Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson og Björn Þór Hermannsson skrifa 15. desember 2025 13:02 Í grein eftir forstjóra Sýnar sem birtist á Vísi 5. desember sl. undir yfirskriftinni Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn er m.a. vikið að þróun þjónustu- og auglýsingatekna Ríkisútvarpsins (RÚV). Tilefni þessarar greinar er að leiðrétta rangfærslur í þeirri grein og koma á framfæri réttum upplýsingum um rekstur og fjármögnun RÚV. 1. Í greininni er ranglega farið með forsendur um framlög ríkisins til RÚV bæði fyrir árið 2016 og 2025 og skeikar þar hundruðum milljóna króna. Það leiðir til þess að ályktun um nær fjórðungs raunaukningu rekstrarframlaga úr ríkissjóði á árunum 2016-2025 er talsvert fjarri lagi. Af því leiðir enn fremur að fullyrðingin um að framlag á hvern landsmann hafi að raunvirði fylgt mannfjöldaþróun stenst ekki en Íslendingum hefur fjölgað um rétt tæp 20% á þessum tíma. 2. Í greininni kemur fram að auglýsingatekjur á öllu tímabilinu 2016-2025 séu samtals 27 milljarðar á verðlagi ársins 2025. Hér er einungis litið til samanlagðra auglýsingatekna á öllu tímabilinu en algjörlega horft fram hjá því hver þróunin hefur verið sl. 10-15 ár, sem er það sem skiptir máli fyrir fjármögnun og daglegan rekstur RÚV. Staðreyndin er sú að auglýsingatekjur RÚV, eins og annarra íslenskra fjölmiðla, hafa á föstu verðlagi farið lækkandi á því tímabili sem fjallað er um í greininni og raunar frá árinu 2012. Þessi þróun er þvert á ítrekaða umræðu um meinta aukningu auglýsingatekna. RÚV býr við sama veruleika og sömu áskoranir og aðrir fjölmiðlar hvað varðar umfang erlendra tæknirisa á íslenskum auglýsingamarkaði og styttingu auglýsinga í sjónvarpi. Auk þess hafa skorður sem settar voru á kostun og auglýsingasölu RÚV árið 2013 haft veruleg áhrif. 3. Framangreindir tveir tekjustofnar eru 95% af tekjum RÚV. Þegar litið er til þróunar þeirra á föstu verðlagi út frá þróun launa og verðlags á árunum 2016-2025 þá hafa þeir rýrnað um tæplega 10% undanfarinn áratug. Það svarar til um 900 milljóna á núverandi verðlagi. Þessi þróun á megintekjustofnum hefur blasað við stjórnendum RÚV undanfarinn áratug og blasir að óbreyttu áfram við í rekstri næstu ára. 4. Í greininni er fjallað um hlutdeild Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði sem ekki er í samræmi við fyrirliggjandi gögn og greiningar frá Hagstofunni. Hlutdeild Ríkisútvarpsins á innlendum auglýsingamarkaði er rétt undir 20% og hefur það hlutfall verið svipað undanfarna áratugi. Hlutdeild Ríkisútvarpsins á heildarauglýsingamarkaði hér á landi þegar horft er bæði til innlendra og erlendra miðla er innan við 10%. Heildargreiðslur vegna birtingar auglýsinga drógust saman um 3% á árinu 2023 og auglýsingatekjur innlendra miðla drógust saman um nær 10%. Á sama tíma jukust greiðslur til erlendra miðla um 4%. 5. Í greininni er látið að því liggja að sú blandaða leið fjármögnunar hjá Ríkisútvarpinu, með þjónustutekjum og auglýsingatekjum, sem verið hefur við lýði frá upphafi hér á landi, sé óvenjuleg í erlendum samanburði. Staðreyndin er sú að nær 80% allra almannaþjónustumiðla í Evrópu eru fjármagnaðir með þessum blandaða hætti samkvæmt upplýsingum frá EBU. 6. Ríkisútvarpið á í margvíslegu samstarfi við aðra fjölmiðla á Íslandi með það að markmiði að efla og styrkja íslenskt fjölmiðlaumhverfi. Ríkisútvarpið greiðir til að mynda Sýn á hverju ári um hálfan milljarð fyrir dreifingu á efni RÚV í útvarpi og sjónvarpi um land allt. Stefán Eiríksson er útvarpsstjóri og Björn Þór Hermannsson er fjármálastjóri RÚV. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Strandlengjan er útivistarsvæði fólksins – ekki hraðbraut Vilborg Halldórsdóttir Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Krónan er einmitt ekki vandamálið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Æskan er okkar fjársjóður Árni Guðmundsson Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Öryggi Íslands á ólgutímum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Æskan er okkar fjársjóður Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Strandlengjan er útivistarsvæði fólksins – ekki hraðbraut. Vilborg Halldórsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarstefnan og markaðsbrestur á húsnæðismarkaði, þéttingarstefnan, velferð og fagurfræði Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Af hverju opinbert heilbrigðiskerfi? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Umræðan um bólusetningar barna á algjörum villigötum Júlíus Valsson skrifar Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson skrifar Skoðun RÚV, aðgerðasinnar og íslenskan okkar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvað er karlmennska? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Opið bréf til allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis - Þögn löggjafans Arnar Sigurðsson,Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind í vinnugallann og fleiri spádómar fyrir 2026 Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Krónan er einmitt ekki vandamálið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðsmaðurinn, embættið og spurningin sem enginn vill spyrja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Áramótaheit þjóðarinnar: Tryggjum gæðamenntun! Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Í grein eftir forstjóra Sýnar sem birtist á Vísi 5. desember sl. undir yfirskriftinni Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn er m.a. vikið að þróun þjónustu- og auglýsingatekna Ríkisútvarpsins (RÚV). Tilefni þessarar greinar er að leiðrétta rangfærslur í þeirri grein og koma á framfæri réttum upplýsingum um rekstur og fjármögnun RÚV. 1. Í greininni er ranglega farið með forsendur um framlög ríkisins til RÚV bæði fyrir árið 2016 og 2025 og skeikar þar hundruðum milljóna króna. Það leiðir til þess að ályktun um nær fjórðungs raunaukningu rekstrarframlaga úr ríkissjóði á árunum 2016-2025 er talsvert fjarri lagi. Af því leiðir enn fremur að fullyrðingin um að framlag á hvern landsmann hafi að raunvirði fylgt mannfjöldaþróun stenst ekki en Íslendingum hefur fjölgað um rétt tæp 20% á þessum tíma. 2. Í greininni kemur fram að auglýsingatekjur á öllu tímabilinu 2016-2025 séu samtals 27 milljarðar á verðlagi ársins 2025. Hér er einungis litið til samanlagðra auglýsingatekna á öllu tímabilinu en algjörlega horft fram hjá því hver þróunin hefur verið sl. 10-15 ár, sem er það sem skiptir máli fyrir fjármögnun og daglegan rekstur RÚV. Staðreyndin er sú að auglýsingatekjur RÚV, eins og annarra íslenskra fjölmiðla, hafa á föstu verðlagi farið lækkandi á því tímabili sem fjallað er um í greininni og raunar frá árinu 2012. Þessi þróun er þvert á ítrekaða umræðu um meinta aukningu auglýsingatekna. RÚV býr við sama veruleika og sömu áskoranir og aðrir fjölmiðlar hvað varðar umfang erlendra tæknirisa á íslenskum auglýsingamarkaði og styttingu auglýsinga í sjónvarpi. Auk þess hafa skorður sem settar voru á kostun og auglýsingasölu RÚV árið 2013 haft veruleg áhrif. 3. Framangreindir tveir tekjustofnar eru 95% af tekjum RÚV. Þegar litið er til þróunar þeirra á föstu verðlagi út frá þróun launa og verðlags á árunum 2016-2025 þá hafa þeir rýrnað um tæplega 10% undanfarinn áratug. Það svarar til um 900 milljóna á núverandi verðlagi. Þessi þróun á megintekjustofnum hefur blasað við stjórnendum RÚV undanfarinn áratug og blasir að óbreyttu áfram við í rekstri næstu ára. 4. Í greininni er fjallað um hlutdeild Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði sem ekki er í samræmi við fyrirliggjandi gögn og greiningar frá Hagstofunni. Hlutdeild Ríkisútvarpsins á innlendum auglýsingamarkaði er rétt undir 20% og hefur það hlutfall verið svipað undanfarna áratugi. Hlutdeild Ríkisútvarpsins á heildarauglýsingamarkaði hér á landi þegar horft er bæði til innlendra og erlendra miðla er innan við 10%. Heildargreiðslur vegna birtingar auglýsinga drógust saman um 3% á árinu 2023 og auglýsingatekjur innlendra miðla drógust saman um nær 10%. Á sama tíma jukust greiðslur til erlendra miðla um 4%. 5. Í greininni er látið að því liggja að sú blandaða leið fjármögnunar hjá Ríkisútvarpinu, með þjónustutekjum og auglýsingatekjum, sem verið hefur við lýði frá upphafi hér á landi, sé óvenjuleg í erlendum samanburði. Staðreyndin er sú að nær 80% allra almannaþjónustumiðla í Evrópu eru fjármagnaðir með þessum blandaða hætti samkvæmt upplýsingum frá EBU. 6. Ríkisútvarpið á í margvíslegu samstarfi við aðra fjölmiðla á Íslandi með það að markmiði að efla og styrkja íslenskt fjölmiðlaumhverfi. Ríkisútvarpið greiðir til að mynda Sýn á hverju ári um hálfan milljarð fyrir dreifingu á efni RÚV í útvarpi og sjónvarpi um land allt. Stefán Eiríksson er útvarpsstjóri og Björn Þór Hermannsson er fjármálastjóri RÚV.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Skoðun Jafnaðarstefnan og markaðsbrestur á húsnæðismarkaði, þéttingarstefnan, velferð og fagurfræði Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis - Þögn löggjafans Arnar Sigurðsson,Elías Blöndal Guðjónsson skrifar
Skoðun Gervigreind í vinnugallann og fleiri spádómar fyrir 2026 Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun