Körfubolti

Extra-leikarnir: „Fannst þessi ein­kunna­gjöf lykta af smá Kópa­vogs­með­virkni“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Andri Már Eggertsson í loftköstunum.
Andri Már Eggertsson í loftköstunum. sýn sport

Áfram halda Extra-leikarnir og að þessu sinni reyndu þeir Andri Már Eggertsson og Tómas Steindórsson fyrir sér í fimleikum.

„Ég er að fara að vinna þetta,“ sagði Andri sigurviss fyrir keppni á jafnvægisslánni. Tommi tók undir með Nablanum og sagði hann mun sigurstranglegri.

„Hann verður augljós sigurvegari hérna í kvöld. Það eru margir fimleikamennirnir sem eru 1,59 og 61 kg eins og Nablinn en færri 1,95,“ sagði Tómas og Stefán Árni Pálsson benti svo á að Andri og fremsta fimleikakona sögunnar, Simone Biles, væru svipað stór.

Klippa: Extra-leikarnir - jafnvægisslá

Fimleikakonan Sif Pálsdóttir var fengin til að dæma keppnina og kenna Andra og Tomma tökin.

Andri kvaðst vera nokkuð sáttur með hvernig til tókst. „Ef ég ætti að setja út á eitthvað er að ég vissi ekki að ég væri að fara alveg strax í tempóið á hoppinu. En annars geng ég mjög stoltur frá borði og ánægður með mitt verk. Ég datt ekki og það var markmiðið.“

Sif kvað svo upp úrskurð sinn sem var ekki óumdeildur eins og sjá má í spilaranum hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×