Ísland í dag - Fundu ástina og skipulögðu brúðkaup á þremur mánuðum
Maríanna Pálsdóttir, eigandi heilsusetursins UMI úti á Seltjarnarnesi, gekk í það heilaga í lok ágúst. Sá heppni heitir Guðmundur Ingi Hjartarson, yfirleitt kallaður Dommi, en þau Maríanna felldu hugi saman fyrir tæpum fjórum árum síðan. Maríanna og Dommi eru ekkert að stressa sig á lífinu og skipulögðu brúðkaupið á þremur mánuðum. Play féll daginn sem brúðkaupsferðin átti að hefjast þannig að hún breyttist í eina, stóra óvissuferð. Ísland í dag tók Maríönnu tali og fékk ástarsöguna beint í æð.