Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar 29. janúar 2026 18:02 Um síðustu helgi lauk einum af skemmtilegustu viðbuðum sem skátar í Reykjavík taka þátt í á ári hverju: Vetrarmóti Reykjavíkurskáta á Úlfljótsvatni. Þar komu saman skátar á aldrinum 10–18 ára, settu upp tjöld í kuldanum, gistu þar – og höfðu gaman af. Í heimi þar sem samkeppni um athygli barna er sífellt meiri og skjátími eykst, er ómetanlegt að sjá yfir hundrað ungmenni velja útivist, áskoranir og samveru fram yfir hlýjuna heima. Það eitt og sér segir okkur mikið um styrk skátahreyfingarinnar. Þetta snýst nefnilega ekki bara um að læra pelastikk og syngja ging-gang-gúllí-gúllí. Skátahreyfingin hefur í yfir hundrað ár átt stóran sess í hjörtum Íslendinga og verið mikilvægur hluti af framboði tómstundastarfs í Reykjavík. Í skátastarfi fær hvert barn að vaxa á eigin forsendum, prófa sig áfram, bera ábyrgð og taka þátt í samfélagi þar sem samheldni er höfð að leiðarljósi. Þetta er starf sem á vel heima í flóru tómstunda og félagsstarfs í borginni – ekki síst fyrir börn sem finna sig ekki í hefðbundnum íþróttum, vilja kynnast nýjum krökkum, takast á við áskoranir eða einfaldlega stunda meiri útivist. Þar getur skátastarf gegnt lykilhlutverki í að efla leiðtogafærni, félagsfærni, styrkja sjálfsmynd barna og auðvelda inngildingu þeirra í íslensku samfélagi. Í stöðu skátastarfs í Reykjavík felast hins vegar bæði tækifæri og áskoranir. Flest skátafélög í Reykjavík eru með biðlista þar sem þau geta ekki með góðu móti tekið við öllum börnum sem vilja taka þátt í starfinu. Á sama tíma sýna tölur að áhugi barna og foreldra á skátastarfi hefur sjaldan eða aldrei verið meiri. Það er ljóst að við getum fjölgað iðkendum, en til þess þarf hreyfingin meiri aðstoð og stuðning. Skátasamband Reykjavíkur hefur ítrekað bent á að fjárveitingar borgarinnar til viðhalds og reksturs skátaheimila séu ekki í takt við raunverulegar þarfir. Skátaheimilin eru hjarta starfseminnar – þar fer fram félagsstarf á veturna með reglulegum fundum og fræðslu, og á sumrin eru þar haldin sumarnámskeið, Útilífsskólinn, sem opin eru öllum börnum á aldrinum 8-12 ára. Þegar fjármagn vantar í viðhald og uppbyggingu eru félögin sett í þá stöðu að þurfa að velja á milli þess að kaupa til dæmis nýja glugga til að tryggja að húsnæðið mæti kröfum, eða setja meiri kraft í grunnstarfið. Með öflugra grunnstarfi er hægt að taka á móti fleiri iðkendum ásamt því að gera dagskrá félaganna enn áhugaverðari fyrir börnin. Þá eru einnig mikil tækifæri fólgin í því að setja á laggirnar skátastarf í fleiri hverfum borgarinnar. Í dag eru fjölmenn hverfi eins og Úlfarsárdalur og Grafarholt enn án starfandi skátafélags og í Breiðholti eru mörg sóknarfæri. Þarna eru fjölmenn barnahverfi og með réttum stuðningi væri hægt að bjóða hundruðum barna í þessum hverfum upp á skátastarf sem gæti orðið lykillinn að félagsþroska þeirra, vellíðan og virkri þátttöku í samfélaginu. Að lokum vill Skátasamband Reykjavíkur leggja áherslu á að samtal skiptir máli. Nú þegar kosningabarátta flokkanna hefst í aðdraganda borgarstjórnakosninga verður gott að eiga uppbyggilegt samtal við allt það fólk sem býður fram krafta sína í þágu samfélagsins í borginni. Okkur er öllum annt um það að börnin okkar blómstri á sínum forsendum – og þar getur skátastarf lagt mikið af mörkum. Við erum tilbúin í samtalið um það hvernig við getum sameiginlega tryggt að skátastarf verði áfram sterkur og aðgengilegur valkostur fyrir börnin í borginni. Höfundur er formaður Skátasambands Reykjavíkur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skátar Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Enn má Daði leiðrétta Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Um síðustu helgi lauk einum af skemmtilegustu viðbuðum sem skátar í Reykjavík taka þátt í á ári hverju: Vetrarmóti Reykjavíkurskáta á Úlfljótsvatni. Þar komu saman skátar á aldrinum 10–18 ára, settu upp tjöld í kuldanum, gistu þar – og höfðu gaman af. Í heimi þar sem samkeppni um athygli barna er sífellt meiri og skjátími eykst, er ómetanlegt að sjá yfir hundrað ungmenni velja útivist, áskoranir og samveru fram yfir hlýjuna heima. Það eitt og sér segir okkur mikið um styrk skátahreyfingarinnar. Þetta snýst nefnilega ekki bara um að læra pelastikk og syngja ging-gang-gúllí-gúllí. Skátahreyfingin hefur í yfir hundrað ár átt stóran sess í hjörtum Íslendinga og verið mikilvægur hluti af framboði tómstundastarfs í Reykjavík. Í skátastarfi fær hvert barn að vaxa á eigin forsendum, prófa sig áfram, bera ábyrgð og taka þátt í samfélagi þar sem samheldni er höfð að leiðarljósi. Þetta er starf sem á vel heima í flóru tómstunda og félagsstarfs í borginni – ekki síst fyrir börn sem finna sig ekki í hefðbundnum íþróttum, vilja kynnast nýjum krökkum, takast á við áskoranir eða einfaldlega stunda meiri útivist. Þar getur skátastarf gegnt lykilhlutverki í að efla leiðtogafærni, félagsfærni, styrkja sjálfsmynd barna og auðvelda inngildingu þeirra í íslensku samfélagi. Í stöðu skátastarfs í Reykjavík felast hins vegar bæði tækifæri og áskoranir. Flest skátafélög í Reykjavík eru með biðlista þar sem þau geta ekki með góðu móti tekið við öllum börnum sem vilja taka þátt í starfinu. Á sama tíma sýna tölur að áhugi barna og foreldra á skátastarfi hefur sjaldan eða aldrei verið meiri. Það er ljóst að við getum fjölgað iðkendum, en til þess þarf hreyfingin meiri aðstoð og stuðning. Skátasamband Reykjavíkur hefur ítrekað bent á að fjárveitingar borgarinnar til viðhalds og reksturs skátaheimila séu ekki í takt við raunverulegar þarfir. Skátaheimilin eru hjarta starfseminnar – þar fer fram félagsstarf á veturna með reglulegum fundum og fræðslu, og á sumrin eru þar haldin sumarnámskeið, Útilífsskólinn, sem opin eru öllum börnum á aldrinum 8-12 ára. Þegar fjármagn vantar í viðhald og uppbyggingu eru félögin sett í þá stöðu að þurfa að velja á milli þess að kaupa til dæmis nýja glugga til að tryggja að húsnæðið mæti kröfum, eða setja meiri kraft í grunnstarfið. Með öflugra grunnstarfi er hægt að taka á móti fleiri iðkendum ásamt því að gera dagskrá félaganna enn áhugaverðari fyrir börnin. Þá eru einnig mikil tækifæri fólgin í því að setja á laggirnar skátastarf í fleiri hverfum borgarinnar. Í dag eru fjölmenn hverfi eins og Úlfarsárdalur og Grafarholt enn án starfandi skátafélags og í Breiðholti eru mörg sóknarfæri. Þarna eru fjölmenn barnahverfi og með réttum stuðningi væri hægt að bjóða hundruðum barna í þessum hverfum upp á skátastarf sem gæti orðið lykillinn að félagsþroska þeirra, vellíðan og virkri þátttöku í samfélaginu. Að lokum vill Skátasamband Reykjavíkur leggja áherslu á að samtal skiptir máli. Nú þegar kosningabarátta flokkanna hefst í aðdraganda borgarstjórnakosninga verður gott að eiga uppbyggilegt samtal við allt það fólk sem býður fram krafta sína í þágu samfélagsins í borginni. Okkur er öllum annt um það að börnin okkar blómstri á sínum forsendum – og þar getur skátastarf lagt mikið af mörkum. Við erum tilbúin í samtalið um það hvernig við getum sameiginlega tryggt að skátastarf verði áfram sterkur og aðgengilegur valkostur fyrir börnin í borginni. Höfundur er formaður Skátasambands Reykjavíkur
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun