Framhaldsskólanemar tóku þátt í samstöðugjörningi
Nemendur og kennarar í sextán framhaldsskólum tóku þátt í samstöðugjörningi UN Women í þágu jafnréttis í hádeginu í dag. Líkt og Ívar Halldórsson myndatökumaður fangaði gengu nemendur Menntaskólans í Reykjavík nokkur skref fram og önnur aftur á bak til marks um það bakslag sem konur og hinsegin fólk um allan heim eru sögð standa frammi fyrir.