Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar 16. desember 2025 09:00 Í málefnum um eingreiðsluna sem hefur komið undanfarin ár til öryrkja. Þá skiptir jafnrétti í þessari greiðslu öllu máli. Flokkur Fólksins sannaði að honum er sama, það sannaðist einnig að stjórnarandstöðunni stendur ennþá meira á sama um öryrkja, ellilífeyrisþega og fátækt fólk á Íslandi. Þeim stendur svo mikið á sama að þetta fólk ætti ekki einu sinni að vera á Alþingi. Svo mikil skömm er að þessu. Ýmsar undarlegar afsakanir hafa verið settar fram síðustu vikur um að öryrkjar erlendis hafi það betra og þurfi ekki þessa greiðslu. Þetta er tóm þvæla og gott betur en það. Hvernig kostnaður er settur saman þar sem fólk býr erlendis er mjög mismunandi. Ísland er reyndar í sérflokki í verðhækkunar verðbólgu og vegna skorts á eftirliti, þá hækkar allt stöðugt á Íslandi. Ásamt því að verðtryggingin er að gera íslensku krónuna ennþá meira verðlausa en hún er nú þegar (íslenska krónan er orðin 100% verðlaus miðað við upphafs verðgildi þann 1. Janúar 1981). Öryrkjar sem búa erlendis þurfa einnig að eiga við lækkun á gengi íslensku krónunnar og stöðuga breytingu á gengi íslensku krónunnar í þeim gjaldmiðli sem er notaður þar sem viðkomandi býr. Auk kostnaðar (beint og óbeint) við að millifæra frá Íslandi til ríkis sem viðkomandi býr. Eins og ég hef skrifað í eldri greinum um þetta mál. Þá voru eldri lög um sama málefni án þessa ákvæðis um að öryrkjar þyrftu að vera búsettir á Íslandi. Þessi ákvörðun um að binda þessa greiðslu við lögheimilið á Íslandi virðist hafa verið eingöngu ákvörðun Félags- og húsnæðismálaráðherra sem er Inga Snædal. Það er augljóst að hún hefur einhver horn í fólks sem býr erlendis. Þetta er bara eitt af því sem er ekki gert í stjórnmálum, vegna þess að þetta er ekki lögleg aðgerð miðað við alþjóðlega samninga sem Íslandi er aðili að. Sá samningur er auðvitað EES samningurinn og síðan stjórnarskrá Íslands, þar sem mismunun er bönnuð með öllu. Í lögunum fyrir árið 2025 er einnig ákvæði um tekjutengingu, sem er einnig mjög undarlegt en utan þess sem ég hef verið að fjalla um í mínum greinum um í þessu máli. Ástæða þess að tekjutenging er undarleg er einnig sú að slík takmörkun var einnig ekki að finna í eldri lögum um sömu eingreiðslu. Í stjórnmálum skiptir máli að fylgjast með því hvað fólk gerir. Það skiptir minna máli að fylgjast með því í stjórnmálum fólk segir. Þar sem orð í stjórnmálum eru oft ódýr og jafnvel alveg verðlaus. Sérstaklega hjá slæmum stjórnmálaflokkum sem hugsa aðeins um valdið og peningana. Þeir öryrkjar og ellilífeyrisþegar sem kusu Flokk fólksins ættu að athuga betur hvað þeir kjósa í næstu kosningum. Þar sem ljóst er að þessir hópar fólks skipta bara máli hjá Flokki fólksins þegar kosið er til Alþingis. Verkin núna sýna að utan þess tíma, þá skipta þessir hópar litlu máli og engu máli ef viðkomandi býr erlendis. Stjórnmál snúast um rekstur samfélagsins að mestu leiti. Þau snúast ekki um persónu stjórnmálamanna, eins og margir stjórnmálamenn hafa talið sér trú um. Hluti af þessum rekstri er ekki að mismuna ríkisborgurum Íslands eftir búsetu og í andstöðu við EES samninginn og stjórnarskrá Íslands. Eins og nú er verið að gera. Lausleg athugun hjá mér sýnir að ólíklegt sé hægt að kæra þetta að einhverju leiti. Jafnvel þó svo að þessi bráðabirgðalög séu með öllu ólögmæt vegna þeirrar mismunar sem kemur fram í þessum lögum. Jafnvel þó svo að hægt sé að kæra þetta, þá hefur hinn hefðbundi öryrki ekki efni á dómsmáli, sem mundi taka marga mánuði að auki. Ég bendi einnig á þá staðreynd að í umsögnum um þetta lagafrumvarp, þá var ítrekað bent á að það þyrfti að fella út þá línu að öryrkjar þyrftu að vera með lögheimili á Íslandi. Það voru fleiri en einn umsagnaraðili sem benti á þetta. Þessar umsagnir voru hafðar að engu og var umrædd grein í þessum lögum um eingreiðsluna látin halda sér inni í lögunum. Þvert á ráðleggingar umsagnaraðila varðandi þessi bráðabirgðalög. Höfundur er öryrki, búsettur í Danmörku vegna húsnæðismála á Íslandi og er núna 73.390 kr fátækari vegna ákvörðunar Félags- og húsnæðismálaráðherra í þessu máli. Var alveg nógu blankur fyrir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Frímann Jónsson Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Í málefnum um eingreiðsluna sem hefur komið undanfarin ár til öryrkja. Þá skiptir jafnrétti í þessari greiðslu öllu máli. Flokkur Fólksins sannaði að honum er sama, það sannaðist einnig að stjórnarandstöðunni stendur ennþá meira á sama um öryrkja, ellilífeyrisþega og fátækt fólk á Íslandi. Þeim stendur svo mikið á sama að þetta fólk ætti ekki einu sinni að vera á Alþingi. Svo mikil skömm er að þessu. Ýmsar undarlegar afsakanir hafa verið settar fram síðustu vikur um að öryrkjar erlendis hafi það betra og þurfi ekki þessa greiðslu. Þetta er tóm þvæla og gott betur en það. Hvernig kostnaður er settur saman þar sem fólk býr erlendis er mjög mismunandi. Ísland er reyndar í sérflokki í verðhækkunar verðbólgu og vegna skorts á eftirliti, þá hækkar allt stöðugt á Íslandi. Ásamt því að verðtryggingin er að gera íslensku krónuna ennþá meira verðlausa en hún er nú þegar (íslenska krónan er orðin 100% verðlaus miðað við upphafs verðgildi þann 1. Janúar 1981). Öryrkjar sem búa erlendis þurfa einnig að eiga við lækkun á gengi íslensku krónunnar og stöðuga breytingu á gengi íslensku krónunnar í þeim gjaldmiðli sem er notaður þar sem viðkomandi býr. Auk kostnaðar (beint og óbeint) við að millifæra frá Íslandi til ríkis sem viðkomandi býr. Eins og ég hef skrifað í eldri greinum um þetta mál. Þá voru eldri lög um sama málefni án þessa ákvæðis um að öryrkjar þyrftu að vera búsettir á Íslandi. Þessi ákvörðun um að binda þessa greiðslu við lögheimilið á Íslandi virðist hafa verið eingöngu ákvörðun Félags- og húsnæðismálaráðherra sem er Inga Snædal. Það er augljóst að hún hefur einhver horn í fólks sem býr erlendis. Þetta er bara eitt af því sem er ekki gert í stjórnmálum, vegna þess að þetta er ekki lögleg aðgerð miðað við alþjóðlega samninga sem Íslandi er aðili að. Sá samningur er auðvitað EES samningurinn og síðan stjórnarskrá Íslands, þar sem mismunun er bönnuð með öllu. Í lögunum fyrir árið 2025 er einnig ákvæði um tekjutengingu, sem er einnig mjög undarlegt en utan þess sem ég hef verið að fjalla um í mínum greinum um í þessu máli. Ástæða þess að tekjutenging er undarleg er einnig sú að slík takmörkun var einnig ekki að finna í eldri lögum um sömu eingreiðslu. Í stjórnmálum skiptir máli að fylgjast með því hvað fólk gerir. Það skiptir minna máli að fylgjast með því í stjórnmálum fólk segir. Þar sem orð í stjórnmálum eru oft ódýr og jafnvel alveg verðlaus. Sérstaklega hjá slæmum stjórnmálaflokkum sem hugsa aðeins um valdið og peningana. Þeir öryrkjar og ellilífeyrisþegar sem kusu Flokk fólksins ættu að athuga betur hvað þeir kjósa í næstu kosningum. Þar sem ljóst er að þessir hópar fólks skipta bara máli hjá Flokki fólksins þegar kosið er til Alþingis. Verkin núna sýna að utan þess tíma, þá skipta þessir hópar litlu máli og engu máli ef viðkomandi býr erlendis. Stjórnmál snúast um rekstur samfélagsins að mestu leiti. Þau snúast ekki um persónu stjórnmálamanna, eins og margir stjórnmálamenn hafa talið sér trú um. Hluti af þessum rekstri er ekki að mismuna ríkisborgurum Íslands eftir búsetu og í andstöðu við EES samninginn og stjórnarskrá Íslands. Eins og nú er verið að gera. Lausleg athugun hjá mér sýnir að ólíklegt sé hægt að kæra þetta að einhverju leiti. Jafnvel þó svo að þessi bráðabirgðalög séu með öllu ólögmæt vegna þeirrar mismunar sem kemur fram í þessum lögum. Jafnvel þó svo að hægt sé að kæra þetta, þá hefur hinn hefðbundi öryrki ekki efni á dómsmáli, sem mundi taka marga mánuði að auki. Ég bendi einnig á þá staðreynd að í umsögnum um þetta lagafrumvarp, þá var ítrekað bent á að það þyrfti að fella út þá línu að öryrkjar þyrftu að vera með lögheimili á Íslandi. Það voru fleiri en einn umsagnaraðili sem benti á þetta. Þessar umsagnir voru hafðar að engu og var umrædd grein í þessum lögum um eingreiðsluna látin halda sér inni í lögunum. Þvert á ráðleggingar umsagnaraðila varðandi þessi bráðabirgðalög. Höfundur er öryrki, búsettur í Danmörku vegna húsnæðismála á Íslandi og er núna 73.390 kr fátækari vegna ákvörðunar Félags- og húsnæðismálaráðherra í þessu máli. Var alveg nógu blankur fyrir.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun