Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Atli Ísleifsson skrifar 26. desember 2025 07:38 Skjáskot úr myndbandi varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna sem sagt er sýna þegar eldflaugum er hleypt frá herskipi Bandaríkjahers. DoW Donald Trump Bandaríkjaforseti fyrirskipaði hernaðarárásir Bandaríkjahers á skotmörk hryðjuverkasamtakanna sem kennd eru við Íslamskt ríki (ISIS) í norðvesturhluta Nígeríu í gærkvöldi. Forsetinn bandaríski lýsti samtökunum sem „hryðjuverkaúrhrökum“ og sakaði þá um að ofsækja og drepa saklausa, kristna menn. Í frétt BBC segir að árásirnar hafi verið „margar“ og „fullkomnar“, en talsmenn Bandaríkjahers í Afríku, Africom, sögðu árásirnar hafa verið framkvæmdar í samráði við nígerísk stjórnvöld í Sokoto-héraði. Nígeríski utanríkisráðherrann Yusuf Maitama Tuggar sagði breska ríkisútvarpinu að þetta hafi verið „sameiginleg aðgerð“ sem hafi beinst að „hryðjuverkamönnum“ og hafi „ekkert að gera með ákveðin trúarbrögð“. Hann sagði að skipulagning aðgerðanna hafi staðið yfir í nokkurn tíma og að notast hafi verið við gögn frá leyniþjónustu Nígeríu. Tuggar útilokaði ekki að ráðist yrði í frekari árásir og að það færi eftir ákvörðunum leiðtoga ríkjanna tveggja, það er Nígeríu og Bandaríkjanna. .@POTUS “Tonight, at my direction as Commander in Chief, the United States launched a powerful and deadly strike against ISIS Terrorist Scum in Northwest Nigeria, who have been targeting and viciously killing, primarily, innocent Christians, at levels not seen for many years, and… pic.twitter.com/ct7rUW128t— Department of War 🇺🇸 (@DeptofWar) December 26, 2025 Trump sagði á samfélagsmiðli sínum Truth Social að undir hans stjórn muni Bandaríkin ekki leyfa „hryðjuverkastarfsemi róttækra íslamista að blómstra“. Forsetinn fyrirskipaði Bandaríkjaher í nóvember að undirbúa árásir gegn hryðjuverkahópum í Nígeríu. Pete Hegseth, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagðist í gær vera þakklátur stjórnvöldum í Nígeríu fyrir stuðning og samvinnu. „Gleðileg jól,“ bætti hann svo við í færslu sinni á X. Stjórnvöld í Nígeríu hafa lengi barist við hryðjuverkasamtök í norðurhluta landsins. Samkvæmt tölum frá Mannréttindastofnun Nígeríu þá hafa að minnsta kosti 2.266 manns verið drepnir af stigamönnum og uppreisnarmönnum fyrri hluta ársins 2025 sem er mikil aukning frá fyrra ári. Nígería Bandaríkin Donald Trump Hernaður Hryðjuverkastarfsemi Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Fleiri fréttir Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Sjá meira
Forsetinn bandaríski lýsti samtökunum sem „hryðjuverkaúrhrökum“ og sakaði þá um að ofsækja og drepa saklausa, kristna menn. Í frétt BBC segir að árásirnar hafi verið „margar“ og „fullkomnar“, en talsmenn Bandaríkjahers í Afríku, Africom, sögðu árásirnar hafa verið framkvæmdar í samráði við nígerísk stjórnvöld í Sokoto-héraði. Nígeríski utanríkisráðherrann Yusuf Maitama Tuggar sagði breska ríkisútvarpinu að þetta hafi verið „sameiginleg aðgerð“ sem hafi beinst að „hryðjuverkamönnum“ og hafi „ekkert að gera með ákveðin trúarbrögð“. Hann sagði að skipulagning aðgerðanna hafi staðið yfir í nokkurn tíma og að notast hafi verið við gögn frá leyniþjónustu Nígeríu. Tuggar útilokaði ekki að ráðist yrði í frekari árásir og að það færi eftir ákvörðunum leiðtoga ríkjanna tveggja, það er Nígeríu og Bandaríkjanna. .@POTUS “Tonight, at my direction as Commander in Chief, the United States launched a powerful and deadly strike against ISIS Terrorist Scum in Northwest Nigeria, who have been targeting and viciously killing, primarily, innocent Christians, at levels not seen for many years, and… pic.twitter.com/ct7rUW128t— Department of War 🇺🇸 (@DeptofWar) December 26, 2025 Trump sagði á samfélagsmiðli sínum Truth Social að undir hans stjórn muni Bandaríkin ekki leyfa „hryðjuverkastarfsemi róttækra íslamista að blómstra“. Forsetinn fyrirskipaði Bandaríkjaher í nóvember að undirbúa árásir gegn hryðjuverkahópum í Nígeríu. Pete Hegseth, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagðist í gær vera þakklátur stjórnvöldum í Nígeríu fyrir stuðning og samvinnu. „Gleðileg jól,“ bætti hann svo við í færslu sinni á X. Stjórnvöld í Nígeríu hafa lengi barist við hryðjuverkasamtök í norðurhluta landsins. Samkvæmt tölum frá Mannréttindastofnun Nígeríu þá hafa að minnsta kosti 2.266 manns verið drepnir af stigamönnum og uppreisnarmönnum fyrri hluta ársins 2025 sem er mikil aukning frá fyrra ári.
Nígería Bandaríkin Donald Trump Hernaður Hryðjuverkastarfsemi Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Fleiri fréttir Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent