviðafélag stofnað til að flýta fyrir stærri samgönguframkvæmdum. Biðin eftir nýrri Skjálfandabrú í Kinninni mun meira að segja styttast! Það mikilvægasta er svo að hún er fjármögnuð upp á punkt og prik. Það er nefnilega lítið mál að segja hvað þú vilt gera en málið flækist þegar á að borga fyrir það. Það er eðlilegt að fólk hafi sterkar skoðanir á samgönguáætlun, hún skiptir fólk í dreifðari byggðum öllu máli og það þarf að eiga sér stað gott samtal. Ég vona samt að þingheimur sameinist um að klára þinglega meðferð sem fyrst því aðgerðarleysið er dýrt og verkefnið verður stærra með hverju árinu. Höfundur er forseti Ungs jafnaðarfólks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfylkingin Mest lesið Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Nýkynnt samgönguáætlun er sigur fyrir ungt fólk og framtíðarkynslóðir því aðgerðarleysi í innviðafjárfestingu kostar okkur. Í byrjun árs kynntu Samtök iðnaðarins og Félag ráðgjafarverkfræðinga skýrslu um ástand íslenskra innviða. Þar var uppsöfnuð viðhaldsþörf í vegakerfinu metin á 265-290 milljarða króna en hafði í sömu úttekt fjórum árum fyrr verið metin á 160-180 milljarða króna. Þetta er ekki nema annað form skuldasöfnunar af hálfu ríkisins þar sem nauðsynlegu viðhaldi er velt á komandi kynslóðir, sem birtist svo ekki í formi aukinnar lántöku heldur í lægra þjónustustigi og óöruggari vegum. Fólk finnur fyrir þessu á hverjum degi, á mörgum stöðum um landið keyrir fólk reglulega um hættulega vegi. Sjálfur fæ ég áminninguna þegar ég keyri yfir Skjálfandabrú í Kinn þar sem skilti minnir mann á að þungir bílar þurfi að finna sér aðra leið því brúin þoli þá ekki. Þetta gerist ekki í tómarúmi, það var síðustu ríkisstjórn mikið keppikefli að ráðast í ófjármagnaðar skattalækkanir fyrir tekjuhæstu hópa samfélagsins og viðhalda þeim skattaglufum sem fyrir voru. Þá þurfti eitthvað undan að láta, það kostar peninga að reka samfélag og ef tekjur ríkissjóðs minnka þá munu opinberir innviðir líða fyrir það. Það var það sem gerðist, í stað þess að greiða fyrir skattalækkanir með því að sækja tekjur annars staðar var leitað allra leiða til að sleppa við að taka ákvörðun. Það var ákveðið að fresta nýframkvæmdum, draga sumsstaðar saman í viðhaldi og láta annað standa í stað því það þótti þægilegra en að eiga hreinskilið samtal við þjóðina. Nú stendur þetta sama fólk í ræðustól Alþingis og gagnrýnir núverandi ríkisstjórn fyrir að gera það sem þau ekki þorðu, að sækja fjármagnið sem til þarf til að viðhalda vegakerfinu og sækja fram í samgöngum og innviðafjárfestingum. Í nýkynntri samgönguáætlun eru fjárframlög til viðhalds og þjónustu á vegum aukin um 7 milljarða, trúverðug jarðgangnaáætlun sett fram og innviðafélag stofnað til að flýta fyrir stærri samgönguframkvæmdum. Biðin eftir nýrri Skjálfandabrú í Kinninni mun meira að segja styttast! Það mikilvægasta er svo að hún er fjármögnuð upp á punkt og prik. Það er nefnilega lítið mál að segja hvað þú vilt gera en málið flækist þegar á að borga fyrir það. Það er eðlilegt að fólk hafi sterkar skoðanir á samgönguáætlun, hún skiptir fólk í dreifðari byggðum öllu máli og það þarf að eiga sér stað gott samtal. Ég vona samt að þingheimur sameinist um að klára þinglega meðferð sem fyrst því aðgerðarleysið er dýrt og verkefnið verður stærra með hverju árinu. Höfundur er forseti Ungs jafnaðarfólks.
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar