Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir og Þórey Vilhjálmsdóttir skrifa 29. janúar 2026 17:31 Flest höfum við skoðun á Reykjavík - borginni okkar því snertifletirnir eru endalausir. Göturnar, skólarnir, leikskólarnir, grænu svæðin, umferðin, skipulagið og þjónusta borgarinnar eru allt þættir sem móta daglegt líf okkar íbúanna. Þegar hlutirnir ganga vel tökum við varla eftir því. En þegar þeir ganga illa finnum við strax fyrir því. Ef þú ert með skoðun, og þá sérstaklega ef þér finnst að hlutirnir gætu verið betri, þá er mikilvægt að taka þátt og hafa áhrif. Ein besta leiðin til þess er að taka þátt í prófkjörum stjórnmálaflokkanna í Reykjavík. Það er einmitt það sem Björg Magnúsdóttir gerði, en hún býður sig fram til þess að leiða lista Viðreisnar í Reykjavík í borgarstjórnarkosningum í vor. Björg er rétta manneskjan í verkið. Hún þekkir þjónustu borgarinnar úr eigin lífi, verandi með börn á öllum skólastigum og eiginlega ofurnotandi kerfisins. Þá bætist við dýrmæt reynsla úr fjölmiðlum og ekki síst reynsla sem aðstoðarmaður borgarstjóra, þar sem hún fékk innsýn í rekstur borgarinnar og hversu margt má gera betur þar. Björg hefur allt sem þarf til að knýja fram breytingar. Hún er metnaðarfull, ástríðufull og leggur sig alla fram í því sem hún tekur sér fyrir hendur. Það sem hún gerir, gerir hún vel. Í stjórnmálum skiptir eigin sannfæring, ástríða og skýr sýn öllu máli. Við þekkjum það sjálfar eftir störf á síbreytilegum vettvangi stjórnmálanna. Þegar Björg talar, veit maður að hún meinar það sem hún segir. Hún er heiðarleg, trúir á málefnin og berst af einlægni fyrir þeim. Björg er sannarlega framtíðarleiðtogi með fjölbreytta reynslu af því að vinna með fólki - en það er einmitt það sem stjórnmál snúast um; fólk. Það þarf að gera hlutina öðruvísi í borgarstjórn Reykjavíkur. Það þarf nýja kynslóð inn í Ráðhúsið, fólk með hugrekki til að breyta því sem þarf að breyta og gera góða borg enn betri. Spurningin er hverjum við treystum til þess verks. Við treystum Björgu Magnúsdóttur og styðjum hana heilshugar í leiðtogaprófkjöri Viðreisnar í Reykjavík á laugardaginn. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir er fv. borgarfulltrúi og framkvæmdastjóri Kara Connect og Þórey Vilhjálmsdóttir er Proppé stofnandi og framkvæmdastjóri Öldu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson Skoðun Enn má Daði leiðrétta Skoðun Skoðun Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Flest höfum við skoðun á Reykjavík - borginni okkar því snertifletirnir eru endalausir. Göturnar, skólarnir, leikskólarnir, grænu svæðin, umferðin, skipulagið og þjónusta borgarinnar eru allt þættir sem móta daglegt líf okkar íbúanna. Þegar hlutirnir ganga vel tökum við varla eftir því. En þegar þeir ganga illa finnum við strax fyrir því. Ef þú ert með skoðun, og þá sérstaklega ef þér finnst að hlutirnir gætu verið betri, þá er mikilvægt að taka þátt og hafa áhrif. Ein besta leiðin til þess er að taka þátt í prófkjörum stjórnmálaflokkanna í Reykjavík. Það er einmitt það sem Björg Magnúsdóttir gerði, en hún býður sig fram til þess að leiða lista Viðreisnar í Reykjavík í borgarstjórnarkosningum í vor. Björg er rétta manneskjan í verkið. Hún þekkir þjónustu borgarinnar úr eigin lífi, verandi með börn á öllum skólastigum og eiginlega ofurnotandi kerfisins. Þá bætist við dýrmæt reynsla úr fjölmiðlum og ekki síst reynsla sem aðstoðarmaður borgarstjóra, þar sem hún fékk innsýn í rekstur borgarinnar og hversu margt má gera betur þar. Björg hefur allt sem þarf til að knýja fram breytingar. Hún er metnaðarfull, ástríðufull og leggur sig alla fram í því sem hún tekur sér fyrir hendur. Það sem hún gerir, gerir hún vel. Í stjórnmálum skiptir eigin sannfæring, ástríða og skýr sýn öllu máli. Við þekkjum það sjálfar eftir störf á síbreytilegum vettvangi stjórnmálanna. Þegar Björg talar, veit maður að hún meinar það sem hún segir. Hún er heiðarleg, trúir á málefnin og berst af einlægni fyrir þeim. Björg er sannarlega framtíðarleiðtogi með fjölbreytta reynslu af því að vinna með fólki - en það er einmitt það sem stjórnmál snúast um; fólk. Það þarf að gera hlutina öðruvísi í borgarstjórn Reykjavíkur. Það þarf nýja kynslóð inn í Ráðhúsið, fólk með hugrekki til að breyta því sem þarf að breyta og gera góða borg enn betri. Spurningin er hverjum við treystum til þess verks. Við treystum Björgu Magnúsdóttur og styðjum hana heilshugar í leiðtogaprófkjöri Viðreisnar í Reykjavík á laugardaginn. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir er fv. borgarfulltrúi og framkvæmdastjóri Kara Connect og Þórey Vilhjálmsdóttir er Proppé stofnandi og framkvæmdastjóri Öldu
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun