Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið Oddur Ævar Gunnarsson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 6. janúar 2026 14:29 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra Íslands. Vísir/Anton Brink Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir að áfram verði unnið að tvíhliða varnarsamningi við Evrópusambandið en segir samstarf Íslands og Bandaríkjanna í varnarmálum enn gott þrátt fyrir vendingar í alþjóðamálum og hótanir um innlimun Grænlands. Yfirlýsingar um annað eru að mati ráðherra glannalegar en hún vill ræða málið á vettvangi NATO. Frumvarp um þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi aðildarviðræður við ESB verði lagt fram á þessu þingi. Ríkisstjórnin tilkynnti í sumar að gerður yrði tvíhliða varnar- og öryggissamningur við Evrópusambandið og að viðræður myndu hefjast þá þegar. Mikið hefur gengið á í alþjóðamálum undanfarna daga eftir árás Bandaríkjanna gegn Venesúela og tilkynningar um Grænland í kjölfarið. Mikill ávinningur af samningi við ESB Vegna allra þessara sviptinga í alþjóðamálum, eruð þið að fara í sérstakar aðgerðir varðandi að flýta fyrir samningum við Evrópusambandið í sambandi við varnarmál eða hvernig stendur það? „Já, blessunarlega setti þessi ríkisstjórn öryggis- og varnarmál strax á oddinn í upphafi þess tíma sem hún tók við og ég held að það sé heldur betur að borga sig og við höfum á þessu ári sem ríkisstjórnin hefur starfað einmitt verið að fjölga stoðunum undir okkar varnir og öryggi,“ segir Þorgerður Katrín. Hún segir grundvallarstoðir er varðar öryggi Íslands vera aðild að Atlantshafsbandalaginu og varnarsamning við Bandaríkin. Öll sjái hins vegar að Íslendingar verði að fjölga þessum stoðum. Gerðar hafi verið samstarfsyfirlýsingar við Finnland og Þýskaland, sem séu mikilvægar enda hafi Þjóðverjar sem dæmi verið að sækja í sig veðrið hvað varðar fjárfestingu í vörnum og hergögnum. „Við ætlum að halda áfram að vinna að þessu samkomulagi við Evrópusambandið um varnar- og öryggismál og gera líkt og Norðmenn hafa þegar gert, Bretar hafa líka gert. Allt er þetta gert fyrir þessar þjóðir til þess að efla varnir og öryggi, það sama gildir um okkur. Meira að segja þjóðir fjarri okkur eins og Ný-Sjálendingar, Suður-Kórea og Japan hafa líka gert svipað samkomulag við Evrópusambandið.“ Þorgerður segir gott að sjá líkt þenkjandi þjóðir styrkja öryggisnet sitt þvert yfir heiminn. Það veiti ekki af því að þjóðir sem tali fyrir lýðræði, mannréttindum, frelsi og friðhelgi landamæra standi saman á þessum snúnu tímum í heimsmálunum. Hvað myndi felast í slíkum samningi? „Það er ýmislegt samstarf sem við munum græða mikið á. Það er kannski ekki rétt að segja orðið græða en það er mikill ávinningur af þessu samstarfi. Evrópusambandið er komið mjög þétt inn í þær varnir sem meðal annars snúa að fjölþáttaógnum og ég sé það líka bara innan NATO að samstarfið milli NATO og Evrópusambandsins á tilteknum sviðum er orðið gríðarlega mikilvægt,“ segir Þorgerður. „Um leið samhliða þessu eru líka mikilvægir áfangar fyrir okkur Íslendinga, við erum aðilar að geimvarnaráætlun Evrópusambandsins. Það er brýnt fyrir okkur meðal annars upp á tækni framtíðarinnar, að við höfum aðgang að til að mynda sjöttu kynslóðinni sem líklega kemur 2030. Þannig samstarfið við Evrópusambandið er mikilvægt en við munum líka líta til fleiri þátta sem geta eflt okkar stoðir í varnar- og öryggismálum, meðal annars snerta Kanada, Norðmenn, Breta og Dani í því samstarfi sem þeir eru í á hafinu.“ Samstarf Íslands og Bandaríkjanna enn gott Líkt og áður segir hefur Donald Trump Bandaríkjaforseti sagt að Bandaríkin þurfi á Grænlandi að halda. Grænland væri mikilvægt í þágu varna Bandaríkjanna. Stjórnmálafræðingur hér á landi hefur meðal annars sagt að ekki sé hægt að útiloka að Bandaríkin beiti valdi til þess að ná yfirráðum yfir Grænlandi. Hafa íslensk stjórnvöld heyrt í bandarískum stjórnvöldum eftir aðgerðirnar í Venesúela? „Nei við höfum ekki verið í beinum tengslum við bandarísk stjórnvöld hvað þetta varðar. Hins vegar vil ég undirstrika að, af því að það er alltaf verið að kalla eftir einhverjum að mínu mati glannalegum yfirlýsingum, en ég vil draga það fram að samstarf okkar við Bandaríkin þegar kemur að vörnum og öryggi, kemur að samskiptum á Keflavíkurflugvelli, öllu því sem snertir kafbátaleit í kringum landið, loftrýmisgæsla og fleira hefur verið algjörlega til fyrirmyndar að mínu mati. Það samstarf gengur vel og við erum í miklum samskiptum við Bandaríkin þegar kemur að því sviði.“ Bandaríkin hafi meðal annars sinnt kafbátaeftirliti við Íslandsstrendur allt árið um kring og þá sinni aðrar aðildarþjóðir Atlantshafsbandalagsins loftrýmisgæslu með miklum ágætum. Þorgerður segir yfirlýsingar Bandaríkja um Grænland með öllu óásættanlegar, framtíð Grænlands verði aldrei ákveðin án aðkomu Grænlendinga. „Mér finnst líka afar mikilvægt að Atlantshafsbandalagið ræði þetta nú á einhverjum tíma,“ segir Þorgerður, sem segir bandalagið hafa átt áttatíu ára farsæla sögu og hafi tryggt frið í Evrópu og öryggi á Norður-Atlantshafi. Það skipti máli fyrir Íslendinga að bandalagið haldi, sem verði mjög snúið ráðist eitt aðildarríki inn í annað. Bandaríkin hafi gott aðgengi að Grænlandi. „Og það er ekkert því til fyrirstöðu, og eftir að hafa hlustað á forsætisráðherra Danmerkur síðasta ár, þá stendur það hvorki á Dönum né Grænlendingum að eiga í samskiptum við Bandaríkin. En þetta verða þá að vera gagnkvæmar viðræður en ekki einhliða nálgun.“ Frumvarp um viðræður við ESB lagt fram á þessu þingi Þorgerður segir spurð að frumvarp um þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi aðildarviðræður við Evrópusambandið, sem ríkisstjórnin boðar í stjórnarsáttmála, verði lagt fram á þessu þingi. Heldurðu að það verði einhverjar breytingar á viðhorfi fólks í ljósi þessara sviptinga allra? „Það sem ég vil vara við er hvaða flokkar sem það eru á þingi, ég undanskil ekki minn flokk frekar en stjórnarandstöðuna, er að nýta sér þetta ástand sem er í heiminum. Núna gildir fyrst og síðast að íslenskir hagsmunir séu í fyrirrúmi. Mín skoðun hefur verið sú að íslenskum hagsmunum sé best borgið með því að vera í náinni og mjög mikilli samvinnu við Evrópusambandslöndin og vera aðili að Evrópusambandinu,“ segir Þorgerður. Í ljósi þeirrar þróunar þar sem stórveldi taki mikið rými og fari á svig við alþjóðalög og beiti sér með þeim hætti sem ekki henti hagsmunum lítilla ríkja líkt og Íslands, segir Þorgerður það ekki henta hagsmunum Íslands að lenda á milli skips og bryggju, að vera afgangsstærð. „Við viljum vera í hópi ríkja sem hafa hugrekki og kjark til þess að tala um lýðræði, frelsi, mannréttindi, friðhelgi landamæra, þora að setja fram reglur um neytendavernd, samkeppnisreglur sem passa líka upp á ekki bara heimilin heldur líka litlu og meðalstóru fyrirtækin. Og hluti af því að stórfyrirtækjunum er svona mikið í nöp við Evrópusambandið, við getum bara nefnt Musk, er einmitt af því að Evrópusambandið og Evrópa öll setur ákveðnar kröfur til þess að verja heimilin, til þess að verja litlu og meðalstóru fyrirtækin, til þess að verja þau gildi sem við Íslendingar viljum standa fyrst og fremst vörð um, að það komist á friður hvar sem er, ekki síst í Evrópu en líka það að við þorum að tala fyrir lýðræði, mannréttindum og frelsi allra.“ Öryggis- og varnarmál Bandaríkin Grænland Evrópusambandið Venesúela Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela Utanríkismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Sjá meira
Ríkisstjórnin tilkynnti í sumar að gerður yrði tvíhliða varnar- og öryggissamningur við Evrópusambandið og að viðræður myndu hefjast þá þegar. Mikið hefur gengið á í alþjóðamálum undanfarna daga eftir árás Bandaríkjanna gegn Venesúela og tilkynningar um Grænland í kjölfarið. Mikill ávinningur af samningi við ESB Vegna allra þessara sviptinga í alþjóðamálum, eruð þið að fara í sérstakar aðgerðir varðandi að flýta fyrir samningum við Evrópusambandið í sambandi við varnarmál eða hvernig stendur það? „Já, blessunarlega setti þessi ríkisstjórn öryggis- og varnarmál strax á oddinn í upphafi þess tíma sem hún tók við og ég held að það sé heldur betur að borga sig og við höfum á þessu ári sem ríkisstjórnin hefur starfað einmitt verið að fjölga stoðunum undir okkar varnir og öryggi,“ segir Þorgerður Katrín. Hún segir grundvallarstoðir er varðar öryggi Íslands vera aðild að Atlantshafsbandalaginu og varnarsamning við Bandaríkin. Öll sjái hins vegar að Íslendingar verði að fjölga þessum stoðum. Gerðar hafi verið samstarfsyfirlýsingar við Finnland og Þýskaland, sem séu mikilvægar enda hafi Þjóðverjar sem dæmi verið að sækja í sig veðrið hvað varðar fjárfestingu í vörnum og hergögnum. „Við ætlum að halda áfram að vinna að þessu samkomulagi við Evrópusambandið um varnar- og öryggismál og gera líkt og Norðmenn hafa þegar gert, Bretar hafa líka gert. Allt er þetta gert fyrir þessar þjóðir til þess að efla varnir og öryggi, það sama gildir um okkur. Meira að segja þjóðir fjarri okkur eins og Ný-Sjálendingar, Suður-Kórea og Japan hafa líka gert svipað samkomulag við Evrópusambandið.“ Þorgerður segir gott að sjá líkt þenkjandi þjóðir styrkja öryggisnet sitt þvert yfir heiminn. Það veiti ekki af því að þjóðir sem tali fyrir lýðræði, mannréttindum, frelsi og friðhelgi landamæra standi saman á þessum snúnu tímum í heimsmálunum. Hvað myndi felast í slíkum samningi? „Það er ýmislegt samstarf sem við munum græða mikið á. Það er kannski ekki rétt að segja orðið græða en það er mikill ávinningur af þessu samstarfi. Evrópusambandið er komið mjög þétt inn í þær varnir sem meðal annars snúa að fjölþáttaógnum og ég sé það líka bara innan NATO að samstarfið milli NATO og Evrópusambandsins á tilteknum sviðum er orðið gríðarlega mikilvægt,“ segir Þorgerður. „Um leið samhliða þessu eru líka mikilvægir áfangar fyrir okkur Íslendinga, við erum aðilar að geimvarnaráætlun Evrópusambandsins. Það er brýnt fyrir okkur meðal annars upp á tækni framtíðarinnar, að við höfum aðgang að til að mynda sjöttu kynslóðinni sem líklega kemur 2030. Þannig samstarfið við Evrópusambandið er mikilvægt en við munum líka líta til fleiri þátta sem geta eflt okkar stoðir í varnar- og öryggismálum, meðal annars snerta Kanada, Norðmenn, Breta og Dani í því samstarfi sem þeir eru í á hafinu.“ Samstarf Íslands og Bandaríkjanna enn gott Líkt og áður segir hefur Donald Trump Bandaríkjaforseti sagt að Bandaríkin þurfi á Grænlandi að halda. Grænland væri mikilvægt í þágu varna Bandaríkjanna. Stjórnmálafræðingur hér á landi hefur meðal annars sagt að ekki sé hægt að útiloka að Bandaríkin beiti valdi til þess að ná yfirráðum yfir Grænlandi. Hafa íslensk stjórnvöld heyrt í bandarískum stjórnvöldum eftir aðgerðirnar í Venesúela? „Nei við höfum ekki verið í beinum tengslum við bandarísk stjórnvöld hvað þetta varðar. Hins vegar vil ég undirstrika að, af því að það er alltaf verið að kalla eftir einhverjum að mínu mati glannalegum yfirlýsingum, en ég vil draga það fram að samstarf okkar við Bandaríkin þegar kemur að vörnum og öryggi, kemur að samskiptum á Keflavíkurflugvelli, öllu því sem snertir kafbátaleit í kringum landið, loftrýmisgæsla og fleira hefur verið algjörlega til fyrirmyndar að mínu mati. Það samstarf gengur vel og við erum í miklum samskiptum við Bandaríkin þegar kemur að því sviði.“ Bandaríkin hafi meðal annars sinnt kafbátaeftirliti við Íslandsstrendur allt árið um kring og þá sinni aðrar aðildarþjóðir Atlantshafsbandalagsins loftrýmisgæslu með miklum ágætum. Þorgerður segir yfirlýsingar Bandaríkja um Grænland með öllu óásættanlegar, framtíð Grænlands verði aldrei ákveðin án aðkomu Grænlendinga. „Mér finnst líka afar mikilvægt að Atlantshafsbandalagið ræði þetta nú á einhverjum tíma,“ segir Þorgerður, sem segir bandalagið hafa átt áttatíu ára farsæla sögu og hafi tryggt frið í Evrópu og öryggi á Norður-Atlantshafi. Það skipti máli fyrir Íslendinga að bandalagið haldi, sem verði mjög snúið ráðist eitt aðildarríki inn í annað. Bandaríkin hafi gott aðgengi að Grænlandi. „Og það er ekkert því til fyrirstöðu, og eftir að hafa hlustað á forsætisráðherra Danmerkur síðasta ár, þá stendur það hvorki á Dönum né Grænlendingum að eiga í samskiptum við Bandaríkin. En þetta verða þá að vera gagnkvæmar viðræður en ekki einhliða nálgun.“ Frumvarp um viðræður við ESB lagt fram á þessu þingi Þorgerður segir spurð að frumvarp um þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi aðildarviðræður við Evrópusambandið, sem ríkisstjórnin boðar í stjórnarsáttmála, verði lagt fram á þessu þingi. Heldurðu að það verði einhverjar breytingar á viðhorfi fólks í ljósi þessara sviptinga allra? „Það sem ég vil vara við er hvaða flokkar sem það eru á þingi, ég undanskil ekki minn flokk frekar en stjórnarandstöðuna, er að nýta sér þetta ástand sem er í heiminum. Núna gildir fyrst og síðast að íslenskir hagsmunir séu í fyrirrúmi. Mín skoðun hefur verið sú að íslenskum hagsmunum sé best borgið með því að vera í náinni og mjög mikilli samvinnu við Evrópusambandslöndin og vera aðili að Evrópusambandinu,“ segir Þorgerður. Í ljósi þeirrar þróunar þar sem stórveldi taki mikið rými og fari á svig við alþjóðalög og beiti sér með þeim hætti sem ekki henti hagsmunum lítilla ríkja líkt og Íslands, segir Þorgerður það ekki henta hagsmunum Íslands að lenda á milli skips og bryggju, að vera afgangsstærð. „Við viljum vera í hópi ríkja sem hafa hugrekki og kjark til þess að tala um lýðræði, frelsi, mannréttindi, friðhelgi landamæra, þora að setja fram reglur um neytendavernd, samkeppnisreglur sem passa líka upp á ekki bara heimilin heldur líka litlu og meðalstóru fyrirtækin. Og hluti af því að stórfyrirtækjunum er svona mikið í nöp við Evrópusambandið, við getum bara nefnt Musk, er einmitt af því að Evrópusambandið og Evrópa öll setur ákveðnar kröfur til þess að verja heimilin, til þess að verja litlu og meðalstóru fyrirtækin, til þess að verja þau gildi sem við Íslendingar viljum standa fyrst og fremst vörð um, að það komist á friður hvar sem er, ekki síst í Evrópu en líka það að við þorum að tala fyrir lýðræði, mannréttindum og frelsi allra.“
Öryggis- og varnarmál Bandaríkin Grænland Evrópusambandið Venesúela Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela Utanríkismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Sjá meira