Innlent

Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skot­lands og Seyðis­fjarðar

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Norræna fer til Seyðisfjarðar.
Norræna fer til Seyðisfjarðar. Vísir/Egill

Sveitastjórn Múlaþings hyggst taka til skoðunar að hefja ferjusamgöngur milli Seyðisfjarðar og Skotlands. Bæjarfulltrúi telur að slíkt samstarf gæti bætt stöðu atvinnumála.

Helgi Hlynur Ásgrímsson, oddviti Vinstri grænna í sveitarstjórn Múlaþings, lagði fram beiðni um að setja á dagskrá að skoða að koma á ferjusamgöngum milli Seyðisfjarðar og Skotlands. 

Í umfjöllun Austurfréttar segir að á fundinum hafi Helgi bent á að allar nyrstu byggðir Skotlands séu vel tengdar við lestarkerfi Evrópu og að auki gæti út- og innflutningur þaðan verið hagstæður. Þá bentu bæði Helgi og Jónína Brynjólfsdóttir, forseti sveitarstjórnar, á að með nýrri ferju næðist betri nýting á innviði ferjuhafnarinnar á Seyðisfirði.

Nýlega tilkynntu forsvarsmenn Síldarvinnslunnar hf. að fiskmjölsverksmiðju fyrirtækisins á Seyðisfirði yrði lokað vegna versnandi rekstrarumhverfis slíkra verksmiðja. Helgi hafi bent á að staða atvinnumála á svæðinu sé löskuð eftir brotthvarf Síldarvinnslunnar.

Á fundinum var samþykkt að vísa málinu til frekari vinnslu hjá byggðarráði og síðan til kynningar hjá umhverfis- og framkvæmdaráði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×