Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar 12. desember 2025 09:01 Nú þegar jólin nálgast og stressið og hraðinn tekur völdin þá er mikilvægt að ná ró. Jólin eru einmitt tíminn sem hægt er að nota til að tengjast sjálfum sér og fólkinu sínu betur. Tíminn milli jólaboða og sælgætisáts getur verið vel nýttur, og þar kemur stóísk heimspeki fullkomnlega inn. Þar eru lexíur sem hver og einn getur tekið með sér inn í daginn sinn og nýja árið. Hvað er stóísk heimspeki? Stóísk heimspeki á rætur sínar að rekja til Grikklands á 3. öld f.Kr., stofnuð af Zeno frá Citium. Hún snýst í grunninn um að lifa í samræmi við rökræna hugsun, náttúruna og innri ró. Kjarninn í því er að skilja á milli þess sem þú sem einstaklingur hefur stjórn á eins og viðhorfum, viðbrögðum og að einhverju leiti hugsunum, og þess sem þú hefur ekki stjórn á, eins og skoðunum annarra, fortíð og framtíð. Þegar ég nefni hugsanir er ég alls ekki að meina að við getum stjórnað hugsunum okkar. En það er hægt að gangast við þeim og taka bara eftir þeim. Þá ertu að aðskilja sjálfan þig frá þeim hugsunum sem koma upp. Þar með að aftengjast þínu eigin egoi Egoið virðist í dag vera að stjórna öllum. Streitan og hraðinn keyrir marga í uppgjöf og kulnun. Það birtist líka í innri hvötum eins og löngun til að græða meiri peninga, fara fleiri utanlandsferðir og eignast flottari bíla en Jói nágranni. Ef horft er á stærra samhengið, þegar fólk er of tengt eigin egoi, eins og við sjáum í núverandi hernaðarátökum víða um heim. Þar sem trúarbrögð eða hugmyndafræði fær fólk til að fara í stríð og jafnvel drepa náungann vegna ótta við að missa eitthvað sem það skilgreinir sem „sitt“. En hvernig getur þú nýtt þér þennan ævaforna boðskap sem stóísk heimspeki er? Það gerir þú með því að sleppa sögunum sem þú heldur um sjálfan þig og aðra. Fyrir mitt leyti þýðir það að hætta stundum að hugsa um Magnús Jóhann sem einkaþjálfara, borðtennisleikmann, hlaupara og einhvers konar áhrifavald. Þess í stað að vera tengdur tilfinningum mínum, líkama og þakklæti fyrir það að vera til. Það er nú alveg sturlað að ég og þú, kæri lesandi, erum gangandi á þessari jörð, andandi að okkur súrefni, flest með mat á disknum okkar og vonandi með þak yfir höfuðið. Ég legg til að stóísk heimspeki ætti að vera kennd í öllum grunnskólum landsins. Ég kynntist henni ekki í gegnum skólakerfi landsins, hvorki grunnskóla, menntaskóla né háskóla. Ég kynntist henni í gegnum í samfélagsmiðla eins og youtube og erlend hlaðvörp. Ég las bækur og æfði mig markvist í þessari tækni sem hefur hjálpað mér gífurlega að ná þeim árangri sem ég hef í dag. Ég trúi því að það gæti verið ómetanlegt fyrir ungt fólk að kynnast þessari stóísku heimspeki sem fyrst og byrja að tileinka sér tækni hennar. Þannig getur þú lesandi góður strax í dag fengið að upplifa gleðina og frelsið sem felst í því að vera hér og nú. Kennum börnum landsins íhugun og tileinkum okkur meiri stóíska heimspeki. Því það er alveg hægt. Þú þarft ekki að fara til Balí á jóganámskeið eða hlaupa 100 km til að upplifa þetta. Það er hægt hér og nú. Þannig náum að minnka stressið og ná meiri ró. Gleðileg jól. Höfundur er einkaþjálfari og heilsuráðgjafi í Hreyfingu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jól Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hernaðaríhlutun og mannréttindi í Venesúela Volker Türk skrifar Skoðun Er verið að svelta millistéttina til hlýðni? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Nú þegar jólin nálgast og stressið og hraðinn tekur völdin þá er mikilvægt að ná ró. Jólin eru einmitt tíminn sem hægt er að nota til að tengjast sjálfum sér og fólkinu sínu betur. Tíminn milli jólaboða og sælgætisáts getur verið vel nýttur, og þar kemur stóísk heimspeki fullkomnlega inn. Þar eru lexíur sem hver og einn getur tekið með sér inn í daginn sinn og nýja árið. Hvað er stóísk heimspeki? Stóísk heimspeki á rætur sínar að rekja til Grikklands á 3. öld f.Kr., stofnuð af Zeno frá Citium. Hún snýst í grunninn um að lifa í samræmi við rökræna hugsun, náttúruna og innri ró. Kjarninn í því er að skilja á milli þess sem þú sem einstaklingur hefur stjórn á eins og viðhorfum, viðbrögðum og að einhverju leiti hugsunum, og þess sem þú hefur ekki stjórn á, eins og skoðunum annarra, fortíð og framtíð. Þegar ég nefni hugsanir er ég alls ekki að meina að við getum stjórnað hugsunum okkar. En það er hægt að gangast við þeim og taka bara eftir þeim. Þá ertu að aðskilja sjálfan þig frá þeim hugsunum sem koma upp. Þar með að aftengjast þínu eigin egoi Egoið virðist í dag vera að stjórna öllum. Streitan og hraðinn keyrir marga í uppgjöf og kulnun. Það birtist líka í innri hvötum eins og löngun til að græða meiri peninga, fara fleiri utanlandsferðir og eignast flottari bíla en Jói nágranni. Ef horft er á stærra samhengið, þegar fólk er of tengt eigin egoi, eins og við sjáum í núverandi hernaðarátökum víða um heim. Þar sem trúarbrögð eða hugmyndafræði fær fólk til að fara í stríð og jafnvel drepa náungann vegna ótta við að missa eitthvað sem það skilgreinir sem „sitt“. En hvernig getur þú nýtt þér þennan ævaforna boðskap sem stóísk heimspeki er? Það gerir þú með því að sleppa sögunum sem þú heldur um sjálfan þig og aðra. Fyrir mitt leyti þýðir það að hætta stundum að hugsa um Magnús Jóhann sem einkaþjálfara, borðtennisleikmann, hlaupara og einhvers konar áhrifavald. Þess í stað að vera tengdur tilfinningum mínum, líkama og þakklæti fyrir það að vera til. Það er nú alveg sturlað að ég og þú, kæri lesandi, erum gangandi á þessari jörð, andandi að okkur súrefni, flest með mat á disknum okkar og vonandi með þak yfir höfuðið. Ég legg til að stóísk heimspeki ætti að vera kennd í öllum grunnskólum landsins. Ég kynntist henni ekki í gegnum skólakerfi landsins, hvorki grunnskóla, menntaskóla né háskóla. Ég kynntist henni í gegnum í samfélagsmiðla eins og youtube og erlend hlaðvörp. Ég las bækur og æfði mig markvist í þessari tækni sem hefur hjálpað mér gífurlega að ná þeim árangri sem ég hef í dag. Ég trúi því að það gæti verið ómetanlegt fyrir ungt fólk að kynnast þessari stóísku heimspeki sem fyrst og byrja að tileinka sér tækni hennar. Þannig getur þú lesandi góður strax í dag fengið að upplifa gleðina og frelsið sem felst í því að vera hér og nú. Kennum börnum landsins íhugun og tileinkum okkur meiri stóíska heimspeki. Því það er alveg hægt. Þú þarft ekki að fara til Balí á jóganámskeið eða hlaupa 100 km til að upplifa þetta. Það er hægt hér og nú. Þannig náum að minnka stressið og ná meiri ró. Gleðileg jól. Höfundur er einkaþjálfari og heilsuráðgjafi í Hreyfingu.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun