Hvenær er það besta nógu gott? Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar 26. janúar 2026 14:00 Undanfarnar vikur hafa verið annasamar hjá okkur sem lifum og hrærumst í menntamálum. Nýr ráherra málaflokksins kom inn með miklum látum. Allt í einu var skollið á þriðja læsistríðið, sleggja hafði verið reidd til höggs og henni beint að meintum sökudólgum. Svo virtist sem finna ætti einfalda lausn á afar flóknu viðfangsefni. Ef það er það besta sem ráðherra getur gert, þá er það ekki nógu gott! Við höfum staðið af okkur tvö læsisstríð til þessa og stöndum nú í því þriðja. Ef til vill er hér meira í húfi en sést á yfirborðinu. Persónur og leikendur eru eins og strengjabrúður sem stjórnað er af einhverju sem erfitt er að koma auga á. Fólki er att saman í fjölmiðlum líkt og í hringleikahúsum fortíðar. Fyrirsagnir uppblásnar og rangfærslur á færibandi. Ef þetta er það besta sem fjölmiðlar geta gert, þá er það ekki nógu gott! Við höfum séð þetta allt áður og sé litið yfir sögu menntaumbóta í hinum vestræna heimi síðastliðna áratugi er ýmislegt forvitnilegt að sjá. Menntafrömuðurinn Pasi Sahlberg, höfundur bókarinnar um Finnsku leiðina sem ráðherra hélt á lofti í Kastljósi, hefur árum saman varað við GERM (Global Education Reform Movement) alþjóðlegri stefnu í menntamálum sem reyndi að bæta skóla með mælingum, samkeppni og markaðshugsun. Læsisumræðan hér hjá okkur hefur að undanförnu tekið mið af áherslum GERM eins og krafan um eina staðlaða og mælanlega aðferð (phonics) ber með sér. Að mati Sahlberg hefur stefnan gert meiri skaða en gagn og margir eru sammála honum um það. Við þurfum að verja okkar menntastefnu, sýn og gildi og missa ekki sjónar á okkar norrænu velferðaráherslum sem gera meðal annars ráð fyrir jöfnuði og faglegu frelsi skóla. Ef við gerum það ekki, þá er það ekki nógu gott! En hvernig fer GERM um höf og lönd? Þar virðist sama uppskriftin vera notuð víða, og sem bergmálar nú sem aldrei fyrr í samfélagi okkar. Hrópað er hátt í nafni vísinda og mælinga, bent á blóraböggla fyrir lélegum árangri á Písa og betri útkomu lofað, fjölmiðlum beitt, pólítískur flokkur hefur hátt á þingi, nær atkvæðum og völdum. Árangur lætur hins vegar á sér standa og við höfum víti til að varast. Við höfum staðið af okkur tvö svona áhlaup. Ef við getum ekki staðið af okkur það þriðja þá er það ekki nógu gott! Það var gott að hlusta á Sprengisand á Bylgjunni í gær, 25. janúar, því svo virtist sem nýr tónn væri kominn í málflutning ráðherra barna- og menntamála. Hún talaði um að það þurfi heildstætt samtal í samfélaginu til að finna lausnir og að hvert barn eigi að vera miðpunktur sem nálgast þurfi á eigin forsendum. Í samtalinu heyrðust hvorki upphrópanir né sleggjudómar og vonandi veit þetta á gott. Það er mikilvægt að tala fallega til barna og um börn, líka til kennaranna sem hafa valið sér besta starf í heimi og vilja verja tíma með börnunum okkar. Það er líka eðlilegt að fólk með ólíkar skoðanir á málum vinni saman að því að mæta erfiðum áskorunum og finna í sameiningu leiðir og lausnir. Mér finnst líka eðlilegt að æðsti yfirmaður málaflokks kynni sér mál yfirvegað og leiði af skynsemi í samvinnu við undirmenn sína og samstarfsfólk, annað er ekki nógu gott! Vinkona mín, sem er magnaður læsifræðingur, kenndi mér um daginn spakmæli sem hún heldur í heiðri og mér finnst til eftirbreytni: Gerum eins vel og við getum, þegar við vitum betur gerum við betur! Höfundur er sérfræðingur á Hug- og félagsvísindasviði Háskólans á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Mest lesið Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson Skoðun Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson Skoðun Að finna upp hjólið! Sigfús Aðaslsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson Skoðun Opnari staða Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Vinnufriður Eyþór Arnalds Skoðun Reynslusaga úr stórborginni Hildur Sverrisdóttir Skoðun Íslands fullorðnu synir Hannes Pétursson Skoðun Snertihungur Lára G. Sigurðardóttir Skoðun VG á tímamótum Fastir pennar Skoðun Skoðun Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Heilnæmt umhverfi – má brjóta verkefnið upp? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Fyrir heimabæinn minn Hilmar Gunnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Þegar kristin trú er sögð án krossins — Hvar sagan byrjar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hver er sinnar gæfu smiður, hver er næstur sjálfum sér Jón Þór Júlíusson skrifar Skoðun Samráðsleysi um atvinnuleysistryggingar er feigðarflan Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Gefum íslensku séns Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson skrifar Skoðun Hvenær er það besta nógu gott? Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð íslenskrar líftækni Jens Bjarnason skrifar Skoðun Sjókvíaeldi og framtíð villta laxins Brynjar Arnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar Skoðun Þegar Píratar vöruðu okkur við Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Farsismi Trumps Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Að finna upp hjólið! Sigfús Aðaslsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Um uppbyggingu og starfsemi Arctic Adventures við Skaftafell Ásgeir Baldurs skrifar Skoðun Orkuskipti í orði – ekki á borði Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Fiskeldi til framtíðar Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Dómarar í vitnastúku Hilmar Garðars Þorsteinsson skrifar Skoðun Uppbygging á Blikastöðum Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Traust fjarskipti eru þjóðaröryggismál Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að vilja ekki borga fyrir félagslega þjónustu Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Stóru málin: Börn í leikskólum, ekki á biðlistum Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Ísland einn jaðar á einum stað? Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Ný rannsókn með stórfrétt? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Eru kórallar á leið í sögubækurnar? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Undanfarnar vikur hafa verið annasamar hjá okkur sem lifum og hrærumst í menntamálum. Nýr ráherra málaflokksins kom inn með miklum látum. Allt í einu var skollið á þriðja læsistríðið, sleggja hafði verið reidd til höggs og henni beint að meintum sökudólgum. Svo virtist sem finna ætti einfalda lausn á afar flóknu viðfangsefni. Ef það er það besta sem ráðherra getur gert, þá er það ekki nógu gott! Við höfum staðið af okkur tvö læsisstríð til þessa og stöndum nú í því þriðja. Ef til vill er hér meira í húfi en sést á yfirborðinu. Persónur og leikendur eru eins og strengjabrúður sem stjórnað er af einhverju sem erfitt er að koma auga á. Fólki er att saman í fjölmiðlum líkt og í hringleikahúsum fortíðar. Fyrirsagnir uppblásnar og rangfærslur á færibandi. Ef þetta er það besta sem fjölmiðlar geta gert, þá er það ekki nógu gott! Við höfum séð þetta allt áður og sé litið yfir sögu menntaumbóta í hinum vestræna heimi síðastliðna áratugi er ýmislegt forvitnilegt að sjá. Menntafrömuðurinn Pasi Sahlberg, höfundur bókarinnar um Finnsku leiðina sem ráðherra hélt á lofti í Kastljósi, hefur árum saman varað við GERM (Global Education Reform Movement) alþjóðlegri stefnu í menntamálum sem reyndi að bæta skóla með mælingum, samkeppni og markaðshugsun. Læsisumræðan hér hjá okkur hefur að undanförnu tekið mið af áherslum GERM eins og krafan um eina staðlaða og mælanlega aðferð (phonics) ber með sér. Að mati Sahlberg hefur stefnan gert meiri skaða en gagn og margir eru sammála honum um það. Við þurfum að verja okkar menntastefnu, sýn og gildi og missa ekki sjónar á okkar norrænu velferðaráherslum sem gera meðal annars ráð fyrir jöfnuði og faglegu frelsi skóla. Ef við gerum það ekki, þá er það ekki nógu gott! En hvernig fer GERM um höf og lönd? Þar virðist sama uppskriftin vera notuð víða, og sem bergmálar nú sem aldrei fyrr í samfélagi okkar. Hrópað er hátt í nafni vísinda og mælinga, bent á blóraböggla fyrir lélegum árangri á Písa og betri útkomu lofað, fjölmiðlum beitt, pólítískur flokkur hefur hátt á þingi, nær atkvæðum og völdum. Árangur lætur hins vegar á sér standa og við höfum víti til að varast. Við höfum staðið af okkur tvö svona áhlaup. Ef við getum ekki staðið af okkur það þriðja þá er það ekki nógu gott! Það var gott að hlusta á Sprengisand á Bylgjunni í gær, 25. janúar, því svo virtist sem nýr tónn væri kominn í málflutning ráðherra barna- og menntamála. Hún talaði um að það þurfi heildstætt samtal í samfélaginu til að finna lausnir og að hvert barn eigi að vera miðpunktur sem nálgast þurfi á eigin forsendum. Í samtalinu heyrðust hvorki upphrópanir né sleggjudómar og vonandi veit þetta á gott. Það er mikilvægt að tala fallega til barna og um börn, líka til kennaranna sem hafa valið sér besta starf í heimi og vilja verja tíma með börnunum okkar. Það er líka eðlilegt að fólk með ólíkar skoðanir á málum vinni saman að því að mæta erfiðum áskorunum og finna í sameiningu leiðir og lausnir. Mér finnst líka eðlilegt að æðsti yfirmaður málaflokks kynni sér mál yfirvegað og leiði af skynsemi í samvinnu við undirmenn sína og samstarfsfólk, annað er ekki nógu gott! Vinkona mín, sem er magnaður læsifræðingur, kenndi mér um daginn spakmæli sem hún heldur í heiðri og mér finnst til eftirbreytni: Gerum eins vel og við getum, þegar við vitum betur gerum við betur! Höfundur er sérfræðingur á Hug- og félagsvísindasviði Háskólans á Akureyri.
Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar
Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar
Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar