Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson og Björn Þór Hermannsson skrifa 15. desember 2025 13:02 Í grein eftir forstjóra Sýnar sem birtist á Vísi 5. desember sl. undir yfirskriftinni Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn er m.a. vikið að þróun þjónustu- og auglýsingatekna Ríkisútvarpsins (RÚV). Tilefni þessarar greinar er að leiðrétta rangfærslur í þeirri grein og koma á framfæri réttum upplýsingum um rekstur og fjármögnun RÚV. 1. Í greininni er ranglega farið með forsendur um framlög ríkisins til RÚV bæði fyrir árið 2016 og 2025 og skeikar þar hundruðum milljóna króna. Það leiðir til þess að ályktun um nær fjórðungs raunaukningu rekstrarframlaga úr ríkissjóði á árunum 2016-2025 er talsvert fjarri lagi. Af því leiðir enn fremur að fullyrðingin um að framlag á hvern landsmann hafi að raunvirði fylgt mannfjöldaþróun stenst ekki en Íslendingum hefur fjölgað um rétt tæp 20% á þessum tíma. 2. Í greininni kemur fram að auglýsingatekjur á öllu tímabilinu 2016-2025 séu samtals 27 milljarðar á verðlagi ársins 2025. Hér er einungis litið til samanlagðra auglýsingatekna á öllu tímabilinu en algjörlega horft fram hjá því hver þróunin hefur verið sl. 10-15 ár, sem er það sem skiptir máli fyrir fjármögnun og daglegan rekstur RÚV. Staðreyndin er sú að auglýsingatekjur RÚV, eins og annarra íslenskra fjölmiðla, hafa á föstu verðlagi farið lækkandi á því tímabili sem fjallað er um í greininni og raunar frá árinu 2012. Þessi þróun er þvert á ítrekaða umræðu um meinta aukningu auglýsingatekna. RÚV býr við sama veruleika og sömu áskoranir og aðrir fjölmiðlar hvað varðar umfang erlendra tæknirisa á íslenskum auglýsingamarkaði og styttingu auglýsinga í sjónvarpi. Auk þess hafa skorður sem settar voru á kostun og auglýsingasölu RÚV árið 2013 haft veruleg áhrif. 3. Framangreindir tveir tekjustofnar eru 95% af tekjum RÚV. Þegar litið er til þróunar þeirra á föstu verðlagi út frá þróun launa og verðlags á árunum 2016-2025 þá hafa þeir rýrnað um tæplega 10% undanfarinn áratug. Það svarar til um 900 milljóna á núverandi verðlagi. Þessi þróun á megintekjustofnum hefur blasað við stjórnendum RÚV undanfarinn áratug og blasir að óbreyttu áfram við í rekstri næstu ára. 4. Í greininni er fjallað um hlutdeild Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði sem ekki er í samræmi við fyrirliggjandi gögn og greiningar frá Hagstofunni. Hlutdeild Ríkisútvarpsins á innlendum auglýsingamarkaði er rétt undir 20% og hefur það hlutfall verið svipað undanfarna áratugi. Hlutdeild Ríkisútvarpsins á heildarauglýsingamarkaði hér á landi þegar horft er bæði til innlendra og erlendra miðla er innan við 10%. Heildargreiðslur vegna birtingar auglýsinga drógust saman um 3% á árinu 2023 og auglýsingatekjur innlendra miðla drógust saman um nær 10%. Á sama tíma jukust greiðslur til erlendra miðla um 4%. 5. Í greininni er látið að því liggja að sú blandaða leið fjármögnunar hjá Ríkisútvarpinu, með þjónustutekjum og auglýsingatekjum, sem verið hefur við lýði frá upphafi hér á landi, sé óvenjuleg í erlendum samanburði. Staðreyndin er sú að nær 80% allra almannaþjónustumiðla í Evrópu eru fjármagnaðir með þessum blandaða hætti samkvæmt upplýsingum frá EBU. 6. Ríkisútvarpið á í margvíslegu samstarfi við aðra fjölmiðla á Íslandi með það að markmiði að efla og styrkja íslenskt fjölmiðlaumhverfi. Ríkisútvarpið greiðir til að mynda Sýn á hverju ári um hálfan milljarð fyrir dreifingu á efni RÚV í útvarpi og sjónvarpi um land allt. Stefán Eiríksson er útvarpsstjóri og Björn Þór Hermannsson er fjármálastjóri RÚV. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata Skoðun Hvað er húsfélag? Jónína Þórdís Karlsdóttir Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson Skoðun Klám Guðmundur Brynjólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata skrifar Skoðun Læsisátök Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Eru opinberir starfsmenn ekki íbúar? Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Lesskilningur, lesblinda og lýðræðið Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar: Umhyggja og framfarir Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes skrifar Skoðun Skálum fyrir íslensku þversögninni Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvað er húsfélag? Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Það er hægt að snúa við verri stöðu en er í Reykjavík í dag Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson skrifar Skoðun Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Heilnæmt umhverfi – má brjóta verkefnið upp? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Fyrir heimabæinn minn Hilmar Gunnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Þegar kristin trú er sögð án krossins — Hvar sagan byrjar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hver er sinnar gæfu smiður, hver er næstur sjálfum sér Jón Þór Júlíusson skrifar Skoðun Samráðsleysi um atvinnuleysistryggingar er feigðarflan Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Gefum íslensku séns Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson skrifar Skoðun Hvenær er það besta nógu gott? Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð íslenskrar líftækni Jens Bjarnason skrifar Skoðun Sjókvíaeldi og framtíð villta laxins Brynjar Arnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Í grein eftir forstjóra Sýnar sem birtist á Vísi 5. desember sl. undir yfirskriftinni Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn er m.a. vikið að þróun þjónustu- og auglýsingatekna Ríkisútvarpsins (RÚV). Tilefni þessarar greinar er að leiðrétta rangfærslur í þeirri grein og koma á framfæri réttum upplýsingum um rekstur og fjármögnun RÚV. 1. Í greininni er ranglega farið með forsendur um framlög ríkisins til RÚV bæði fyrir árið 2016 og 2025 og skeikar þar hundruðum milljóna króna. Það leiðir til þess að ályktun um nær fjórðungs raunaukningu rekstrarframlaga úr ríkissjóði á árunum 2016-2025 er talsvert fjarri lagi. Af því leiðir enn fremur að fullyrðingin um að framlag á hvern landsmann hafi að raunvirði fylgt mannfjöldaþróun stenst ekki en Íslendingum hefur fjölgað um rétt tæp 20% á þessum tíma. 2. Í greininni kemur fram að auglýsingatekjur á öllu tímabilinu 2016-2025 séu samtals 27 milljarðar á verðlagi ársins 2025. Hér er einungis litið til samanlagðra auglýsingatekna á öllu tímabilinu en algjörlega horft fram hjá því hver þróunin hefur verið sl. 10-15 ár, sem er það sem skiptir máli fyrir fjármögnun og daglegan rekstur RÚV. Staðreyndin er sú að auglýsingatekjur RÚV, eins og annarra íslenskra fjölmiðla, hafa á föstu verðlagi farið lækkandi á því tímabili sem fjallað er um í greininni og raunar frá árinu 2012. Þessi þróun er þvert á ítrekaða umræðu um meinta aukningu auglýsingatekna. RÚV býr við sama veruleika og sömu áskoranir og aðrir fjölmiðlar hvað varðar umfang erlendra tæknirisa á íslenskum auglýsingamarkaði og styttingu auglýsinga í sjónvarpi. Auk þess hafa skorður sem settar voru á kostun og auglýsingasölu RÚV árið 2013 haft veruleg áhrif. 3. Framangreindir tveir tekjustofnar eru 95% af tekjum RÚV. Þegar litið er til þróunar þeirra á föstu verðlagi út frá þróun launa og verðlags á árunum 2016-2025 þá hafa þeir rýrnað um tæplega 10% undanfarinn áratug. Það svarar til um 900 milljóna á núverandi verðlagi. Þessi þróun á megintekjustofnum hefur blasað við stjórnendum RÚV undanfarinn áratug og blasir að óbreyttu áfram við í rekstri næstu ára. 4. Í greininni er fjallað um hlutdeild Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði sem ekki er í samræmi við fyrirliggjandi gögn og greiningar frá Hagstofunni. Hlutdeild Ríkisútvarpsins á innlendum auglýsingamarkaði er rétt undir 20% og hefur það hlutfall verið svipað undanfarna áratugi. Hlutdeild Ríkisútvarpsins á heildarauglýsingamarkaði hér á landi þegar horft er bæði til innlendra og erlendra miðla er innan við 10%. Heildargreiðslur vegna birtingar auglýsinga drógust saman um 3% á árinu 2023 og auglýsingatekjur innlendra miðla drógust saman um nær 10%. Á sama tíma jukust greiðslur til erlendra miðla um 4%. 5. Í greininni er látið að því liggja að sú blandaða leið fjármögnunar hjá Ríkisútvarpinu, með þjónustutekjum og auglýsingatekjum, sem verið hefur við lýði frá upphafi hér á landi, sé óvenjuleg í erlendum samanburði. Staðreyndin er sú að nær 80% allra almannaþjónustumiðla í Evrópu eru fjármagnaðir með þessum blandaða hætti samkvæmt upplýsingum frá EBU. 6. Ríkisútvarpið á í margvíslegu samstarfi við aðra fjölmiðla á Íslandi með það að markmiði að efla og styrkja íslenskt fjölmiðlaumhverfi. Ríkisútvarpið greiðir til að mynda Sýn á hverju ári um hálfan milljarð fyrir dreifingu á efni RÚV í útvarpi og sjónvarpi um land allt. Stefán Eiríksson er útvarpsstjóri og Björn Þór Hermannsson er fjármálastjóri RÚV.
Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar
Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar
Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar
Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar