Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar 29. desember 2025 14:32 Ísland hefur blómstrað með aðkomu innflytjenda sem leggja mikið af mörkum til efnahagslífsins, sérstaklega í bygginga- og ferðaþjónustu, auk heilbrigðis, velferðar- og menntageirans. Þrátt fyrir þessi augljósu framlög hafa hægrisinnaðir stjórnmálaflokkar, sérstaklega Miðflokkurinn, nýtt sér áróður til að skapa ótta og sundrung og beina fingrinum að innflytjendum sem rót allra vandamála. En staðreyndin er sú að það þarf að laga og halda áfram að bæta kerfi sem halda samfélagi gangandi til þess að tryggja öryggi og velfarnað allra sem hér búa óháð uppruna. Í Bandaríkjunum mynda innflytjendur einungis um 15,8% af íbúafjöldanum en hafa oft verið notaðir sem blórabögglar, sérstaklega hjá Trump-stjórninni, til að keppa að völdum. Stjórnin sem er styrð af mönnum með rasískan bakgrunn og með áætlun um að gera Bandaríkin alhvít. Þessar sögur valda ekki aðeins sundrungu heldur einnig þöggun á mikilvægu hlutverki innflytjenda í samfélaginu. Í slíkri þögn eru það einungis háværustu raddirnar sem heyrast, með skaðlegum afleiðingum fyrir þá sem hafa ekki mátt til að verja sig. Ég spyr: Er það Ísland sem við viljum? Viljum við að menn sem vilja gera hið sama fyrir landið okkar taki ákvarðanir í þágu þjóðar okkar og samfélaga okkar? Finnst fólki í lagi að sjá innflytjendur handtekna og fangelsaða? Það byrjar með hundaflautunum og áróðrinum og endar svo með því sem við erum að verða vitni að í Bandaríkjunum í dag. Að mínu mati getur Ísland aldrei farið þangað, við þurfum að meta virkilega hvað er að gerast og hvert það mun leiða okkur. Nú nýlega birti Miðflokkurinn myndband sem teiknar upp gamla, alhvíta Ísland og skorar á þjóðina að snúa aftur til þessara „góðu gömlu daga“. Slík nostalgía lítur fram hjá raunveruleikanum um það hversu fjölbreytni er grundvöllur nútímagrósku Íslands. Með því að leita aftur til útilokandi fortíðar eru dregnir tortryggnisskuggar yfir þær andstæður sem styðja við og jafnvel halda samfélaginu gangandi í dag. Þögn gagnvart áróðri sem þessum er hættuleg og svipar til einangrunarhyggju sem kann að kosta Ísland dýrt á heimsvísu. Fyrir utan skort á fjölbreyttum röddum í valdastöðum og sem fyrirmynd, stefnir Ísland hættulega nær stöðnun og missir af menningarlegri auðgun. Miðflokkurinn, í leit sinni að atkvæðum í komandi sveitarstjórnarkosningum, spilar á Trump-spjaldinu. Staðreyndin er sú að næstu kosningar snúast ekki um innflytjendur eða fortíð Íslands, heldur um Ísland í dag og hvernig við getum bætt þjónustu og lífsgæði okkar allra sem höfum kosningarétt. Mikilvægt er að muna að Ísland fortíðar var um samfélagslegan stuðning, þar sem við studdum náunga okkar. Mér hafa að minnsta kosti alltaf verið sagðar sögur um þessa gestrisni og nærgætni Íslendinga. Nú í dag, á nútíma Íslandi, erum við svo heppin að eiga nýja nágranna með fjölbreyttan bakgrunn sem eiga margt eftir að deila með okkur. Látum ekki áróðurinn blekkja okkur eða sundra. Við verðum að standa saman og viðhalda þeirri fjölbreyttu og gjöfulu framtíð sem Ísland á skilið. Höfundur er fyrrverandi alþingiskona og íslenskur ríkisborgari af bandarískum uppruna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nichole Leigh Mosty Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Sjá meira
Ísland hefur blómstrað með aðkomu innflytjenda sem leggja mikið af mörkum til efnahagslífsins, sérstaklega í bygginga- og ferðaþjónustu, auk heilbrigðis, velferðar- og menntageirans. Þrátt fyrir þessi augljósu framlög hafa hægrisinnaðir stjórnmálaflokkar, sérstaklega Miðflokkurinn, nýtt sér áróður til að skapa ótta og sundrung og beina fingrinum að innflytjendum sem rót allra vandamála. En staðreyndin er sú að það þarf að laga og halda áfram að bæta kerfi sem halda samfélagi gangandi til þess að tryggja öryggi og velfarnað allra sem hér búa óháð uppruna. Í Bandaríkjunum mynda innflytjendur einungis um 15,8% af íbúafjöldanum en hafa oft verið notaðir sem blórabögglar, sérstaklega hjá Trump-stjórninni, til að keppa að völdum. Stjórnin sem er styrð af mönnum með rasískan bakgrunn og með áætlun um að gera Bandaríkin alhvít. Þessar sögur valda ekki aðeins sundrungu heldur einnig þöggun á mikilvægu hlutverki innflytjenda í samfélaginu. Í slíkri þögn eru það einungis háværustu raddirnar sem heyrast, með skaðlegum afleiðingum fyrir þá sem hafa ekki mátt til að verja sig. Ég spyr: Er það Ísland sem við viljum? Viljum við að menn sem vilja gera hið sama fyrir landið okkar taki ákvarðanir í þágu þjóðar okkar og samfélaga okkar? Finnst fólki í lagi að sjá innflytjendur handtekna og fangelsaða? Það byrjar með hundaflautunum og áróðrinum og endar svo með því sem við erum að verða vitni að í Bandaríkjunum í dag. Að mínu mati getur Ísland aldrei farið þangað, við þurfum að meta virkilega hvað er að gerast og hvert það mun leiða okkur. Nú nýlega birti Miðflokkurinn myndband sem teiknar upp gamla, alhvíta Ísland og skorar á þjóðina að snúa aftur til þessara „góðu gömlu daga“. Slík nostalgía lítur fram hjá raunveruleikanum um það hversu fjölbreytni er grundvöllur nútímagrósku Íslands. Með því að leita aftur til útilokandi fortíðar eru dregnir tortryggnisskuggar yfir þær andstæður sem styðja við og jafnvel halda samfélaginu gangandi í dag. Þögn gagnvart áróðri sem þessum er hættuleg og svipar til einangrunarhyggju sem kann að kosta Ísland dýrt á heimsvísu. Fyrir utan skort á fjölbreyttum röddum í valdastöðum og sem fyrirmynd, stefnir Ísland hættulega nær stöðnun og missir af menningarlegri auðgun. Miðflokkurinn, í leit sinni að atkvæðum í komandi sveitarstjórnarkosningum, spilar á Trump-spjaldinu. Staðreyndin er sú að næstu kosningar snúast ekki um innflytjendur eða fortíð Íslands, heldur um Ísland í dag og hvernig við getum bætt þjónustu og lífsgæði okkar allra sem höfum kosningarétt. Mikilvægt er að muna að Ísland fortíðar var um samfélagslegan stuðning, þar sem við studdum náunga okkar. Mér hafa að minnsta kosti alltaf verið sagðar sögur um þessa gestrisni og nærgætni Íslendinga. Nú í dag, á nútíma Íslandi, erum við svo heppin að eiga nýja nágranna með fjölbreyttan bakgrunn sem eiga margt eftir að deila með okkur. Látum ekki áróðurinn blekkja okkur eða sundra. Við verðum að standa saman og viðhalda þeirri fjölbreyttu og gjöfulu framtíð sem Ísland á skilið. Höfundur er fyrrverandi alþingiskona og íslenskur ríkisborgari af bandarískum uppruna.
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun