Hvers vegna eru stjórnmálin ónýt? Gunnar Smári Egilsson skrifar 11. september 2020 12:20 Eitt af einkennum nýfrjálshyggjunnar er minnkandi traust almennings á stjórnmálaflokkum og stjórnmálum almennt. Ástæðan er einföld; nýfrjálshyggjan snýst um að flytja vald frá hinum lýðræðislega vettvangi yfir á hinn svokallaða markað, sem í reynd er auðugustu fjármagnseigendurnir og allra stærstu eigendur allra stærstu fyrirtækjanna. Nýfrjálshyggjan er því í grunninn svik við kjósendur; sviptir þá valdi. Innan hins lýðræðislega vettvangs hefur hver maður eitt atkvæði, en á hinum svokallaða markaði hefur hver króna eitt atkvæði og hin ríku ráða í raun öllu. Nýfrjálshyggjan braut því niður stjórnmálakerfi eftirstríðsáranna, sem byggðu á stéttastjórnmálum og hagsmunabaráttu almennings annars vegar og vörn auðvaldsins hins vegar og tilraunum til að móta einhverja sáttarlausn byggða á styrkleika þeirra sem stríddu. Innan nýfrjálshyggjunnar sneri stjórnmálafólk sér hins vegar að almenningi fyrir kosningar en svo baki við þeim um leið og kjörstöðum var lokað; tók til við að stjórna landinu með auðvaldinu, þar sem það trúði að allan vanda ætti að leysa með hagsmuni þess að leiðarljósi. Það er samfélagssáttmál nýfrjálshyggjunnar sem allir flokkar á þingi féllust á; að auðvaldið væri aflvél samfélagsins og myndi ætíð finna bestu lausn alls vanda. Hrun fjórflokksins Hrörnun stjórnmála eftirstríðsáranna má sjá annars vegar á fylgishruni stóru flokkanna og hins vegar í minnkandi kosningaþátttöku. Til að draga þetta saman getum við borið saman úrslit kosninganna 2017 við uppreiknuð úrslit kosninganna 1991, kosninga sem leiddu til endanlegs sigurs nýfrjálshyggjunnar á Íslandi. Ef Framsóknarflokkurinn hefði fengið sama hlutfall atkvæða fólks á kjörskrá 2017 og hann fékk 1991 hefði flokkurinn fengið 41.351 atkvæði, en hann fékk aðeins 21.017. Svik flokksins við kjósendur og þjónkun hans við auðvaldið á nýfrjálshyggjutímanum hefur því helmingað flokkinn. Rúmlega 20 þúsund manns hafa snúið bak við Framsókn. Ef Sjálfstæðisflokkurinn hefði verið eins sterkur 2017 og hann var 1991 hefði hann fengið 91.788 atkvæði, en hann fékk aðeins 49.548. Rúmlega 42 þúsund manns hafa yfirgefið flokkinn eða um 46% af fylgi hans. Ástæðan er að nýfrjálshyggjan hefur þurrkað út alþýðuáherslur úr stefnu flokksins og verkum og gert hann að baráttutæki fyrir hóp hinna allra auðugustu, flokk 0,1% landsmanna. Samanlagt vinstri Samfylkingar og VG hefði fengið 81.892 atkvæð ef styrkur þessara flokka hefði verið viðlíka og Alþýðuflokks, Alþýðubandalags og Kvennalista árið 1991, en flokkarnir fengu aðeins 56.810 atkvæði 2017. 25 þúsund atkvæði voru flogin burt eða 31% af fylginu. En hvert hafa kjósendur farið? Sumir hafa hætt að mæta á kjörstað, misst alla trú á þessum leik. Af þeim tæplega 88 þúsund manns sem hafa hætt að kjósa fjórflokkinn hafa 29 þúsund hætt alfarið að kjósa, eða 1/3 af fjöldanum. Hin hafa dreifst á nýja flokka; þar af tæplega 37 þúsund, 42% fjöldans, á klofningsflokka úr fjórflokknum (Miðflokkur, Vðreisn, Björt framtíð). Aðeins 1/4 þeirra kjósenda sem yfirgaf fjórflokkinn hefur valið að kjósa flokka sem ekki eiga uppruna sinn í fjórflokknum, lægra hlutfall en þau sem hafa hætt alfarið að kjósa. Ónýtur umræðuvettvangur Þessi veika endurnýjun er ástæða þess að þrátt fyrir að kjósendur hafi yfirgefið fjórflokkinn, stjórnmálin sem sviku kjósendur á nýfrjálshyggjutímanum, þá hefur traust á stjórnmálunum ekki aukist. Og ástæða þess að endurnýjun hefur ekki orðið er að sá vettvangur sem stjórnmálin fara fram á, hinn almenna umræða sem samanstendur af félagsrýminu, fjölmiðlum, almannasamtökum, fræðimannasamfélaginu o.s.frv., hefur ekki endurnýjast til gagns. Félagsrýmið hefur umturnast með Netinu og samfélagsmiðlum, en umræða þar er fóðruð af æ slappari fjölmiðlum, samfélagslega óábyrgara fræðasamfélagi, veikari verkalýðshreyfingu og almannasamtökum o.s.frv. Ef við horfum til Bandaríkjanna í aðdraganda kosninga sjáum við ónýtan umræðuvettvang, algjörlega ófæran um að halda uppi umræðu um nokkuð sem máli skiptir. Þar hafa fjölmiðlar misst afl sitt eða gengið í björg trúboðs, verkalýðshreyfingin eða samtök um almannahag eru varla til lengur, fræðasamfélagið hefur þagnað eða misst trúverðugleika o.s.frv. Vettvangurinn er eins og Írak eftir stríðsrekstur Bandaríkjanna, rústir og upplausn, sem gefur hinum sterku færi á að sölsa undir sig vald, eignir og auðlindir almennings. Og við getum spurt: Hvort er auðmannaþjónkun stóru flokkanna og niðurbrot lýðræðis orsök eða afleiðing af upplausn umræðuvettvangsins? Og hér heima getum við spurt hvernig við ætlum að byggja lýðræðið upp að nýju, þegar forysta stjórnmálaflokka eftirstríðsáranna hefur eyðilagt það svo með auðvaldsþjónkun nýfrjálshyggjutímans að almenningur hefur misst allt traust á stjórnmálunum? Endurnýjun stjórnmála er endurreisn lýðræðis Það dugar ekki að mynda ný klofningsframboð út úr gömlu flokkunum, klæða nýfrjálshyggjuna í ný föt, kalla hana jákvæðum nöfnum eins og Björt framtíð eða Viðreisn. Til að endurheimta lýðræðið þarf að endurskapa hér heilbrigð alþýðustjórnmál, ekki bara með því að mynda nýja flokka, sem sannarlega eru málsvarar almennings, heldur með því að endurreisa sjálfan umræðuvettvanginn; styrkja verkalýðshreyfinguna og önnur samtök um almannahag, kveikja neista vonar og ábyrgðar innan fræðamannasamfélagsins og byggja upp nýja fjölmiðla almennings. Það er engin leið til þess að almenningur nái árangri innan lýðræðisins ef almenn umræða er meira og minna á forsendum auðvaldsins eða undir hæl þess. Þetta er staðan í stjórnmálunum eftir hrun nýfrjálshyggjunnar. Almenningur hefur hafnað stjórnmálum nýfrjálshyggjutímans en hefur ekki fundið annan valkost, fyrst og fremst vegna þess að aðrir valkostir eiga erfitt með að skjóta rótum innan umræðuvettvangs sem er í rúst, þar sem þær fáu byggingar sem standa þjóna enn auðvaldinu og sjá heiminn enn frá sjónarhóli nýfrjálshyggjunnar. Ef við ætlum að bjarga lýðræðinu þurfum við að byggja upp heilbrigðari vettvang. Lýðræðið nærist ekki á loftinu, það þarf að hafa sterkar rætur í heilbrigðum alþýðustjórnmálum. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Gunnar Smári Egilsson Tengdar fréttir Hvað með almennan kosningarétt, er það góð hugmynd? Gunnar Smári Egilsson fjallar réttinn til að kjósa og telur að þeir sem betur mega sín hafi í raun réttri lagt undir sig sjálft lýðræðið. 9. september 2020 08:30 Hvernig getum við losnað við milljarðamæringana? Gunnar Smári Egilsson fjallar um milljarðamæringa sem hann telur meinsemd og einkenni veikra samfélaga. 28. ágúst 2020 12:58 Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Eitt af einkennum nýfrjálshyggjunnar er minnkandi traust almennings á stjórnmálaflokkum og stjórnmálum almennt. Ástæðan er einföld; nýfrjálshyggjan snýst um að flytja vald frá hinum lýðræðislega vettvangi yfir á hinn svokallaða markað, sem í reynd er auðugustu fjármagnseigendurnir og allra stærstu eigendur allra stærstu fyrirtækjanna. Nýfrjálshyggjan er því í grunninn svik við kjósendur; sviptir þá valdi. Innan hins lýðræðislega vettvangs hefur hver maður eitt atkvæði, en á hinum svokallaða markaði hefur hver króna eitt atkvæði og hin ríku ráða í raun öllu. Nýfrjálshyggjan braut því niður stjórnmálakerfi eftirstríðsáranna, sem byggðu á stéttastjórnmálum og hagsmunabaráttu almennings annars vegar og vörn auðvaldsins hins vegar og tilraunum til að móta einhverja sáttarlausn byggða á styrkleika þeirra sem stríddu. Innan nýfrjálshyggjunnar sneri stjórnmálafólk sér hins vegar að almenningi fyrir kosningar en svo baki við þeim um leið og kjörstöðum var lokað; tók til við að stjórna landinu með auðvaldinu, þar sem það trúði að allan vanda ætti að leysa með hagsmuni þess að leiðarljósi. Það er samfélagssáttmál nýfrjálshyggjunnar sem allir flokkar á þingi féllust á; að auðvaldið væri aflvél samfélagsins og myndi ætíð finna bestu lausn alls vanda. Hrun fjórflokksins Hrörnun stjórnmála eftirstríðsáranna má sjá annars vegar á fylgishruni stóru flokkanna og hins vegar í minnkandi kosningaþátttöku. Til að draga þetta saman getum við borið saman úrslit kosninganna 2017 við uppreiknuð úrslit kosninganna 1991, kosninga sem leiddu til endanlegs sigurs nýfrjálshyggjunnar á Íslandi. Ef Framsóknarflokkurinn hefði fengið sama hlutfall atkvæða fólks á kjörskrá 2017 og hann fékk 1991 hefði flokkurinn fengið 41.351 atkvæði, en hann fékk aðeins 21.017. Svik flokksins við kjósendur og þjónkun hans við auðvaldið á nýfrjálshyggjutímanum hefur því helmingað flokkinn. Rúmlega 20 þúsund manns hafa snúið bak við Framsókn. Ef Sjálfstæðisflokkurinn hefði verið eins sterkur 2017 og hann var 1991 hefði hann fengið 91.788 atkvæði, en hann fékk aðeins 49.548. Rúmlega 42 þúsund manns hafa yfirgefið flokkinn eða um 46% af fylgi hans. Ástæðan er að nýfrjálshyggjan hefur þurrkað út alþýðuáherslur úr stefnu flokksins og verkum og gert hann að baráttutæki fyrir hóp hinna allra auðugustu, flokk 0,1% landsmanna. Samanlagt vinstri Samfylkingar og VG hefði fengið 81.892 atkvæð ef styrkur þessara flokka hefði verið viðlíka og Alþýðuflokks, Alþýðubandalags og Kvennalista árið 1991, en flokkarnir fengu aðeins 56.810 atkvæði 2017. 25 þúsund atkvæði voru flogin burt eða 31% af fylginu. En hvert hafa kjósendur farið? Sumir hafa hætt að mæta á kjörstað, misst alla trú á þessum leik. Af þeim tæplega 88 þúsund manns sem hafa hætt að kjósa fjórflokkinn hafa 29 þúsund hætt alfarið að kjósa, eða 1/3 af fjöldanum. Hin hafa dreifst á nýja flokka; þar af tæplega 37 þúsund, 42% fjöldans, á klofningsflokka úr fjórflokknum (Miðflokkur, Vðreisn, Björt framtíð). Aðeins 1/4 þeirra kjósenda sem yfirgaf fjórflokkinn hefur valið að kjósa flokka sem ekki eiga uppruna sinn í fjórflokknum, lægra hlutfall en þau sem hafa hætt alfarið að kjósa. Ónýtur umræðuvettvangur Þessi veika endurnýjun er ástæða þess að þrátt fyrir að kjósendur hafi yfirgefið fjórflokkinn, stjórnmálin sem sviku kjósendur á nýfrjálshyggjutímanum, þá hefur traust á stjórnmálunum ekki aukist. Og ástæða þess að endurnýjun hefur ekki orðið er að sá vettvangur sem stjórnmálin fara fram á, hinn almenna umræða sem samanstendur af félagsrýminu, fjölmiðlum, almannasamtökum, fræðimannasamfélaginu o.s.frv., hefur ekki endurnýjast til gagns. Félagsrýmið hefur umturnast með Netinu og samfélagsmiðlum, en umræða þar er fóðruð af æ slappari fjölmiðlum, samfélagslega óábyrgara fræðasamfélagi, veikari verkalýðshreyfingu og almannasamtökum o.s.frv. Ef við horfum til Bandaríkjanna í aðdraganda kosninga sjáum við ónýtan umræðuvettvang, algjörlega ófæran um að halda uppi umræðu um nokkuð sem máli skiptir. Þar hafa fjölmiðlar misst afl sitt eða gengið í björg trúboðs, verkalýðshreyfingin eða samtök um almannahag eru varla til lengur, fræðasamfélagið hefur þagnað eða misst trúverðugleika o.s.frv. Vettvangurinn er eins og Írak eftir stríðsrekstur Bandaríkjanna, rústir og upplausn, sem gefur hinum sterku færi á að sölsa undir sig vald, eignir og auðlindir almennings. Og við getum spurt: Hvort er auðmannaþjónkun stóru flokkanna og niðurbrot lýðræðis orsök eða afleiðing af upplausn umræðuvettvangsins? Og hér heima getum við spurt hvernig við ætlum að byggja lýðræðið upp að nýju, þegar forysta stjórnmálaflokka eftirstríðsáranna hefur eyðilagt það svo með auðvaldsþjónkun nýfrjálshyggjutímans að almenningur hefur misst allt traust á stjórnmálunum? Endurnýjun stjórnmála er endurreisn lýðræðis Það dugar ekki að mynda ný klofningsframboð út úr gömlu flokkunum, klæða nýfrjálshyggjuna í ný föt, kalla hana jákvæðum nöfnum eins og Björt framtíð eða Viðreisn. Til að endurheimta lýðræðið þarf að endurskapa hér heilbrigð alþýðustjórnmál, ekki bara með því að mynda nýja flokka, sem sannarlega eru málsvarar almennings, heldur með því að endurreisa sjálfan umræðuvettvanginn; styrkja verkalýðshreyfinguna og önnur samtök um almannahag, kveikja neista vonar og ábyrgðar innan fræðamannasamfélagsins og byggja upp nýja fjölmiðla almennings. Það er engin leið til þess að almenningur nái árangri innan lýðræðisins ef almenn umræða er meira og minna á forsendum auðvaldsins eða undir hæl þess. Þetta er staðan í stjórnmálunum eftir hrun nýfrjálshyggjunnar. Almenningur hefur hafnað stjórnmálum nýfrjálshyggjutímans en hefur ekki fundið annan valkost, fyrst og fremst vegna þess að aðrir valkostir eiga erfitt með að skjóta rótum innan umræðuvettvangs sem er í rúst, þar sem þær fáu byggingar sem standa þjóna enn auðvaldinu og sjá heiminn enn frá sjónarhóli nýfrjálshyggjunnar. Ef við ætlum að bjarga lýðræðinu þurfum við að byggja upp heilbrigðari vettvang. Lýðræðið nærist ekki á loftinu, það þarf að hafa sterkar rætur í heilbrigðum alþýðustjórnmálum. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum
Hvað með almennan kosningarétt, er það góð hugmynd? Gunnar Smári Egilsson fjallar réttinn til að kjósa og telur að þeir sem betur mega sín hafi í raun réttri lagt undir sig sjálft lýðræðið. 9. september 2020 08:30
Hvernig getum við losnað við milljarðamæringana? Gunnar Smári Egilsson fjallar um milljarðamæringa sem hann telur meinsemd og einkenni veikra samfélaga. 28. ágúst 2020 12:58
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar