Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 6. janúar 2026 15:29 Mickey Rourke hefur farið illa að ráði sínu gegnum tíðina og er í töluverðu fjárhagslegu basli þessa tíðina. Getty Leikarinn Mickey Rourke hefur mótmælt GoFundMe-fjáröflun sem var stofnuð handa honum í kjölfar fregna af því að henda ætti honum út úr leiguíbúð. Leigusali Rourke hefur stefnt leikaranum því hann skuldar sextíu þúsund dali (um 7,5 milljónir íslenskra króna) í ógreidda leigu. Fregnir bárust af því sunnudaginn 4. janúar að stofnuð hefði verið söfnunarsíða fyrir bandaríska leikarann Mickey Rourke á GoFundMe vegna þess að hann horfði fram á að vera borinn út af heimili sínu í Beverly Grove í Los Angeles. Yfirlýst markmið söfnunarinnar var að safna 100 þúsund Bandaríkjadölum (um 12,5 milljónum) til að koma þaki yfir höfuð leikarans á ný. Að baki söfnuninni standa umboðsmaður Rourke, Kimberly Hines og aðstoðarmaður hennar, Liya-Joelle Jones, en í lýsingunni sagði að farið hefði verið í söfnunina með samþykki Rourke. Ósáttur við söfnunina Það er þó einhver maðkur í mysunni því hinn 73 ára Rourke brást við fregnum af söfnuninni með Instagram-myndbandi þar sem hann sagðist algjörlega mótfallinn henni. Rourke sagðist vera „undrandi“ og „ergilegur“ yfir því að söfnunin hefði farið í loftið og hann hefði enga vitneskju haft af henni fyrir það. Hvatti hann aðdáendur sína til að styrkja ekki söfnunina og sagðist ætla að ráðfæra sig við lögfræðing sinn til að láta taka síðuna niður. View this post on Instagram A post shared by MICKEY ROURKE (@mickey_rourke_) „Ég myndi ekki gera þetta svona,“ sagði Rourke í myndbandi og lýsti því að sér þætti óþægilegt að biðja almenning og ókunnugt fólk um fjárhagslega aðstoð. Hann hefði leitað til vinar síns eftir aðstoð, sem væri gjörólíkt því að leita til ókunnugra. Jafnframt sagðist hann hafa eina manneskju grunaða um að hafa stofnað síðuna og vonaðist hann til að það væri ekki svo. Söfnun sem þessi væri niðurlægjandi. „Ef mig vantaði pening myndi ég ekki biðja um fokking ölmusu. Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér og taka í gikkinn,“ sagði hann um söfnunina. Sagðist hann enn fremur ekki hafa hugmynd um það hvað GoFundMe væri, hann lifði einföldu lífi og myndi aldrei leita til utanaðkomandi aðila á þennan máta. Rourke hefur verið að leigja þriggja herbergja íbúð í Beverly Grove í Los Angeles frá því í mars 2025. Leigan þar var upphaflega 5.200 dalir á mánuði áður en hún hækkaði upp í sjö þúsund dali. Á einhverjum tímapunkti hætti hann að greiða leiguna og vegna þess hefur leiguliði hans stefnt honum og krafist samningsslita. Rourke viðurkenndi einnig í myndbandinu að hann hefði ekki farið nógu vel að ráði sínu á ferli sínum og þurft að eyða áratugum í meðferð hjá sálfræðingi vegna skaðans sem hann olli sjálfum sér snemma á ferlinum. Hann væri ekki lengur sú útgáfa og sagðist hlakka til að fara aftur að leika. Rourke hafi víst vitað af söfnuninni En hvað er rétt í málinu, er Rourke að segja ósatt eða umboðsmaðurinn Kimberly Hines? Fyrr í dag ræddi Hines einmitt við Hollywood Reporter um söfnunina, myndband Rourke og stöðu mála. „Á síðustu 48 klukkutímum fluttum við hann út úr húsi sínu, komum honum fyrir á [hóteli í West Hollywood]. GoFundMe-síðan var gerð fyrir Mickey og peningurinn fer til hans. Hann fer ekki til mín. Og ef Mickey vill ekki peninginn núna og segir: „Ég vil ekki hjálp, þetta er ölmusa,“ þá verður peningnum skilað,“ sagði Hines. Hún sagðist hafa kynnt hugmyndina um söfnunina fyrir Mickey en hann greinilega ekki skilið hana almennilega. Þau hefðu sömuleiðis ekki átt von á því að hún myndi vekja þessi miklu viðbrögð. „Það er enginn að reyna að hagnast á Mickey. Mig langar að hann fái vinnu, ég vil ekki að hann sé á GoFundMe. Það góða við þetta er að hann hefur fengið fjögur kvikmyndatilboð frá því í gær. Fólk er farið að senda honum póst með tilboðum sem er frábært því lengi vel hafði enginn samband,“ sagði hún jafnframt. Hines sagði að ástandið í leiguíbúð hefði verið svo slæmt vegna myglu og niðurníslu að það væri gott að leikarinn væri laus þaðan. Flestöll húsgögnin væru ónothæf eða skemmd og þau hefðu ferjað föt Rourke á nýjan stað. Næst á dagskrá væri að koma Rourke fyrir og að hjálpa honum að koma skikki á fjármálin. Hollywood Bandaríkin Bíó og sjónvarp Mest lesið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Bíó og sjónvarp Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Lífið Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Lífið Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Bíó og sjónvarp Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Menning Kallar Sóla klónabarnið sitt Lífið Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Lífið Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Gagnrýni Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Fleiri fréttir Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Sjá meira
Fregnir bárust af því sunnudaginn 4. janúar að stofnuð hefði verið söfnunarsíða fyrir bandaríska leikarann Mickey Rourke á GoFundMe vegna þess að hann horfði fram á að vera borinn út af heimili sínu í Beverly Grove í Los Angeles. Yfirlýst markmið söfnunarinnar var að safna 100 þúsund Bandaríkjadölum (um 12,5 milljónum) til að koma þaki yfir höfuð leikarans á ný. Að baki söfnuninni standa umboðsmaður Rourke, Kimberly Hines og aðstoðarmaður hennar, Liya-Joelle Jones, en í lýsingunni sagði að farið hefði verið í söfnunina með samþykki Rourke. Ósáttur við söfnunina Það er þó einhver maðkur í mysunni því hinn 73 ára Rourke brást við fregnum af söfnuninni með Instagram-myndbandi þar sem hann sagðist algjörlega mótfallinn henni. Rourke sagðist vera „undrandi“ og „ergilegur“ yfir því að söfnunin hefði farið í loftið og hann hefði enga vitneskju haft af henni fyrir það. Hvatti hann aðdáendur sína til að styrkja ekki söfnunina og sagðist ætla að ráðfæra sig við lögfræðing sinn til að láta taka síðuna niður. View this post on Instagram A post shared by MICKEY ROURKE (@mickey_rourke_) „Ég myndi ekki gera þetta svona,“ sagði Rourke í myndbandi og lýsti því að sér þætti óþægilegt að biðja almenning og ókunnugt fólk um fjárhagslega aðstoð. Hann hefði leitað til vinar síns eftir aðstoð, sem væri gjörólíkt því að leita til ókunnugra. Jafnframt sagðist hann hafa eina manneskju grunaða um að hafa stofnað síðuna og vonaðist hann til að það væri ekki svo. Söfnun sem þessi væri niðurlægjandi. „Ef mig vantaði pening myndi ég ekki biðja um fokking ölmusu. Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér og taka í gikkinn,“ sagði hann um söfnunina. Sagðist hann enn fremur ekki hafa hugmynd um það hvað GoFundMe væri, hann lifði einföldu lífi og myndi aldrei leita til utanaðkomandi aðila á þennan máta. Rourke hefur verið að leigja þriggja herbergja íbúð í Beverly Grove í Los Angeles frá því í mars 2025. Leigan þar var upphaflega 5.200 dalir á mánuði áður en hún hækkaði upp í sjö þúsund dali. Á einhverjum tímapunkti hætti hann að greiða leiguna og vegna þess hefur leiguliði hans stefnt honum og krafist samningsslita. Rourke viðurkenndi einnig í myndbandinu að hann hefði ekki farið nógu vel að ráði sínu á ferli sínum og þurft að eyða áratugum í meðferð hjá sálfræðingi vegna skaðans sem hann olli sjálfum sér snemma á ferlinum. Hann væri ekki lengur sú útgáfa og sagðist hlakka til að fara aftur að leika. Rourke hafi víst vitað af söfnuninni En hvað er rétt í málinu, er Rourke að segja ósatt eða umboðsmaðurinn Kimberly Hines? Fyrr í dag ræddi Hines einmitt við Hollywood Reporter um söfnunina, myndband Rourke og stöðu mála. „Á síðustu 48 klukkutímum fluttum við hann út úr húsi sínu, komum honum fyrir á [hóteli í West Hollywood]. GoFundMe-síðan var gerð fyrir Mickey og peningurinn fer til hans. Hann fer ekki til mín. Og ef Mickey vill ekki peninginn núna og segir: „Ég vil ekki hjálp, þetta er ölmusa,“ þá verður peningnum skilað,“ sagði Hines. Hún sagðist hafa kynnt hugmyndina um söfnunina fyrir Mickey en hann greinilega ekki skilið hana almennilega. Þau hefðu sömuleiðis ekki átt von á því að hún myndi vekja þessi miklu viðbrögð. „Það er enginn að reyna að hagnast á Mickey. Mig langar að hann fái vinnu, ég vil ekki að hann sé á GoFundMe. Það góða við þetta er að hann hefur fengið fjögur kvikmyndatilboð frá því í gær. Fólk er farið að senda honum póst með tilboðum sem er frábært því lengi vel hafði enginn samband,“ sagði hún jafnframt. Hines sagði að ástandið í leiguíbúð hefði verið svo slæmt vegna myglu og niðurníslu að það væri gott að leikarinn væri laus þaðan. Flestöll húsgögnin væru ónothæf eða skemmd og þau hefðu ferjað föt Rourke á nýjan stað. Næst á dagskrá væri að koma Rourke fyrir og að hjálpa honum að koma skikki á fjármálin.
Hollywood Bandaríkin Bíó og sjónvarp Mest lesið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Bíó og sjónvarp Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Lífið Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Lífið Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Bíó og sjónvarp Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Menning Kallar Sóla klónabarnið sitt Lífið Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Lífið Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Gagnrýni Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Fleiri fréttir Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Sjá meira