

Alþingi
Fréttir af löggjafarþingi Íslendinga, þingmönnum og fleiri tengdum málum.

Guðmundur Andri telur Svanhildi Hólm ekki góðan kost í Efstaleitið
Þingmaðurinn telur umsókn aðstoðarmanns fjármálaráðherra athyglisvert uppátæki.

Mælti loks fyrir fjölmiðlafrumvarpinu eftir erfiða meðferð í ríkisstjórn
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, mælti í kvöld fyrir breytingum á lögum um fjölmiðla á Alþingi. Verði frumvarp hennar samþykkt geta einkareknir fjölmiðlar átt rétt á stuðningi frá hinu opinbera að uppfylltum skilyrðum.

Segir meirihlutann ekki leggjast gegn frumkvæðisathugun á hæfi Kristjáns Þórs
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fjallar um frumkvæðisathugun á hæfi Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegsráðherra um leið og færi gefst. Varaformaður nefndarinnar segir misskilning að meirihluti nefndarinnar leggist gegn frumkvæðisathuguninni.

Þórdís ræddi börnin og barnabörnin við forstjóra Samherja
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, atvinnu- og nýsköpunarráðherra, segir aðeins tilviljun hafa ráðið því að hún sat við sama borð og Björgólfur Jóhannsson í flugstöðinni á Akureyrarflugvelli fyrir helgi.

„Ég svara því bara fullum hálsi“
Frumkvæðisathugun á hæfi Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegsráðherra verður til umfjöllunar á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í dag.

Þingmenn minntust Helga Seljan á Alþingi
Forseti Alþingis, Steingrímur J. Sigfússon, minntist Helga Seljan Friðrikssonar, fyrrverandi alþingismanns, við upphaf þingfundar í dag. Helgi andaðist á Landspítalanum í Fossvogi þann 10. desember tæplega 86 ára gamall.

„Hið óháða, ópólitíska og óþarfa RUV ohf.“
Eiríkur Guðmundsson útvarpsmaður telur óásættanlegt að Sjálfstæðismaður verði skipaður útvarpsstjóri.

„Velti fyrir mér hvort öryggismál hafi farið niður á við eftir að við misstum koparlínurnar“
Fara þarf í mikla naflaskoðun á fjarskiptakerfi landsins eftir að það brást í óveðrinu í liðinni viku. Þingmaður segir þjóðaröryggi undir og að skoða þurfi hvort það sé ofar samkeppnislögum landsins.

Vill hægja á umferð fyrir umhverfið
Þingmaður telur það í andstöðu við loftslagsmarkmið yfirvalda að ætla að hækka hámarkshraða á vegum úr 90 í 110 kílómetra hámarkshraða.

Hægjum á okkur fyrir framtíðina
Eitt af sorglegri nýyrðum ársins 2019 er "grár dagur“. Þetta er hugtak sem væri betra að þurfa ekki, en það lýsir dögum þar sem veðuraðstæður og bílaumferð spila saman þannig að loftmengun fer yfir heilsuverndarmörk.

Hefur trú á að stjórnin styðji einhver mál stjórnarandstöðunnar
Frumvarp um hækkun starfslokaaldurs og þingsályktanir um gæðastýringu í sauðfjárrækt og rannsóknir á þunglyndi meðal eldri borgara eru meðal þeirra mála sem stjórnarandstaðan fær á dagskrá Alþingis fyrir áramót.

Lagt til að 24 einstaklingar fái íslenskan ríkisborgararétt
Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis hefur lagt fram lagafrumvarp þess efnis að 24 einstaklingar fái íslenskan ríkisborgararétt.

Skýrsla um Lindarhvol tilbúin til yfirlestrar
Hópur þingmanna óskar eftir sérstakri skýrslu um Lindarhvol þó stjórnsýsluúttekt sé á lokametrum.

Allir stjórnarandstöðuflokkar fá mál á dagskrá
Meðal þess sem felst í samkomulaginu er að strax eftir áramót verði farið í frekari viðræður um þingmannamál og framgang þeirra á þinginu.

Mælt fyrir fjölmiðlafrumvarpinu fyrir jól
Þingflokkar stjórnar- og stjórnarandstöðu hafa komist að samkomulagi um lok þingfunda fyrir áramót.

„Það er augljóst að þetta verður fúskað í gegn“
Stjórnarandstaðan er sökuð um að halda uppi málþófi í gær í umræðu um þjóðkirkjufrumvarp dómsmálaráðherra. Þingfundi var frestað á miðnætti og hafði þá ekki tekist að tæma mælendaskrá. Þingmaður Pírata segir augljóst að koma eigi málinu í gegn með fúski.

Steingrímur hellti sér yfir Halldóru Mogensen í hliðarsal þingsins
Forseti þingsins óvenju skapillur og vanstilltur nú um stundir.

Ríkisstjórnin muni leggjast yfir afleiðingar óveðursins
"Ríkisstjórnin mun taka höndum saman og leggjast yfir það sem gekk á hérna á undanförnum dögum og fara í það hvernig við getum farið bara í beinharðar aðgerðir til þess að læra af því,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.

Skatturinn tekur til starfa um áramót eftir sameiningu embætta
Alþingi samþykkti í gær lög sem greiða fyrir sameiningu embætta ríkisskattstjóra og tollstjóra.

Segir ganga hægt að semja um þinglok
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir að það hafi gengið hægt að semja um dagskrá þingsins nú síðustu dagana fyrir áætluð þinglok. Hann segir þingflokk Samfylkingarinnar ekki leggjast gegn því að fjölmiðlafrumvarp Lilju Alfreðsdóttur verði tekið á dagskrá fyrir jólahlé.

Tvísýnt um hvort fjölmiðlafrumvarp komist á dagskrá fyrir jól
Fjölmiðlafrumvarp Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra var á dagskrá Alþingis á mánudaginn en var tekið af dagskrá eftir að stjórnarandstaðan greip á það ráð að sniðganga atkvæðagreiðslur.

Herdís bætist í hóp umsækjenda um útvarpsstjórastólinn
Konur áberandi meðal þeirra sem vitað er að sæki um.

Stjórnarþingflokkar funda í Ráðherrabústaðnum
Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er efni fundarins áform um stofnun miðhálendisþjóðgarðs.

Upp úr sauð á Alþingi: Þingmenn sakaðir um ómerkilegheit og skítlega framkomu
Það var mikill hasar og læti við upphaf þingfundar í dag þegar rætt var um fundarstjórn forseta og um atkvæðagreiðslu um afbrigði.

Stormasamt milli Pírata og Steingríms í þingsal
Halldóra Mogensen telur forseta þingsins mismuna þingmönnum með bjölluslætti sínum.

Hópur þingmanna „annars staðar en hann átti að vera“
Forseti Alþingis segir uppátæki stjórnarandstöðunnar, sem ákvað að sniðganga atkvæðagreiðslur í gær, vera skírt brot á þingskaparlögum. Þetta eigi sér fá fordæmi og vonar hann að þessi uppákoma endurtaki sig ekki.

Lilja og Kári í störukeppni vegna stöðu útvarpsstjóra
Kári Jónasson formaður stjórnar ætlar ekki láta segja sér fyrir verkum.

Óskar svara vegna samkomulags ríkislögreglustjóra við tólf stjórnendur hjá embættinu
Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, hefur óskað eftir svörum frá fjármála- og efnahagsráðherra vegna samnings sem gerður var við tólf aðstoðar- og yfirlögregluþjóna hjá embætti ríkislögreglustjóra sem meðal annars felur í sér betri kjör á borð við aukin lífeyrisréttindi.

Tekist á um dagskrá þingfunda fyrir jólafrí
Þrjú mál, sem voru á dagskrá þingfundar í dag, voru tekin út af dagskrá fundarins nú undir kvöld eftir að stjórnarandstaðan hafði sniðgengið atkvæðagreiðslur á Alþingi til að reyna að fá forseta Alþingis til að semja við sig um hvaða mál komist á dagskrá þingsins fyrir jólahlé.

„Mér er ljúft og skylt að leiðrétta þetta“
"Mér er ljúft og skylt að leiðrétta þetta af því að það hefur valdið einhverjum misskilningi eða ég var óskýr,“ sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra í svari sínu við fyrirspurn Halldóru Mogensen, þingmanns Pírata, á Alþingi í dag.