Alþingi

Alþingi

Fréttir af löggjafarþingi Íslendinga, þingmönnum og fleiri tengdum málum.

Fréttamynd

Áskoranir á nýju ári

Nýtt ár er runnið upp með fyrirheitum og vonum um batnandi tíð. Við blasir að kveða niður veiruna með fjöldabólusetningum og koma atvinnulífinu í fullan gang.

Skoðun
Fréttamynd

Flestir vilja Katrínu sem næsta forsætisráðherra en fæstir Ingu

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, er sá stjórnmálaleiðtogi sem nýtur mests stuðnings til að gegna embætti forsætisráðherra eftir kosningar næsta haust samkvæmt nýrri könnun sem Maskína vann fyrir fréttastofu Stöðvar 2. Þeim sem kváðust styðja Bjarna Benediktsson í embætti forsætisráðherra fór fækkandi eftir að fréttir bárust af veru Bjarna á sölusýningu í Ásmundarsal á Þorláksmessu.

Innlent
Fréttamynd

Grímuklædd á síðasta ríkisráðsfundi ársins

Rík­is­ráð kom sam­an til fund­ar á Bessa­stöðum klukk­an 11 í síðasta sinn á árinu. Löng hefð er fyr­ir því að ráðið, sem sam­an­stend­ur af ráðherr­um rík­is­stjórn­ar­inn­ar og for­seta Íslands, komi sam­an til fund­ar á Bessa­stöðum á gaml­árs­dag.

Innlent
Fréttamynd

Bölvun Sjálf­stæðis­flokksins

Gunnar Smári Egilsson fer yfir fylgi þeirra flokka sem setið hafa í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki, fyrir og eftir og það kemur á daginn að fæstir ríða feitum hesti frá þeim viðskiptum.

Skoðun
Fréttamynd

Hægt að spara fjármuni með því að gera þetta betur

„Þetta er eiginlega góð saga um það hvernig það að hlusta, og samtalið getur leitt af sér,“ segir Willum Þór Þórsson þingmaður Framsóknarflokksins. Hann setti á árinu af stað vinnu og lagði fram þingsályktunartillögu, sem snýr að bættri þjónustu fyrir langveika og fatlaða og þeirra aðstandendur.

Lífið
Fréttamynd

Formenn þingflokka funda með Steingrími

Þingflokksformenn munu funda með forseta Alþingis í dag um kröfu stjórnarandstöðunnar um að þing verði kallað saman til að ræða sóttvarnarbrot Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra.

Innlent
Fréttamynd

Fullkomin óreiða

Við þingmenn Miðflokksins fórum fram á að Alþingi væri kallað saman milli jóla- og nýárs til þess að ræða þá alvarlegu stöðu sem nú blasir við vegna bólusetningar gegn Covid 19.

Skoðun
Fréttamynd

Ritari Fram­sóknar­flokksins: „Erfitt að sjá Sjálf­stæðis­flokkinn fyrir sér í næstu ríkis­stjórn“

Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóri í Fjarðabyggð og ritari Framsóknarflokksins, segir erfitt að sjá fyrir sér að Sjálfstæðisflokkurinn geti setið í næstu ríkisstjórn. Forystufólki flokksins „gangi illa að upplifa sig sem hluta af þjóðinni,“ og kveðst Jón Björn hafa áhyggjur af stöðu Sjálfstæðisflokksins og segir að augljósir brestir flokksins veiki hann til forystu í íslensku þjóðfélagi.

Innlent
Fréttamynd

Þurfa tvo þingmenn í viðbót til að kalla saman þing

Allir þingmenn stjórnarandstöðu hafa tekið undir kröfu Samfylkingarinnar um að Alþingi komi saman til fundar þann 29. desember. Þrjátíu þingmenn móta stjórnarandstöðu og þyrftu þannig aðeins tveir þingmenn stjórnarflokka að taka undir kröfuna svo að af þingfundi geti orðið. Þetta kemur fram í orðsendingu Oddnýjar Harðardóttur, þingflokksformanns Samfylkingarinnar, til fréttastofu.

Innlent
Fréttamynd

Krabbamein skorar Þórunni „aftur á hólm“

Þórunn Egilsdóttir, þigflokksformaður Framsóknarflokksins, var lögð inn á Sjúkrahúsið á Akureyri 22. desember og hóf hún lyfjameðferð vegna krabbameins í gær. Þórunn hefur áður glímt við krabbamein en hún greinir frá því á Facebook í dag að meinið hafi aftur skotið upp kollinum.

Innlent
Fréttamynd

Segir Þórhildi Sunnu og Helgu Völu ekkert erindi eiga í pólitík

Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, þingmann Pírata og Helgu Völu Helgadóttur, þingmann Samfylkingarinnar, hafa „lítið sem ekkert fram að færa í pólitík,“ og að þær „noti hvert tækifæri til að skapa upplausn.“ Þetta má ráða af færslu sem Brynjar birtir á Facebook-síðu sinni í dag þar sem hann vitnar til annarrar Facebook-færslu sem hann skrifaði í gær þar sem Helga Vala og Þórhildur Sunna komu við sögu.

Innlent
Fréttamynd

Samfylkingin vill að Alþingi verði kallað saman fyrir áramót

Þingflokksformaður Samfylkingarinnar hefur óskað eftir að Alþingi komi saman þann 29. desember þar sem fram fari sérstök umræða við forsætisráðherra um „þá hættu sem skapast getur vegna hópamyndana um áramótin,“ að því er segir í tilkynningu frá Samfylkingunni.

Innlent
Fréttamynd

Píratar íhuga vantrauststillögu á hendur Bjarna

Þingflokkur Pírata hefur til skoðunar að leggja fram vantrauststillögu á hendur Bjarna Benedikssyni, fjármála- og efnahagsráðherra. Þetta kom fram í hádegisfréttum Rúv í dag þar sem haft var eftir Jóni Þór Ólafssyni, þingmanni Pírata og formanni stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, að vera Bjarna í of fjölmennu samkvæmi á Þorlásmessu sé til þess fallið að rýra traust í garð stjórnmálamanna.

Innlent
Fréttamynd

Sögulegur tölvupóstur lögreglu kom upp um ráðherra

Bjarni Benediktsson efnahags- og fjármálaráðherra sætir töluverðri gagnrýni fyrir veru sína í opnu húsi í Ásmundarsal við Freyjugötu í miðborg Reykjavíkur. Bjarni hefur beðist afsökunar á að hafa ekki yfirgefið listasafnið þegar hann áttaði sig á því að fjöldinn væri umfram takmarkanir. Hann hefur ekki svarað símtölum fjölmiðla það sem af er degi.

Innlent
Fréttamynd

Bóluefnavandi ríkisstjórnarinnar

Þingflokkur Miðflokksins hefur farið fram á að Alþingi verði kallað saman til að ræða þá alvarlegu stöðu sem nú er uppi varðandi bólusetningu landsmanna vegna COVID 19.

Skoðun
Fréttamynd

Stór sigur í jafn­réttis­málum

Undanfarnar vikur hefur frumvarp félagsmálaráðherra um fæðingar og foreldraorlof verið til umræðu í þinginu og samfélaginu öllu. Það hefur verið fróðlegt og gott nesti inn í umræðuna á þinginu, sérstaklega þegar um er að ræða svo mikilvægt mál.

Skoðun
Fréttamynd

Fjárlög sem verja lífsgæði

Fjárlög næsta árs hafa verið samþykkt á Alþingi og bera skýrt merki þess að við höfum átt í baráttu allt þetta ár við heimsfaraldur og afleiðingar hans. Aðferðafræði stjórnvalda til að takast á við vandann er skýr þegar horft er á stóru tölurnar í frumvarpinu.

Skoðun
Fréttamynd

Fjárlög næsta árs samþykkt á Alþingi

Fjárlög 2021 voru samþykkt á Alþingi nú rétt eftir klukkan tíu með 33 atkvæðum en 28 greiddu ekki atkvæði. Fjárlögin markast af viðbrögðum stjórnvalda við áhrifum kreppunnar sem fylgir kórónuveirufaraldrinum.

Innlent