Tíu tíma maraþontónleikar
Á þessari stundu fara fram maraþontónleikar hljómsveitarinnar Supersport. Fyrstu tónleikarnir hófust á hádegi og ætla meðlimir sveitarinnar að spila nýjustu breiðskífuna í gegn á klukkustundarfresti alls tíu sinnum, allt til klukkan tíu í kvöld.