Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Samúel Karl Ólason skrifar 30. desember 2025 15:34 Rússneskir hermenn á ferðinni í Sapórisjíahéraði í Úkraínu. AP/Varnarmálaráðuneyti Rússlands Fjöldi rússneskra hermanna sem fallið hafa í átökunum í Úkraínu hefur aukist meira á undanförnum tíu mánuðum en nokkurn tímann áður frá því stríðið hófst. Minningargreinum um rússneska hermenn í fjölmiðlum í Rússlandi hefur fjölgað um fjörutíu prósent á þessu ári, borið saman við 2024. Blaðamenn BBC og rússneska útlagamiðilsins Mediazona hafa frá upphafi stríðsins haldið utan um tölfræði varðandi fallna rússneska hermenn. Þeir hafa staðfest, með opinberum gögnum, minningargreinum og öðrum leiðum, að Rússar hafi að minnsta kosti misst rétt tæplega 160 þúsund hermenn. Þær tölur eiga ekki við um menn frá yfirráðasvæðum Rússa í Lúhansk og Dónetsk í Úkraínu. Eins og fram kemur í grein BBC telja greinendur að raunverulegur fjöldi fallinna hermanna sé mun hærri. Aðrir greinendur áætla að tölur BBC og Mediazone samsvari um 45 til 65 prósentum af heildarfjölda fallinna rússneskra hermanna. Miðað við það sé fjöldi fallinna hermanna frá 243 til 352 þúsund. Forsvarsmenn NATO áætluðu í október að Rússar hefðu misst um 250 þúsund hermenn í Úkraínu. Að særðum meðtöldum væri fjöldinn 1,1 milljón manna. Blaðamenn BBC áætla að allt að 140 þúsund úkraínskir hermenn hafi fallið í átökunum. Ræddu ýmsa tölfræði en ekki mannfall Undanfarin ár hefur tölfrið BBC og Mediazona gefið til kynna að ár eftir ár hafi fleiri hermenn fallið. Það getur tekið blaðamenn langan tíma að staðfesta dauðsfalla hermanns. Í nýlegri frétt Mediazona um tölfræði miðlanna var vísað til fundar Pútins með herforingjum sínum, þar sem þeir ræddu innrásina í Úkraínu, og árlegs fundar Pútíns þar sem hann svarar spurningum almennings og blaðamanna. Blaðamennirnir rússnesku segja að ummæli Pútíns á þessum viðburðum tveimur og ummæli herforingja hans, bendi til þess að þeir sjái ekki fram á að stríðinu ljúki í bráð. Þess í stað sé verið að undirbúa herinn fyrir langvarandi átök. Á fundinum með herforingjunum hafi verið vísað í allskonar tölfræði um „frelsaða“ bæi og hernumda ferkílómetra í Úkraínu en aldrei hafi verið talað um mannfall. Hart barist í austri Undanfarna mánuði hafa hörðustu átökin í Úkraínu átt sér stað í og við Pokrovsk og í Kúpíansk í austurhluta Úkraínu. Rússar hafa gert harða atlögu að Pokrovsk í marga mánuði og hafa þeir náð stórum hlutum borgarinnar á sitt vald, ef ekki allri borginni. Það er þó talið hafa kostað Rússa verulega. Talið er að telja megi fallna og særða rússneska hermenn í Pokrovsk í tugum þúsunda. Eftir að Rússar náðu stjórn á mestallri Kúpíansk fyrr í haust hófu Úkraínumenn gagnsókn þar og hefur þeim tekist að reka flesta Rússa þaðan, þó ráðamenn í Rússlandi haldi því enn fram að þeir stjórni borginni. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Vladimír Pútín Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Fleiri fréttir Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Sjá meira
Blaðamenn BBC og rússneska útlagamiðilsins Mediazona hafa frá upphafi stríðsins haldið utan um tölfræði varðandi fallna rússneska hermenn. Þeir hafa staðfest, með opinberum gögnum, minningargreinum og öðrum leiðum, að Rússar hafi að minnsta kosti misst rétt tæplega 160 þúsund hermenn. Þær tölur eiga ekki við um menn frá yfirráðasvæðum Rússa í Lúhansk og Dónetsk í Úkraínu. Eins og fram kemur í grein BBC telja greinendur að raunverulegur fjöldi fallinna hermanna sé mun hærri. Aðrir greinendur áætla að tölur BBC og Mediazone samsvari um 45 til 65 prósentum af heildarfjölda fallinna rússneskra hermanna. Miðað við það sé fjöldi fallinna hermanna frá 243 til 352 þúsund. Forsvarsmenn NATO áætluðu í október að Rússar hefðu misst um 250 þúsund hermenn í Úkraínu. Að særðum meðtöldum væri fjöldinn 1,1 milljón manna. Blaðamenn BBC áætla að allt að 140 þúsund úkraínskir hermenn hafi fallið í átökunum. Ræddu ýmsa tölfræði en ekki mannfall Undanfarin ár hefur tölfrið BBC og Mediazona gefið til kynna að ár eftir ár hafi fleiri hermenn fallið. Það getur tekið blaðamenn langan tíma að staðfesta dauðsfalla hermanns. Í nýlegri frétt Mediazona um tölfræði miðlanna var vísað til fundar Pútins með herforingjum sínum, þar sem þeir ræddu innrásina í Úkraínu, og árlegs fundar Pútíns þar sem hann svarar spurningum almennings og blaðamanna. Blaðamennirnir rússnesku segja að ummæli Pútíns á þessum viðburðum tveimur og ummæli herforingja hans, bendi til þess að þeir sjái ekki fram á að stríðinu ljúki í bráð. Þess í stað sé verið að undirbúa herinn fyrir langvarandi átök. Á fundinum með herforingjunum hafi verið vísað í allskonar tölfræði um „frelsaða“ bæi og hernumda ferkílómetra í Úkraínu en aldrei hafi verið talað um mannfall. Hart barist í austri Undanfarna mánuði hafa hörðustu átökin í Úkraínu átt sér stað í og við Pokrovsk og í Kúpíansk í austurhluta Úkraínu. Rússar hafa gert harða atlögu að Pokrovsk í marga mánuði og hafa þeir náð stórum hlutum borgarinnar á sitt vald, ef ekki allri borginni. Það er þó talið hafa kostað Rússa verulega. Talið er að telja megi fallna og særða rússneska hermenn í Pokrovsk í tugum þúsunda. Eftir að Rússar náðu stjórn á mestallri Kúpíansk fyrr í haust hófu Úkraínumenn gagnsókn þar og hefur þeim tekist að reka flesta Rússa þaðan, þó ráðamenn í Rússlandi haldi því enn fram að þeir stjórni borginni.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Vladimír Pútín Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Fleiri fréttir Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Sjá meira
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent