Innlent

Margrét Löf sættir sig ekki við sex­tán ára dóm

Árni Sæberg skrifar
Heimili foreldra Margrétar við Súlunes í Garðabæ.
Heimili foreldra Margrétar við Súlunes í Garðabæ. Vísir/Vilhelm

Margrét Halla Hansdóttir Löf hefur áfrýjað sextán ára fangelsisdómi, sem hún hlaut fyrir að ráða föður sínum bana á heimili þeirra við Súlunes á Arnarnesinu í Garðabæ í apríl síðastliðnum og að ráðast á móður sína.

Margrét Halla hlaut dóminn þann 16. desember síðastliðinn og Ríkisútvarpið greinir frá því að hún hafi þegar áfrýjað dóminum til Landsréttar. 

Haft er eftir Sigríði J. Friðjónsdóttur ríkissaksóknara að greinargerð Héraðssaksóknara liggi ekki fyrir og því hafi kröfugerð Ríkissaksóknara fyrir Landsrétti ekki verið ákveðin. Áfrýjunarfrestur rennur út þann 13. janúar næstkomandi.

Sem áður segir var Margrét Halla dæmd fyrir hafa banað föður sínum og líkamsárás gagnvart móður sinni. Ekki þótti sannað að Margrét Halla hafi haft ásetning að ráða móður sína af dögum og var hún því ekki sakfelld fyrir tilraun til manndráps heldur sérstaklega hættulega líkamsárás.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×