Hefur boðað Áslaugu á fund vegna samskipta hennar og lögreglustjóra Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, fór fram á það við Jón Þór Ólafsson, formann stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra komi fyrir nefndina sem fyrst til. Innlent 25. febrúar 2021 17:08
Nýr Menntasjóður landsbyggðinni í vil Frumvarp Lilju D. Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra um Menntasjóð námsmanna var samþykkt á Alþingi sl. vor. Hér er um að ræða heildarendurskoðun námslánakerfisins og miðar að því að jafna stuðning ríkisins til námsmanna. Skoðun 25. febrúar 2021 14:31
Skoðanabræðurnir Björn Leví og Ásmundur vilja leyfa ræktun lyfjahamps á Íslandi Píratar halda því fram að Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hafi komið úr skápnum sem hálfgildings Pírati í morgun. Innlent 25. febrúar 2021 14:03
Tryggvi hættir sem umboðsmaður Alþingis Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, hefur beðist lausnar frá embættinu sem hann hefur gegnt frá ársbyrjun 2000. Frá þessu greindi Steingrímur J. Sigúfsson forseti Alþingis, við upphaf þingfundar klukkan 13. Forsætisnefnd Alþingis hefur fallist á beiðni Tryggva. Innlent 25. febrúar 2021 13:21
Atvinnuleysisstefna fyrir hin ríku Stefna ríkisstjórnarinnar er að geyma atvinnulausa á atvinnuleysisskrá þar til að einkafyrirtæki munu óska eftir starfskröftum þess; að einhverju leyti næsta haust, en líklega ekki fyrr en á næsta ári og því þar næsta. Skoðun 25. febrúar 2021 11:38
Stærsti skjálftinn í tilfelli Bryndísar reyndist harður árekstur Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og einn forseta Alþingis, lenti í hörðum árekstri í Ártúnsbrekkunni í gær. Bryndís slapp með skrekkinn en bíll hennar er ónýtur. Innlent 25. febrúar 2021 10:51
Þingheimur skelkaður en Ari Trausti telur líklegt að gjósi Ari Trausti Guðmundsson, þingmaður Vinstri grænna, helsti jarðvísindamaður þingsins, hefur ekki legið á þeirri skoðun sinni að jarðhræringarnar á Reykjanesi séu fyrirboði eldgoss. Innlent 25. febrúar 2021 10:33
Spyr hvort það hafi virkilega ekki hvarflað að ráðherra að samskiptin væru óeðlileg „Hvarflaði það virkilega ekki að ráðherra að samskiptin og bein símtöl hennar sjálfrar til lögreglustjóra væru óeðlileg á þessum tímapunkti, til lögreglustjóra sem þarna var í blábyrjun rannsóknar á meintum brotum á sóttvarnalögum af hálfu samflokksmanns þessa ráðherra og formanns?“ Innlent 24. febrúar 2021 17:47
Launaþjófnaður verði refsiverður Undirritaður mælir í dag fyrir frumvarpi á Alþingi um að launaþjófnaður verði refsiverður. Verkalýðshreyfingin hefur lengi kallað eftir slíku. Frumvarpið lýtur að starfskjörum launafólks og er markmið þess að sporna við kjarasamningsbrotum á vinnumarkaði. Skoðun 24. febrúar 2021 09:32
Flokkspólitísk framboðsræða í Facebook-hópi hjúkrunarfræðinga veldur ólgu Ýmsir hjúkrunarfræðingar eru afar ósáttir við framboðsræðu Katrínar Sifjar Sigurgeirsdóttur sem hún birti á Facebook-hópi þeirra. Athyglisverðar umræður áttu sér stað áður en pistillinn og umræðan var fjarlægð. Innlent 24. febrúar 2021 08:42
Landsréttarmálið hefur kostað 141 milljón Kostnaður íslenska ríkisins vegna ólögmætrar skipunar Sigríðar Á. Andersen fyrrverandi dómsmálaráðherra á dómurum í Landsrétt árið 2017 stendur nú í 141 milljón króna. Innlent 23. febrúar 2021 17:14
Boðskortið í brúðkaupið er stjórnarskráin Eftir venju segjast allir flokkar ganga til kosninga óbundnir um stjórnarsamstarf. Formlega er það svo. En auðlindaákvæðið í stjórnarskrárfrumvarpi VG veldur því efnislega að stjórnarflokkarnir eru um leið að skuldbinda sig til áframhaldandi samstarfs. Skoðun 23. febrúar 2021 11:02
Brynjar telur spillingartal fráleitt ef Þorvaldur er einn til frásagnar Brynjar Níelsson alþingismaður segir lítið mark á niðurstöðum Transparency International takandi ef samtökin vilja byggja sínar niðurstöður á ályktunum Þorvaldar Gylfasonar hagfræðings Innlent 22. febrúar 2021 10:34
Spillingin liggur víða Ég varð mjög hugsi þegar forsvarsmenn Gagnsæis, sem er Íslandsdeild Transparency International, tilkynntu með miklum þunga að spilling á Íslandi hefði aukist á milli ára eins og öll síðustu tíu ár samkvæmt mælingum á spillingarvísitölu þeirra. Skoðun 22. febrúar 2021 10:03
„Þjóðfélaginu til háborinnar skammar“ að fólk bíði í röðum eftir mat Guðmundur Ingi Kristinsson, þingflokksformaður Flokks fólksins, segist ekki óttast að flokkurinn detti út af þingi í næstu kosningum. Samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis mælist flokkurinn með um það bil fjögur prósent og nær ekki manni inn. Erlent 21. febrúar 2021 21:50
Telur hagstæðara fyrir ríkissjóð að eiga Íslandsbanka áfram Fyrrverandi ráðherra og dósent við Háskóla Íslands segir að það sé hagstæðara fyrir ríkið að eiga Íslandsbanka og fá áfram arðgreiðslur en að selja hann og borga niður lán. Innlent 21. febrúar 2021 20:31
Blóðug barátta á botninum fyrir kosningar Fylgi Samfylkingarinnar dalar nokkuð samkvæmt nýrri könnun og Flokkur fólksins dettur út af þingi. Prófessor í stjórnmálafræði telur nær ómögulegt að flokkum fjölgi á Alþingi og segir blóðuga baráttu fram undan á milli minnstu flokkanna. Innlent 21. febrúar 2021 18:31
Hælisleitendur: Skýr skilaboð frá Norðurlöndum Norðurlöndin hafa söðlað um í stefnu sinni í málefnum hælisleitenda. Sterkur samhljómur er með Dönum og Norðmönnum í þessum málum. Nýja stefnan felst í að veita fólki hjálp með atbeina alþjóðlegra stofnana. Skoðun 21. febrúar 2021 09:00
Ætla að auka verðmætasköpun og hagsæld með nýrri stefnu Nýsköpunarráðherra kynnir skýrslu á Alþingi í næstu viku sem felur í sér aðgerðir til að bæta samkeppnishæfni og auka verðmætasköpun í atvinnulífinu. Fjölmargir hafa komið að mótun stefnunnar segir verkefnastýra. Stefnan geti skapað ný og spennandi tækifæri fyrir atvinnulífið í landinu. Innlent 20. febrúar 2021 19:32
„Afsakið en hvaða grín er þetta?“ Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, lýsir undrun sinni yfir því að mennta- og menningarmálaráðherra hafi falið þremur þingmönnum stjórnarflokkanna að leita leiða til að sætta sjónarmið og rýna í lög vegna Ríkisútvarpsins. „Afsakið en hvaða grín er þetta?“ spyr Hanna Katrín sem furðar sig á því hvers vegna þingmönnum stjórnarandstöðunnar sé ekki boðið að vera með. Innlent 20. febrúar 2021 15:55
Mest traust til Landhelgisgæslunnar en minnst til borgarstjórnar Landhelgisgæslan er sú stofnun sem flestir landsmenn bera mest traust til samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup eða 86 prósent. Fæstir segjast aftur á móti bera mest traust til borgarstjórnar Reykjavíkur eða 22 prósent. Í langflestum tilvikum hefur traust landsmanna til ýmissa stofnanna aukist milli ára samkvæmt könnuninni. Innlent 20. febrúar 2021 14:34
Við tökum þetta bara á trúnni Frumvarp til laga um kristinfræðslu var rætt á Alþingi í fyrradag. Þar sem ég hef nýlokið rannsókn á fjármálalæsi í skólakerfinu vegna meistaranáms við Háskóla Íslands tel ég mig knúna til þess að leggja orð í belg og vekja athygli á undarlegri forgangsröðun okkar ágætu þingmanna. Skoðun 20. febrúar 2021 13:00
Felur þremur stjórnarþingmönnum að „sætta ólík sjónarmið“ um Rúv Lilja Alfreðdsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, hefur falið þremur fulltrúum ríkisstjórnarflokkanna að gera tillögur að breytingum á lögum um Ríkisútvarpið í þeirri von að „sætta ólík sjónarmið um starfsemi og hlutverk Ríkisútvarpsins.“ Innlent 20. febrúar 2021 09:53
Frumvarp heilbrigðisráðherra um afglæpavæðingu neysluskammta komið fram Frumvarp heilbrigðisráðherra um afglæpavæðingu neysluskammta var birt í samráðsgátt stjórnvalda í dag. Í því er lagt til að kaup og varsla á takmörkuðu magni af fíkniefnum til eigin nota verði heimiluð. Innlent 19. febrúar 2021 15:15
Ríkisstjórn stöðnunar um launamun kynjanna Í gær voru færðar fréttir af því að tekjur háskólamenntaðra kvenna væru sambærilegar og ómenntaðra karla. Af því tilefni sagði forsætisráðherra að alltof hægt gangi að ná jafnrétti á Íslandi. Karlar í sambúð hafa að meðaltali 749 þúsund krónur á mánuði og konur í sambúð um 564 þúsund krónur á mánuði. Skoðun 19. febrúar 2021 14:15
Lagt til að gæludýrahald í fjölbýlishúsum verði gefið frjálst Lagt er til að skilyrði um samþykki meirihluta íbúa fjöleignahúss fyrir gæludýrahaldi verði afnumið í frumvarpi sem Flokkur fólksins hyggst leggja fram. Formaður flokksins segir efnaminna fólki mismunað. Innlent 19. febrúar 2021 13:14
Markmiðin sem birtust fyrir tilviljun Eitt það mikilvægasta í Parísarsamkomulaginu er að aðildarríkin, Ísland þar með talið, voru sammála um að gera sífellt betur í loftslagsmálum. Þess vegna er ætlast til þess að lönd skili inn uppfærðum landsmarkmiðum um samdrátt í losun á fimm ára fresti, þar sem metnaðurinn er aukinn frá síðustu útgáfu. Skoðun 19. febrúar 2021 13:00
Fékk loksins athygli þegar hann byrjaði að blóta Óttarr Proppé hefur marga fjöruna sopið og erfitt að segja hvort landsmenn þekki hann frekar sem tónlistarmann eða stjórnmálamann. Lífið 19. febrúar 2021 07:01
Segir loftslagsmarkmið Íslands prúttuð niður Þingmaður Pírata segir loftslagsmarkmið Íslands hafa verið prúttuð niður og vill að stjórnvöld setji sér sjálfstæð markmið umfram málamiðlanir við Evrópusambandið. Innlent 18. febrúar 2021 19:01
Umræða um hálendisþjóðgarð þarfnist lengri tíma Umræða um stofnun hálendisþjóðgarðs þarfnast lengri tíma að sögn Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. „Það er mín persónulega skoðun að mér fyndist allt í lagi að hugsa, í ljósi umræðu um málið, hvort það sé möguleiki að taka fleiri skref en smærri,“ sagði Þórdís aðspurð um stöðu málsins í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Innlent 18. febrúar 2021 13:52