Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Samúel Karl Ólason skrifar 18. janúar 2026 12:10 Emmanuel Macron, forseti Frakklands, er sagður vilja fara í hart gegn Bandaríkjunum. AP/Philippe Magoni Emmanuel Macron, forseti Frakklands, kallar eftir því að Evrópusambandið beiti „ofurvopni“ sínu gegn Bandaríkjunum vegna aðgerða Donalds Trump varðandi Grænland. Utanríkisráðherra Danmerkur segir erfitt að átta sig á Bandaríkjamönnum og forsætisráherra Ítalíu segir Bandaríkjamenn ekki skilja Evrópumenn. Lars Løkke Rasmusen, segir yfirlýsingar Trumps um tolla á ríki sem styðja ekki viðleitni hans til að eignast Grænland vera mjög grófar. Þær séu í senn furðulegar þar sem hann sé að refsa Dönum og öðrum fyrir að gera það sem Trump hefur sakað þá um að gera ekki, það er að segja að verja Grænland og norðurslóðir. Vísaði Lars Løkke þá til heræfinga sem stendur til að halda á Grænlandi en Trump sagðist í gær ætla að beita átta ríki sem sent hafa hermenn til Grænlands tollum. Bandaríkjamönnum var boðið að taka þátt í æfingunum. TV2 hefur eftir Lars Løkke að erfitt sé að átta sig á því almennilega hvað Trump vill að gert sé. Giorgia Meloni, forsætisráðherra Ítalíu, segist hafa rætt við Trump í gærkvöldi. Hún er stödd í Suður-Kóreu, þar sem hún ræddi við blaðamenn í morgun og sagði hún að beiting Trumps á tollum hafi verið mistök. Í frétt La Repubblica segir að þetta sé mögulega í fyrsta sinn sem Meloni gagnrýnir Trump með svo berum hætti en þau hafa hingað til átt í mjög góðu sambandi. Hún segir að heræfingarnar á Grænlandi séu ekki gegn Bandaríkjunum, heldur eigi þær að vera með aðkomu þeirra. Meloni segir æfingarnar jákvæðar og aðkoma Atlantshafsbandalagsins að þeim sé jákvæð. Þá vilji hún koma í veg fyrir að deilurnar stigmagnist enn frekar og kallar eftir viðræðum en ekki aðgerðum, að svo stöddu. Þegar hún var spurð um viðbrögð Trumps við orðum hennar sagðist hún þeirrar skoðunar að Bandaríkjamönnum þættu skilaboðin frá Evrópu óskýr. Hún vildi þó ekki fara nánar út í hvað Trump sagði við hana. Ekki sammála um ofurvopnið Politico sagði frá því í morgun að innan Evrópu væru nokkrir leiðtogar búnir að kalla eftir því að Evrópusambandið myndi bregðast við aðgerðum Trumps með tóli sem gjarnan er kallað „viðskiptasprengjuvarpan“. Að leiðtogar ESB noti ákveðnar reglur sambandsins til að setja tolla á önnur ríki og beita öðrum takmörkunum og aðgerðum gegn þeim. Reglurnar voru upprunalega samdar til að auðvelda ESB til að verjast hörðum viðskiptaaðgerðum frá Kína. Reglunum hefur verið lýst sem „ofurvopni“ Evrópusambandsins í viðskiptadeilum við önnur ríki. Ekki er eining innan ESB um að beita þessum reglum og óttast margir að Trump myndi bregðast reiður við og jafnvel reyna að draga Bandaríkin úr NATO. Franskir fjölmiðlar hafa sagt frá því að einn þeirra sem vilji beita þessu úrræði sé Emmanuel Macron, forseti Frakklands. Grænland Hótanir Bandaríkjanna vegna Grænlands Evrópusambandið Danmörk Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Grínistinn Greipur telur nokkuð víst að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hafi ruglast á Grænlandi og Íslandi. Hann vilji ekki í rauninni eignast Grænland heldur Íslands vegna þess hvernig víkingarnir nefndu löndin til að gabba fólki. 18. janúar 2026 10:41 Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Íbúar Nuuk létu rigningu ekki stöðva sig í gær og mótmæltu í þúsundatali. Mótmæli voru einnig haldin í smærri byggðum landsins stóra, þar sem fólk stóð saman gegn hótunum ráðamanna í Bandaríkjunum. 18. janúar 2026 09:02 Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Frakklandsforseti segir að Evrópulönd muni svara fyrirhuguðum Grænlandstollum Donalds Trump Bandaríkjaforseta, taki þeir gildi. Hótanir Bandaríkjamannsins séu óásættanlegar og dragi ekki úr stuðningi Frakklands við Danmörku. 17. janúar 2026 19:09 Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra lýsir yfir stuðningi við Grænland og Danmörku í kjölfar þess að Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur boðað tolla á lönd sem styðja Grænland. Hún segist ekki trúa því að tollastríð „færi okkur nær lausn í þessu máli“ en Trump vill leggja undir sig landið. 17. janúar 2026 18:43 Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Ekki er útilokað að Donald Trump Bandaríkjaforseti leggi toll á Ísland, að mati stjórnmálafræðings, rétt eins og forsetinn hyggst gera við fjölda Evrópuríkja vegna stuðnings þeirra við Grænland. Stjórnmálafræðingurinn segir að aðferðir Trumps séu komnar á svo alvarlegt stig að Evrópulönd geti ekki lengur útilokað innrás Bandaríkjamanna í Grænland. 17. janúar 2026 18:38 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Sjá meira
Lars Løkke Rasmusen, segir yfirlýsingar Trumps um tolla á ríki sem styðja ekki viðleitni hans til að eignast Grænland vera mjög grófar. Þær séu í senn furðulegar þar sem hann sé að refsa Dönum og öðrum fyrir að gera það sem Trump hefur sakað þá um að gera ekki, það er að segja að verja Grænland og norðurslóðir. Vísaði Lars Løkke þá til heræfinga sem stendur til að halda á Grænlandi en Trump sagðist í gær ætla að beita átta ríki sem sent hafa hermenn til Grænlands tollum. Bandaríkjamönnum var boðið að taka þátt í æfingunum. TV2 hefur eftir Lars Løkke að erfitt sé að átta sig á því almennilega hvað Trump vill að gert sé. Giorgia Meloni, forsætisráðherra Ítalíu, segist hafa rætt við Trump í gærkvöldi. Hún er stödd í Suður-Kóreu, þar sem hún ræddi við blaðamenn í morgun og sagði hún að beiting Trumps á tollum hafi verið mistök. Í frétt La Repubblica segir að þetta sé mögulega í fyrsta sinn sem Meloni gagnrýnir Trump með svo berum hætti en þau hafa hingað til átt í mjög góðu sambandi. Hún segir að heræfingarnar á Grænlandi séu ekki gegn Bandaríkjunum, heldur eigi þær að vera með aðkomu þeirra. Meloni segir æfingarnar jákvæðar og aðkoma Atlantshafsbandalagsins að þeim sé jákvæð. Þá vilji hún koma í veg fyrir að deilurnar stigmagnist enn frekar og kallar eftir viðræðum en ekki aðgerðum, að svo stöddu. Þegar hún var spurð um viðbrögð Trumps við orðum hennar sagðist hún þeirrar skoðunar að Bandaríkjamönnum þættu skilaboðin frá Evrópu óskýr. Hún vildi þó ekki fara nánar út í hvað Trump sagði við hana. Ekki sammála um ofurvopnið Politico sagði frá því í morgun að innan Evrópu væru nokkrir leiðtogar búnir að kalla eftir því að Evrópusambandið myndi bregðast við aðgerðum Trumps með tóli sem gjarnan er kallað „viðskiptasprengjuvarpan“. Að leiðtogar ESB noti ákveðnar reglur sambandsins til að setja tolla á önnur ríki og beita öðrum takmörkunum og aðgerðum gegn þeim. Reglurnar voru upprunalega samdar til að auðvelda ESB til að verjast hörðum viðskiptaaðgerðum frá Kína. Reglunum hefur verið lýst sem „ofurvopni“ Evrópusambandsins í viðskiptadeilum við önnur ríki. Ekki er eining innan ESB um að beita þessum reglum og óttast margir að Trump myndi bregðast reiður við og jafnvel reyna að draga Bandaríkin úr NATO. Franskir fjölmiðlar hafa sagt frá því að einn þeirra sem vilji beita þessu úrræði sé Emmanuel Macron, forseti Frakklands.
Grænland Hótanir Bandaríkjanna vegna Grænlands Evrópusambandið Danmörk Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Grínistinn Greipur telur nokkuð víst að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hafi ruglast á Grænlandi og Íslandi. Hann vilji ekki í rauninni eignast Grænland heldur Íslands vegna þess hvernig víkingarnir nefndu löndin til að gabba fólki. 18. janúar 2026 10:41 Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Íbúar Nuuk létu rigningu ekki stöðva sig í gær og mótmæltu í þúsundatali. Mótmæli voru einnig haldin í smærri byggðum landsins stóra, þar sem fólk stóð saman gegn hótunum ráðamanna í Bandaríkjunum. 18. janúar 2026 09:02 Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Frakklandsforseti segir að Evrópulönd muni svara fyrirhuguðum Grænlandstollum Donalds Trump Bandaríkjaforseta, taki þeir gildi. Hótanir Bandaríkjamannsins séu óásættanlegar og dragi ekki úr stuðningi Frakklands við Danmörku. 17. janúar 2026 19:09 Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra lýsir yfir stuðningi við Grænland og Danmörku í kjölfar þess að Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur boðað tolla á lönd sem styðja Grænland. Hún segist ekki trúa því að tollastríð „færi okkur nær lausn í þessu máli“ en Trump vill leggja undir sig landið. 17. janúar 2026 18:43 Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Ekki er útilokað að Donald Trump Bandaríkjaforseti leggi toll á Ísland, að mati stjórnmálafræðings, rétt eins og forsetinn hyggst gera við fjölda Evrópuríkja vegna stuðnings þeirra við Grænland. Stjórnmálafræðingurinn segir að aðferðir Trumps séu komnar á svo alvarlegt stig að Evrópulönd geti ekki lengur útilokað innrás Bandaríkjamanna í Grænland. 17. janúar 2026 18:38 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Sjá meira
Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Grínistinn Greipur telur nokkuð víst að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hafi ruglast á Grænlandi og Íslandi. Hann vilji ekki í rauninni eignast Grænland heldur Íslands vegna þess hvernig víkingarnir nefndu löndin til að gabba fólki. 18. janúar 2026 10:41
Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Íbúar Nuuk létu rigningu ekki stöðva sig í gær og mótmæltu í þúsundatali. Mótmæli voru einnig haldin í smærri byggðum landsins stóra, þar sem fólk stóð saman gegn hótunum ráðamanna í Bandaríkjunum. 18. janúar 2026 09:02
Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Frakklandsforseti segir að Evrópulönd muni svara fyrirhuguðum Grænlandstollum Donalds Trump Bandaríkjaforseta, taki þeir gildi. Hótanir Bandaríkjamannsins séu óásættanlegar og dragi ekki úr stuðningi Frakklands við Danmörku. 17. janúar 2026 19:09
Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra lýsir yfir stuðningi við Grænland og Danmörku í kjölfar þess að Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur boðað tolla á lönd sem styðja Grænland. Hún segist ekki trúa því að tollastríð „færi okkur nær lausn í þessu máli“ en Trump vill leggja undir sig landið. 17. janúar 2026 18:43
Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Ekki er útilokað að Donald Trump Bandaríkjaforseti leggi toll á Ísland, að mati stjórnmálafræðings, rétt eins og forsetinn hyggst gera við fjölda Evrópuríkja vegna stuðnings þeirra við Grænland. Stjórnmálafræðingurinn segir að aðferðir Trumps séu komnar á svo alvarlegt stig að Evrópulönd geti ekki lengur útilokað innrás Bandaríkjamanna í Grænland. 17. janúar 2026 18:38
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila