Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar 5. janúar 2026 20:01 Fulltrúar Okkar Hveragerðis í bæjarstjórn og nefndum Hveragerðisbæjar hafa unnið statt og stöðugt að því að tryggja íbúum framúrskarandi þjónustu og lífsgæði í bæjarfélaginu. Rík áhersla hefur verið á fjölskylduvænt samfélag sem mótar að mörgu leyti meginstefið í stefnumálefnum Okkar Hveragerðis og málefnasamningi núverandi meirihluta bæjarstjórnar. Unniðhefur verið markvisst að því að gera þessar áherslur að veruleika á kjörtímabilinu með margvíslegum stuðningi við fjölskyldur, börn og ungmenni. Okkar Hveragerði leggur áherslu á að tekið verði betur utan um ungmennin okkar. Á kjörtímabilinu var loks komið á fót virku ungmennaráði sem er bæjarstjórn til ráðgjafar um málefni ungs fólks í Hveragerði. Frístundamiðstöðin Bungubrekka fer með stuðning og utanumhald ráðsins og er þeim til halds og trausts. Seta í ungmennaráði er launuð, líkt og önnur nefndarseta á vegum bæjarfélagsins, ólíkt því sem verið hefur við fyrri árangurslausar tilraunir til starfrækslu virks ungmennaráðs á vegum bæjarfélagsins. Það er afar mikilvægt að unga fólkið okkar hafi tækifæri til að láta rödd sína heyrast um þau málefni sem þau varða, og hafi tækifæri til að hafa áhrif á þá þjónustu sem þeim er veitt og umhverfi sitt að öðru leyti. Það er því mikið fagnaðarefni að sjá hversu öflugt starf er nú farið af stað hjá nýju ungmennaráði Hveragerðisbæjar og það verður spennandi að vinna með þeim að bættum hag barna og unglinga í bæjarfélaginu. Hveragerðisbær státar af afar metnaðarfullu starfi Frístundamiðstöðvarinnar Bungubrekku. Innan Bungubrekku er starfrækt öflug félagsmiðstöð þar sem ungmenni á aldrinum 10-16 ára geta varið frítíma sínum án áfengis og vímuefna. Þar fer fram faglegt starf með áherslu á gildi forvarna, sköpunar og mismunandi tegunda náms. Félagsmiðstöðvar eru einkar mikilvægur stuðningur við ungmenni á þessum aldri og hafa það hlutverk að stuðla að jákvæðum þroska unglinga og gera þau sjálfstæðari, bæði í verki og félagslegum samskiptum og gera þau hæfari til að takast á við lífið. Engin félagsmiðstöð er þó starfrækt fyrir ungmenni eldri en 16 ára, þó að þörfin fyrir sambærilegan stuðning sé ekki síður mikilvægur á þeim mikilvægu mótunarárum þegar einstaklingar ganga í gegnum miklar breytingar með tilfærslum á milli skólastiga, oft breyttrar búsetu og umtalsverðra breytinga á félagslegu umhverfi. Í þessu ljósi hefur ákall verið um úrræði til að taka betur utan um ungmenni á aldrinum 16-20 ára. Það ákall var sérstaklega áréttað á fundi ungmennaráðs nýverið þar sem ræddir voru möguleikar á opnun ungmennahúss á yfirstandandi vetri. Var þar ákveðið að halda opið ungmennahússkvöld í samráði við Bungubrekku. Í ljósi framangreinds hefur meirihluti bæjarstjórnar haft til skoðunar að koma á fót með formlegum hætti ungmennahúsi fyrir einstaklinga á aldrinum 16-20 ára í Hveragerði þar sem hægt verður að veita áframhaldandi stuðning við ungmenni eftir 16 ára aldur og félagslegan vettvang fyrir samkomur og samveru ungmenna á þessum aldri. Okkar Hveragerði leggur ríka áherslu á að slíkt ungmennahús verði opnað á yfirstandandi vetri í góðri samvinnu og samtali við Bungubrekku og ungmennaráð. Okkar Hveragerði heldur áfram að leita leiða til að styðja enn betur við barnafjölskyldur í Hveragerði og hvetur ungmenni til að láta rödd sína heyrast og taka þátt í samtali um leiðir til að skapa gæðaríkari þjónustu og umhverfi ungmenna í bæjarfélaginu. Við hlökkum til samtalsins og samvinnunnar! Höfundur er bæjarfulltrúi Okkar Hveragerðis og varaformaður bæjarráðs Hveragerðisbæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hveragerði Börn og uppeldi Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Sjá meira
Fulltrúar Okkar Hveragerðis í bæjarstjórn og nefndum Hveragerðisbæjar hafa unnið statt og stöðugt að því að tryggja íbúum framúrskarandi þjónustu og lífsgæði í bæjarfélaginu. Rík áhersla hefur verið á fjölskylduvænt samfélag sem mótar að mörgu leyti meginstefið í stefnumálefnum Okkar Hveragerðis og málefnasamningi núverandi meirihluta bæjarstjórnar. Unniðhefur verið markvisst að því að gera þessar áherslur að veruleika á kjörtímabilinu með margvíslegum stuðningi við fjölskyldur, börn og ungmenni. Okkar Hveragerði leggur áherslu á að tekið verði betur utan um ungmennin okkar. Á kjörtímabilinu var loks komið á fót virku ungmennaráði sem er bæjarstjórn til ráðgjafar um málefni ungs fólks í Hveragerði. Frístundamiðstöðin Bungubrekka fer með stuðning og utanumhald ráðsins og er þeim til halds og trausts. Seta í ungmennaráði er launuð, líkt og önnur nefndarseta á vegum bæjarfélagsins, ólíkt því sem verið hefur við fyrri árangurslausar tilraunir til starfrækslu virks ungmennaráðs á vegum bæjarfélagsins. Það er afar mikilvægt að unga fólkið okkar hafi tækifæri til að láta rödd sína heyrast um þau málefni sem þau varða, og hafi tækifæri til að hafa áhrif á þá þjónustu sem þeim er veitt og umhverfi sitt að öðru leyti. Það er því mikið fagnaðarefni að sjá hversu öflugt starf er nú farið af stað hjá nýju ungmennaráði Hveragerðisbæjar og það verður spennandi að vinna með þeim að bættum hag barna og unglinga í bæjarfélaginu. Hveragerðisbær státar af afar metnaðarfullu starfi Frístundamiðstöðvarinnar Bungubrekku. Innan Bungubrekku er starfrækt öflug félagsmiðstöð þar sem ungmenni á aldrinum 10-16 ára geta varið frítíma sínum án áfengis og vímuefna. Þar fer fram faglegt starf með áherslu á gildi forvarna, sköpunar og mismunandi tegunda náms. Félagsmiðstöðvar eru einkar mikilvægur stuðningur við ungmenni á þessum aldri og hafa það hlutverk að stuðla að jákvæðum þroska unglinga og gera þau sjálfstæðari, bæði í verki og félagslegum samskiptum og gera þau hæfari til að takast á við lífið. Engin félagsmiðstöð er þó starfrækt fyrir ungmenni eldri en 16 ára, þó að þörfin fyrir sambærilegan stuðning sé ekki síður mikilvægur á þeim mikilvægu mótunarárum þegar einstaklingar ganga í gegnum miklar breytingar með tilfærslum á milli skólastiga, oft breyttrar búsetu og umtalsverðra breytinga á félagslegu umhverfi. Í þessu ljósi hefur ákall verið um úrræði til að taka betur utan um ungmenni á aldrinum 16-20 ára. Það ákall var sérstaklega áréttað á fundi ungmennaráðs nýverið þar sem ræddir voru möguleikar á opnun ungmennahúss á yfirstandandi vetri. Var þar ákveðið að halda opið ungmennahússkvöld í samráði við Bungubrekku. Í ljósi framangreinds hefur meirihluti bæjarstjórnar haft til skoðunar að koma á fót með formlegum hætti ungmennahúsi fyrir einstaklinga á aldrinum 16-20 ára í Hveragerði þar sem hægt verður að veita áframhaldandi stuðning við ungmenni eftir 16 ára aldur og félagslegan vettvang fyrir samkomur og samveru ungmenna á þessum aldri. Okkar Hveragerði leggur ríka áherslu á að slíkt ungmennahús verði opnað á yfirstandandi vetri í góðri samvinnu og samtali við Bungubrekku og ungmennaráð. Okkar Hveragerði heldur áfram að leita leiða til að styðja enn betur við barnafjölskyldur í Hveragerði og hvetur ungmenni til að láta rödd sína heyrast og taka þátt í samtali um leiðir til að skapa gæðaríkari þjónustu og umhverfi ungmenna í bæjarfélaginu. Við hlökkum til samtalsins og samvinnunnar! Höfundur er bæjarfulltrúi Okkar Hveragerðis og varaformaður bæjarráðs Hveragerðisbæjar.
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar