Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Bjarki Sigurðsson skrifar 11. desember 2025 13:32 Stefán Eiríksson útvarpsstjóri tilkynnti stjórn Ríkisútvarpsins að framkvæmdastjórn hefði tekið ákvörðun um að Ísland yrði ekki með í Eurovision. Vísir/Vilhelm Útvarpsstjóri segir ljóst að einhverjir lagahöfundar muni draga framlög sín til baka úr Söngvakeppni sjónvarpsins í ljósi þess að Ísland verður ekki með Eurovision. Ákvörðun Íslands setji þrýsting á önnur Norðurlönd sem hann telur þó ólíklegt að hætti við þátttöku. Framkvæmdastjórn Ríkisútvarpsins tilkynnti í gær að Ísland yrði ekki með í Eurovision í Austurríki á næsta ári. Þátttaka Ísraels í keppninni yrði til þess að hvorki gleði né friður ríkti um þátttöku Íslands og segir Stefán Eiríksson útvarpsstjóri ákvörðunina því tekna vegna dagskrárlegrasjónarmiða. Snemma í desember sat Stefán fund hjá EBU þar sem tekin var ákvörðun um að leyfa Ísrael að vera með. „Það var mjög áhugavert andrúmsloft þarna á þessum fundi. Það er almennt mikil samstaða milli EBU-ríkjanna almennt, en það er alveg augljóst að þetta einstaka málefni hefur skipt hópnum upp. Þó svo að allir hafi skilning á sjónarmiðum hinna í þessu máli, þá er þetta áhyggjuefni að mínu mati. Bæði fyrir Eurovision og EBU, að það takist ekki að leysa úr þessu flókna máli,“ segir Stefán. Norðurlöndin fylgja ekki Hann telur ákvörðun Íslands verða til þess að þrýstingur aukist á hin Norðurlöndin. Einhverjir útvarpsstjórar hafi haft samband við hann eftir ákvörðunina. „Þau ætla öll að taka þátt í keppninni á næsta ári. En það er ákveðinn blæbrigðamunur hvernig þau nálgast það, með hvaða hætti þau hafa lýst sinni afstöðu yfir. En niðurstaðan er alltaf sú sama, þau ætla enn sem komið er að taka þátt,“ segir Stefán. Enn er óvíst hvað verður um Söngvakeppni sjónvarpsins, sem hefur verið forkeppni Íslands fyrir Eurovision. „Það liggur fyrir að mjög margir af þeim sem sendu lög inn í keppnina voru að því vegna þess að þeir töldu að til stæði að taka þátt í Eurovision. Nú liggur fyrir að svo verður ekki, þannig þær forsendur hafa breyst. Þá förum við bara yfir þetta, eins og hver og einn gerir sömuleiðis,“ segir Stefán. Skemmta landsmönnum með einhverjum hætti Það verði einhver viðburður. „Við skulum bara orða það þannig að hér hjá Ríkisútvarpinu er fullt af góðum hugmyndum og hjá samstarfsaðilum okkar um land allt. Nú förum við að fara vel yfir það og taka ákvörðun um með hvaða hætti við ætlum að skemmta og lyfta upp landsmönnum á næsta ári,“ segir Stefán. Eurovision Eurovision 2026 Ríkisútvarpið Tónlist Austurríki Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Sjá meira
Framkvæmdastjórn Ríkisútvarpsins tilkynnti í gær að Ísland yrði ekki með í Eurovision í Austurríki á næsta ári. Þátttaka Ísraels í keppninni yrði til þess að hvorki gleði né friður ríkti um þátttöku Íslands og segir Stefán Eiríksson útvarpsstjóri ákvörðunina því tekna vegna dagskrárlegrasjónarmiða. Snemma í desember sat Stefán fund hjá EBU þar sem tekin var ákvörðun um að leyfa Ísrael að vera með. „Það var mjög áhugavert andrúmsloft þarna á þessum fundi. Það er almennt mikil samstaða milli EBU-ríkjanna almennt, en það er alveg augljóst að þetta einstaka málefni hefur skipt hópnum upp. Þó svo að allir hafi skilning á sjónarmiðum hinna í þessu máli, þá er þetta áhyggjuefni að mínu mati. Bæði fyrir Eurovision og EBU, að það takist ekki að leysa úr þessu flókna máli,“ segir Stefán. Norðurlöndin fylgja ekki Hann telur ákvörðun Íslands verða til þess að þrýstingur aukist á hin Norðurlöndin. Einhverjir útvarpsstjórar hafi haft samband við hann eftir ákvörðunina. „Þau ætla öll að taka þátt í keppninni á næsta ári. En það er ákveðinn blæbrigðamunur hvernig þau nálgast það, með hvaða hætti þau hafa lýst sinni afstöðu yfir. En niðurstaðan er alltaf sú sama, þau ætla enn sem komið er að taka þátt,“ segir Stefán. Enn er óvíst hvað verður um Söngvakeppni sjónvarpsins, sem hefur verið forkeppni Íslands fyrir Eurovision. „Það liggur fyrir að mjög margir af þeim sem sendu lög inn í keppnina voru að því vegna þess að þeir töldu að til stæði að taka þátt í Eurovision. Nú liggur fyrir að svo verður ekki, þannig þær forsendur hafa breyst. Þá förum við bara yfir þetta, eins og hver og einn gerir sömuleiðis,“ segir Stefán. Skemmta landsmönnum með einhverjum hætti Það verði einhver viðburður. „Við skulum bara orða það þannig að hér hjá Ríkisútvarpinu er fullt af góðum hugmyndum og hjá samstarfsaðilum okkar um land allt. Nú förum við að fara vel yfir það og taka ákvörðun um með hvaða hætti við ætlum að skemmta og lyfta upp landsmönnum á næsta ári,“ segir Stefán.
Eurovision Eurovision 2026 Ríkisútvarpið Tónlist Austurríki Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Sjá meira