Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar 11. desember 2025 14:32 Ég er einn af þeim fjölmörgu Íslendingum sem hafa þurft að treysta á endurhæfingarþjónustu Reykjalundar. Ég er líka einn af þeim sem kom þangað í veikleika, óvissu og ótta, en gekk út aftur sterkari – bæði andlega og líkamlega. Þetta gerðist ekki af sjálfu sér, heldur vegna fólksins sem starfar á Reykjalundi: hjúkrunarfræðinganna, læknanna, sjúkraþjálfaranna, iðjuþjálfaranna, sálfræðinganna, íþróttafræðinganna, næringarfræðinganna og allra hinna sem mynda ósýnilegt en ómetanlegt bakland. Það er ekki hægt að lýsa því með einföldum orðum hvað þessi staður og þetta fólk þýðir fyrir okkur sem höfum þurft á þeim að halda. Þau gefa manni ekki aðeins meðferð – þau gefa von. Þau sjá mann ekki sem verkefni heldur einstakling, með líf, fjölskyldu, drauma og möguleika. Og það er þessi nálgun sem gerir Reykjalund að hjartslætti íslenskrar endurhæfingar. Þegar forstjóri stofnunarinnar stingur niður penna og veltir upp hvort endurhæfing sé happdrætti þá fyllist maður af auðmýkt og þakklæti. Svana Helen bendir á að happdrætti SÍBS er eina uppspretta fjármagns til byggingarframkvæmda á Reykjalundi því hið opinbera greiðir enga leigu fyrir afnot húsnæðisins. Fyrir hönd auðmjúks sjúklings langar mig að rita nokkur orð. Lífsbjargandi þjónusta fyrir allt landið Reykjalundur er stærsta endurhæfingarstöð landsins og þjónar öllum Íslendingum, sama hvar á landinu þeir búa. Þangað leitar fólk eftir veikindi, slys eða langvarandi heilsuvanda – fólk sem þarf sérhæfða endurhæfingu til að komast aftur út í lífið. Fólk sem hefur fetað stíg fyrsta þreps heilbrigðisþjónustu en eru þó enn áttavillt vegna síns krankleika. Margir þeirra þurfa að dvelja á Reykjalundi í lengri tíma, jafnvel fjarri heimili sínu, og því er ómetanlegt að til staðar séu gistirými og stuðningsumhverfi sem gera fólki kleift að einbeita sér að bataferlinu. Reykjalundur er jafnframt einn stærsti vinnustaður Mosfellsbæjar. Þar starfar fjöldi fagfólks sem hefur byggt upp sérþekkingu sem ekki er hægt að kaupa eða búa til á einni nóttu. Þessi mannauður er ein dýrmætasta auðlind heilbrigðiskerfisins – og ábyrgð okkar er að tryggja að hann fái að dafna. Merkileg saga og samfélagslegt hlutverk Reykjalundur er heilbrigðisstofnun í eigu SÍBS og á rætur sínar í berklavarnirnar árið 1945. Stofnunin fagnar því 80 ára afmæli í ár og í tilefni afmælisins er að koma út bók sem fagnað verður á afmælishátíð. Fyrstu fimmtán árin dvöldu þar eingöngu berklasjúklingar, en þegar sú ógn hvarf tók við nýr kafli: þróun í alhliða endurhæfingarmiðstöð. Það er ótrúlegt að hugsa til þess að meiri hluti nýbygginga og viðhalds á húsnæði Reykjalundar í gegnum tíðina hefur verið fjármagnaður af hagnaði Happdrættis SÍBS – en ekki með reglubundnu fjármagni frá ríkinu. Sú staðreynd er bæði til marks um fórnfýsi SÍBS og ábyrgðarleysi stjórnvalda í gegnum tíðina. Átta sérhæfð teymi – eitt sameiginlegt markmið Endurhæfing á Reykjalundi byggir á teymisvinnu. Þar starfa átta sérhæfð meðferðarteymi auk Miðgarðs sem veitir sólarhringsþjónustu. Þetta er heill heimur samvinnu, mannúðar og sérfræðiþekkingar. Þar er markmiðið alltaf það sama: Að sjúklingar endurheimti fyrri getu sína eða bæti heilsu sína til að geta flogið aftur út í lífið – til fjölskyldu sinnar og vina. Sem sjúklingur finnur maður þetta í hverju skrefi – að allir vinna saman fyrir mann. Enginn er skilinn eftir. Allir eru mikilvægir hlekkir í keðjunni sem skilar lífi til baka. En húsnæðið ber ekki lengur þjónustuna Árið 2023 var gerð úttekt á húsnæði Reykjalundar vegna gruns um myglu. Niðurstaðan var skýr: óheilnæmt var að dvelja í hluta húsnæðisins. Í kjölfarið þurfti að loka hluta húsnæðisins – á endurhæfingarstofnun sem þjónar veikasta fólki landsins. Úttekt Verksýnar sýndi meðal annars: að endurnýja þurfi þök, þakdúk og hluta glugga, að innviðir kjallara séu ónýtir og þurfi heildarendurbætur, að skolplagnir undir botnplötu séu ónýtar, að loftræsting sé ófullnægjandi á mörgum stöðum, að baðherbergi og gólfefni á vistherbergjum þurfi endurnýjun. Einnig kom fram að húsnæði fyrir landsbyggðarsjúklinga væri illa farið og í sumum tilfellum óhæft til búsetu. Þetta er ekki boðlegt. Ekki fyrir sjúklinga sem þurfa heilnæmt og öruggt umhverfi. Ekki fyrir starfsfólk sem vinnur myrkrið úr degi við að hjálpa öðrum. Ekki í samfélagi sem segist setja fólkið í forgrunn. Heilbrigðisstefna og stjórnarsáttmáli – orð sem þurfa að verða að verki Í heilbrigðisstefnu til 2030 var sett fram skýr framtíðarsýn um að setja fólkið í forgrunn og tryggja sterka innviði, gott skipulag og hæft starfsfólk. Í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar kemur fram að innviði eigi að efla og heilbrigðis- og velferðarþjónusta verði styrkt. Hér liggur því prófraun. Hér skiptir máli hvernig við bregðumst við. Reykjalundur er sterkur hlekkur heilbrigðisinnviðja sem snertir beint líf þúsunda Íslendinga á hverju ári. Ef þjónustan veikist – þá veikjumst við öll. Þakkir sem ekki verður fullþakkaðar Að lokum langar mig, sem þakklátur sjúklingur, að tala beint til starfsfólks Reykjalundar: Þið hafið breytt lífi mínu og margra annara. Þið hafið hjálpað mér að standa upp þegar ég gat það ekki sjálfur. Þið hafið kennt mér að treysta líkamanum aftur, að trúa á eigin styrk og að horfa fram á við. Þið hafið mætt mér af virðingu, hlýju og fagmennsku – á dögum sem voru erfiðir og á dögum sem voru góðir. Ég veit að þið eruð mörg hver að vinna við krefjandi aðstæður, í gömlu húsnæði sem stenst ekki lengur kröfur nútímans. En þrátt fyrir það, þá blasir við sú staðreynd að hjarta Reykjalundar slær öflugra en nokkru sinni. Þið haldið því hjarta sláandi – og fyrir það eigið þið öll þakkir að launum. Áskorun til stjórnvalda Á 80 ára afmæli Reykjalundar er kominn tími til að við stöndum öll með þessari stofnun. Að stjórnvöld horfist í augu við alvarleika stöðunnar og fjárfesti í húsnæði sem stenst heilsuverndarstaðla og sómir sér fyrir stærstu endurhæfingarstöð landsins. Að stjórnvöld taki höndum saman með óeigingjörnu starfsfólki SÍBS og Reykjalunds og hugsi lausna til framtíðar. Reykjalundur hefur staðið vörð um heilsu þjóðarinnar í átta áratugi. Nú er okkar að standa vörð um Reykjalund! Höfundur er sjúklingur í bata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Ég er einn af þeim fjölmörgu Íslendingum sem hafa þurft að treysta á endurhæfingarþjónustu Reykjalundar. Ég er líka einn af þeim sem kom þangað í veikleika, óvissu og ótta, en gekk út aftur sterkari – bæði andlega og líkamlega. Þetta gerðist ekki af sjálfu sér, heldur vegna fólksins sem starfar á Reykjalundi: hjúkrunarfræðinganna, læknanna, sjúkraþjálfaranna, iðjuþjálfaranna, sálfræðinganna, íþróttafræðinganna, næringarfræðinganna og allra hinna sem mynda ósýnilegt en ómetanlegt bakland. Það er ekki hægt að lýsa því með einföldum orðum hvað þessi staður og þetta fólk þýðir fyrir okkur sem höfum þurft á þeim að halda. Þau gefa manni ekki aðeins meðferð – þau gefa von. Þau sjá mann ekki sem verkefni heldur einstakling, með líf, fjölskyldu, drauma og möguleika. Og það er þessi nálgun sem gerir Reykjalund að hjartslætti íslenskrar endurhæfingar. Þegar forstjóri stofnunarinnar stingur niður penna og veltir upp hvort endurhæfing sé happdrætti þá fyllist maður af auðmýkt og þakklæti. Svana Helen bendir á að happdrætti SÍBS er eina uppspretta fjármagns til byggingarframkvæmda á Reykjalundi því hið opinbera greiðir enga leigu fyrir afnot húsnæðisins. Fyrir hönd auðmjúks sjúklings langar mig að rita nokkur orð. Lífsbjargandi þjónusta fyrir allt landið Reykjalundur er stærsta endurhæfingarstöð landsins og þjónar öllum Íslendingum, sama hvar á landinu þeir búa. Þangað leitar fólk eftir veikindi, slys eða langvarandi heilsuvanda – fólk sem þarf sérhæfða endurhæfingu til að komast aftur út í lífið. Fólk sem hefur fetað stíg fyrsta þreps heilbrigðisþjónustu en eru þó enn áttavillt vegna síns krankleika. Margir þeirra þurfa að dvelja á Reykjalundi í lengri tíma, jafnvel fjarri heimili sínu, og því er ómetanlegt að til staðar séu gistirými og stuðningsumhverfi sem gera fólki kleift að einbeita sér að bataferlinu. Reykjalundur er jafnframt einn stærsti vinnustaður Mosfellsbæjar. Þar starfar fjöldi fagfólks sem hefur byggt upp sérþekkingu sem ekki er hægt að kaupa eða búa til á einni nóttu. Þessi mannauður er ein dýrmætasta auðlind heilbrigðiskerfisins – og ábyrgð okkar er að tryggja að hann fái að dafna. Merkileg saga og samfélagslegt hlutverk Reykjalundur er heilbrigðisstofnun í eigu SÍBS og á rætur sínar í berklavarnirnar árið 1945. Stofnunin fagnar því 80 ára afmæli í ár og í tilefni afmælisins er að koma út bók sem fagnað verður á afmælishátíð. Fyrstu fimmtán árin dvöldu þar eingöngu berklasjúklingar, en þegar sú ógn hvarf tók við nýr kafli: þróun í alhliða endurhæfingarmiðstöð. Það er ótrúlegt að hugsa til þess að meiri hluti nýbygginga og viðhalds á húsnæði Reykjalundar í gegnum tíðina hefur verið fjármagnaður af hagnaði Happdrættis SÍBS – en ekki með reglubundnu fjármagni frá ríkinu. Sú staðreynd er bæði til marks um fórnfýsi SÍBS og ábyrgðarleysi stjórnvalda í gegnum tíðina. Átta sérhæfð teymi – eitt sameiginlegt markmið Endurhæfing á Reykjalundi byggir á teymisvinnu. Þar starfa átta sérhæfð meðferðarteymi auk Miðgarðs sem veitir sólarhringsþjónustu. Þetta er heill heimur samvinnu, mannúðar og sérfræðiþekkingar. Þar er markmiðið alltaf það sama: Að sjúklingar endurheimti fyrri getu sína eða bæti heilsu sína til að geta flogið aftur út í lífið – til fjölskyldu sinnar og vina. Sem sjúklingur finnur maður þetta í hverju skrefi – að allir vinna saman fyrir mann. Enginn er skilinn eftir. Allir eru mikilvægir hlekkir í keðjunni sem skilar lífi til baka. En húsnæðið ber ekki lengur þjónustuna Árið 2023 var gerð úttekt á húsnæði Reykjalundar vegna gruns um myglu. Niðurstaðan var skýr: óheilnæmt var að dvelja í hluta húsnæðisins. Í kjölfarið þurfti að loka hluta húsnæðisins – á endurhæfingarstofnun sem þjónar veikasta fólki landsins. Úttekt Verksýnar sýndi meðal annars: að endurnýja þurfi þök, þakdúk og hluta glugga, að innviðir kjallara séu ónýtir og þurfi heildarendurbætur, að skolplagnir undir botnplötu séu ónýtar, að loftræsting sé ófullnægjandi á mörgum stöðum, að baðherbergi og gólfefni á vistherbergjum þurfi endurnýjun. Einnig kom fram að húsnæði fyrir landsbyggðarsjúklinga væri illa farið og í sumum tilfellum óhæft til búsetu. Þetta er ekki boðlegt. Ekki fyrir sjúklinga sem þurfa heilnæmt og öruggt umhverfi. Ekki fyrir starfsfólk sem vinnur myrkrið úr degi við að hjálpa öðrum. Ekki í samfélagi sem segist setja fólkið í forgrunn. Heilbrigðisstefna og stjórnarsáttmáli – orð sem þurfa að verða að verki Í heilbrigðisstefnu til 2030 var sett fram skýr framtíðarsýn um að setja fólkið í forgrunn og tryggja sterka innviði, gott skipulag og hæft starfsfólk. Í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar kemur fram að innviði eigi að efla og heilbrigðis- og velferðarþjónusta verði styrkt. Hér liggur því prófraun. Hér skiptir máli hvernig við bregðumst við. Reykjalundur er sterkur hlekkur heilbrigðisinnviðja sem snertir beint líf þúsunda Íslendinga á hverju ári. Ef þjónustan veikist – þá veikjumst við öll. Þakkir sem ekki verður fullþakkaðar Að lokum langar mig, sem þakklátur sjúklingur, að tala beint til starfsfólks Reykjalundar: Þið hafið breytt lífi mínu og margra annara. Þið hafið hjálpað mér að standa upp þegar ég gat það ekki sjálfur. Þið hafið kennt mér að treysta líkamanum aftur, að trúa á eigin styrk og að horfa fram á við. Þið hafið mætt mér af virðingu, hlýju og fagmennsku – á dögum sem voru erfiðir og á dögum sem voru góðir. Ég veit að þið eruð mörg hver að vinna við krefjandi aðstæður, í gömlu húsnæði sem stenst ekki lengur kröfur nútímans. En þrátt fyrir það, þá blasir við sú staðreynd að hjarta Reykjalundar slær öflugra en nokkru sinni. Þið haldið því hjarta sláandi – og fyrir það eigið þið öll þakkir að launum. Áskorun til stjórnvalda Á 80 ára afmæli Reykjalundar er kominn tími til að við stöndum öll með þessari stofnun. Að stjórnvöld horfist í augu við alvarleika stöðunnar og fjárfesti í húsnæði sem stenst heilsuverndarstaðla og sómir sér fyrir stærstu endurhæfingarstöð landsins. Að stjórnvöld taki höndum saman með óeigingjörnu starfsfólki SÍBS og Reykjalunds og hugsi lausna til framtíðar. Reykjalundur hefur staðið vörð um heilsu þjóðarinnar í átta áratugi. Nú er okkar að standa vörð um Reykjalund! Höfundur er sjúklingur í bata.
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun