Grænir eru dalir þínir Elliðaárdalurinn komst í brennidepil í fyrradag þegar greint var frá því að fulltrúar Vinstri grænna í borginni legðust gegn því að leikfimistöðin Boot Camp – eða Bússubúðir eins og kollegi minn kýs að þýða það – fengi þar æfingaaðstöðu. Telur flokkurinn ekki fara "vel á því að koma fyrir á þessu svæði líkamsrækt með herbúðasniði, hávaða og yfirbragði sem því fylgir, bílastæðaþröng og mikilli umferð bíla“ og vill finna húsum á svæðinu "heppilegra hlutverk í sátt við mannlíf, sögu og náttúrulegt umhverfi“. Bakþankar 9. maí 2012 06:00
Trúarjátning Um þar síðustu helgi fór ég í skrúðgöngu mikla sem hófst eldsnemma morguns hjá kirkjunni í þorpinu Zújar. Var líkneski af verndardýrlingi þorpsins borið af hraustum trúbræðrum upp á fjall eitt mikið er stendur við bæinn. Bakþankar 8. maí 2012 06:00
Dagur fjörþyngdar Megrunarlausi dagurinn var í gær og margir hugsuðu sér eflaust gott til glóðarsteiktrar rifjasteikur, bernaise-sósu og súkkulaðiköku, þegar megrun er ekki málið, eins og hún virðist annars vera hjá þorra þjóðar aðra daga ársins. Fyrir mér er megrunarlausi dagurinn fyrst og fremst dagur meðvitundar um nokkur atriði: Bakþankar 7. maí 2012 08:00
Sama hvaðan gott kemur Skotgrafahernaðurinn í umræðunni er vinsælt umkvörtunarefni. Af hverju getur fólk ekki bara sameinast um skynsamlegar lausnir, spyrja menn, af hverju þarf sífellt að rífast um allt og ekkert? Þessi gagnrýni einskorðast ekki við ákveðna hópa heldur virðist koma úr öllum áttum. Meira að segja sjálfir stjórnmálamennirnir kvarta stundum undan þessu. Það þarf ekki að lesa mikið um stjórnmálaumræðu í nágrannalöndunum til þess að komast að því að þetta er ekki séríslenskt. Þá má veita því athygli að málflutningar stjórnar og stjórnarandstöðu á þingi hverju sinni er sumpart alltaf hinn sami. Jafnvel þótt sömu einstaklingarnir hafi skipt reglulega á milli þessara hlutverka og hneykslist því í raun á eigin fyrri hegðun. Í þessu samhengi má nefna þá umræðu sem fer fram í lok hvers þings um annars vegar tilraun framkvæmdavaldsins til að "keyra mál í gegnum þingið án umræðu“ og hins vegar "óþolandi málþóf stjórnarandstöðunnar.“ Bakþankar 4. maí 2012 06:00
Gínurnar í glugganum Næsti biskup Íslands verður kvenkyns. Þúsund ára einokun karla á því embætti er lokið og fagnaðarlátunum ætlar aldrei að linna. Enn eitt dæmið um það hvað Íslendingar eru líbó og langt komnir í jafnréttismálum. Fréttaflutningur af biskupskjörinu nánast einskorðast við kyn biskupsins tilvonandi og sú staðreynd að kjörið sýnir fyrst og fremst þann ásetning kirkjunnar manna að viðhalda status quo og slá um leið vopnin úr höndum þeirra sem gagnrýnt hafa kirkjuna fyrir kvenfyrirlitningu fellur í skuggann. Íhaldssöm kona er sjálfkrafa betri kostur en frjálslyndur karl að mati jafnréttissinna. Bakþankar 3. maí 2012 06:00
Höldum kökubasar! Í lagabálki frá árinu 1888 er tekið á þeirri þjóðfélagslega skaðlegu hegðan þegar maður bítur annan mann. Segir að ef bitið er það alvarlegt að dragi til blóðs skuli ofbeldismaðurinn tekinn og dregnar úr honum allar framtennurnar. Ég hef engar upplýsingar um hversu oft lagaákvæðinu hefur verið beitt. Hins vegar eru lögin, að því er ég best veit, enn í fullu gildi. Bakþankar 2. maí 2012 15:08
Grunnur réttindanna Því get ég lofað þér, lesandi góður, að ef þú skellir þér inn á hið alltumfaðmandi internet verður þér ekki skotaskuld úr því að finna pistla þar sem lítið er gert úr baráttudegi verkalýðsins. Fólk mun velta sér upp úr því að hann hafi ekki lengur neitt gildi, sé úreltur, jafnvel rifja upp horfna tíð þegar það var börn og allt var betra og kannski fylgir ein vonbrigðasaga, eða tvær, frá deginum. Það er gott og blessað, en breytir þó ekki þeirri staðreynd að af öllum þeim frídögum sem launafólk fær er enginn sem ætti að standa því nær. Bakþankar 1. maí 2012 11:00
Hættu að nauðga! Konur þurfa að fylgja ákveðnum reglum í okkar samfélagi. Þær eiga ekki að vera í of stuttum pilsum, þær eiga ekki að vera of drukknar, og þær eiga ekki að vera einar á fáförnum stöðum. Nýverið bættist við ný regla: Konur eiga ekki að leggja bílnum sínum langt frá innganginum í bílastæðahúsum. Bakþankar 30. apríl 2012 08:00
Excel-samfélagið Það fólk er til sem finnst ekkert fallegra en vel upp sett excel-skjal. Að tölur sem rétt er raðað upp í dálka fangi alla kima mannlífsins. Ef einungis debet- og kreditdálkar stangast á sé allt gott. Þetta er gott og blessað, en lífið er örlítið flóknara en svo. Excel getur verið hið besta forrit til að reikna og raða, en þar rúmast ekki mannlegir þættir. Bakþankar 28. apríl 2012 06:00
Hundurinn inni, makinn úti Heimasíða hótelsins lofaði hlýjum móttökum, framúrskarandi þjónustu, ljúffengum mat og mjúkum rúmum. Steven Preddy lét því slag standa og bókaði rómantískan helgarpakka fyrir sig og makann. Töskunum var skellt í skottið, hundinum í aftursætið og svo var ekið af stað. Helgin fór þó öðruvísi en á horfðist. Þrátt fyrir fögur fyrirheit fengu ekki allir jafnhlýjar móttökur á Chymorvah-hótelinu í Cornwall á Englandi. Hundurinn var jú velkominn. Makinn var það hins vegar ekki. Bakþankar 27. apríl 2012 06:00
Traustið Ákvörðun 33 þingmanna um að ákæra Geir H. Haarde fyrir Landsdómi er ein merkilegasta ákvörðun sem tekin hefur verið á Alþingi. Um hana, aðdragandann og eftirleikinn verða skrifaðar bækur. Bakþankar 26. apríl 2012 06:00
Þessi kvennastörf Næsti forseti Íslands gæti orðið kona og næsti biskup Íslands gæti orðið kona, á sama tíma og forsætisráðherra landsins er kona og forseti Alþingis er kona. Það er svo sem ekki víst, enn á eftir að kjósa um embættin og stólaskipti geta víst orðið innan veggja Alþingis eins og hendi sé veifað, en kannski! Ég hefði gaman af því, remban sem ég er. Bakþankar 25. apríl 2012 06:00
Þankagangsgildrur Flestir standa í þeirri trú um sjálfa sig að þeir séu rökvísir einstaklingar. Þeir taki ákvarðanir að vandlega íhuguðu máli og að teknu tilliti til mikilvægustu röksemda. Þá hafi ómerkileg, yfirborðskennd smáatriði ekki teljandi áhrif á ákvarðanatöku þeirra, hvað þá líðan. Því er verr að rannsóknir í atferlissálfræði síðustu áratugi hafa grafið allverulega undan þessari sjálfsmynd. Heilinn er magnað fyrirbæri og vissulega fær um djúpa, rökræna hugsun en hann reynist einnig vera viðkvæmur fyrir truflunum og gjarn á að falla í gildrur. Bakþankar 24. apríl 2012 06:00
Magnús lítilláti Scheving Mikið óskaplega er Magnús Scheving lítillátur maður. Reyndar hefur hann verið afar iðinn við að færa heiminn í sanninn um að hann geti farið í flikk, flakk og heljarstökk en hann þegir yfir því sem allir myndu vilja monta sig af. Bakþankar 23. apríl 2012 07:00
Fitnessþrælarnir Tugir bronslitaðra, prótínþandra og kolvetnissveltra kroppa stigu á svið á dögunum og kepptu um Íslandsmeistaratitil í fitness. Þrátt fyrir ótvíræða líkamlega möguleika fólksins í ýmsum íþróttum, þá snerist þessi keppni um hver leit best út samkvæmt fyrirfram tilgreindum anatómískum stöðlum. Bakþankar 21. apríl 2012 11:00
Sagan í sorpinu Sumarið er komið. Besti tími ársins er núna, áður en gróðurinn vex og kæfir allt fallega ruslið sem við, borgararnir í Reykjavík, höfum nostursamlega raðað í blómabeðin og undir runnana. Það er ekki auðvelt að raða rusli þannig að það líti út fyrir að því hafi verið fleygt tilviljanakennt og án umhugsunar, það vita þeir sem reynt hafa. Að staðsetja rétt rifinn plastpoka þannig á grein að hann teygi tætlur sínar til himins í ákveðinni vindátt, að krumpa kókglas saman svo ekki sé á allra færi að greina uppruna þess, að láta sælgætisbréf fölna passlega mikið í sólskininu til að varla sé hægt að gera sér ljóst hvað stóð einu sinni á þeim, hálfgleymd minning um unað í munni. Þetta er miklu meira en handahófskennt eða hugsunarlaust, þetta er útpæld aðferð til að setja mark á umhverfi sitt, til að láta vita af tilvist sinni. ÉG var hér og því til sönnunar skildi ÉG þessa drykkjarjógúrtdós eftir hér á grasinu. Bakþankar 20. apríl 2012 08:00
Ljós, lykt og lautartúrar Í fyrradag sat ég á gangstéttarkaffihúsi í Edinborg, sötraði morgunkaffið og pírði augun upp í sólina, alsæl. Það var 8 gráðu hiti og nístingsvindur en sólin skein og það eitt skipti máli. Skotarnir, sem þó kalla ekki allt ömmu sína hvað viðvíkur kulda, hristu höfuðið yfir þessari klikkuðu konu, vöfðu úlpunum þéttar að sér og keyrðu hökur niður í bringur. Gamall maður sem átti leið fram hjá kom til mín með áhyggjusvip og sagði: „Viltu ekki fara inn, vinan, það slær að þér. Vorið ætlar að láta bíða eftir sér í ár.“ Bakþankar 19. apríl 2012 06:00
Hversdagshelförin Það á ekki af okkur Íslendingum að ganga. Rúmum þremur árum eftir hrun er andrúmsloftið orðið svo lævi blandið að leita þarf allt aftur til Þýskalands nasismans til að finna annað eins. Bakþankar 18. apríl 2012 06:00
Vegurinn heim Á dögunum var ég að blaða í gegnum pappíra heima í stofu og rakst þá á frétt sem ég skrifaði fyrir margt löngu um fjölfarinn vegarslóða vestur á fjörðum. Við lesturinn fékk ég heimþrá. Heimamenn voru að barma sér yfir sviknum loforðum um vegabætur og fékk ég þær upplýsingar að á vegarkaflanum hafði helstu hindrunum á leiðinni verið gefin örnefni – voru það gjarnan stærstu steinarnir sem höfðu komið í ljós í gegnum árin og verið skírð eftir mönnum sem höfðu strandað bílum sínum á veginum – gjarnan í illviðrum. Ég á sjaldan leið um Vestfirði, svo ég hef aldrei séð þessar klettamyndanir á veginum – en ég geri ráð fyrir að þær séu fallegar, rétt eins og náttúran öll þarna fyrir vestan. Bakþankar 17. apríl 2012 06:00
Byggt Umræðan um nýja Landspítalann er snúin. Svo snúin að maður veit ekki hvort endanlega sé búið að ákveða að byggja hann og hafa hann þarna við Hringbrautina. Allavega eru menn ennþá að koma fram og segja að þetta sé kolröng staðsetning. Þangað sé til dæmis svo löng leið úr fjölmennu úthverfunum og nágrannasveitarfélögunum í suðri. Það er líka talað um mikilvægi nálægðarinnar við flugvöllinn í Vatnsmýrinni en á hann ekki bráðum að fara? Bakþankar 16. apríl 2012 07:00
Ég og Groucho Marx Dagur rennur upp og sólin skín á Álftanesið. Eftir endurnærandi svefn rumska ég og finn kaffiilm í loftinu. Það er gott að fara á fætur og gott að fá sér morgunsopann. Ég renni yfir blöðin. Þar er náttúrulega ekkert að frétta frekar en venjulega, merkilegt hvaða slúbbertar skrifa orðið í blöðin. Jú, jú, þarna eru ein, tvær pillur á mig, eins og við var að búast. Maður er nú einu sinni forseti. Bakþankar 14. apríl 2012 06:00
Forsetaframboð. Börn. Ólétt. Ég stóð í anddyri kvikmyndahúss og keypti mér miða á heitustu myndina í bænum, Hungurleikana, þegar ég heyrði á tal tveggja kvenna. "Hvernig ætlar hún að fara að þessu með tvö börn og annað á leiðinni?“ Það þurfti ekki að spyrja að því um hvern var rætt. Bakþankar 13. apríl 2012 06:00
Þurrpressa Ég þekki ekki vel til íslenskra veðurfræðinga en ég gæti ímyndað mér að skömmu fyrir verslunarmannahelgi finni þeir fyrir nokkurri pressu. Sérstaklega held ég að það sé þrúgandi ef rigningin er á tilviljunarkenndu ráfi og hálf vonlaust að sjá fyrir hvort landinn muni líka vökna útvortis þessa miklu ferðahelgi. Aldrei er jafn mikilvægt fyrir veðurfræðing að hafa vaðið fyrir neðan sig vilji hann ekki vera skammaður fyrir að skemma útihátíð. Bakþankar 12. apríl 2012 06:00
Njótum frídagsins Hvernig hafðirðu það nú um páskana? Fórstu eitthvert? Fékkstu gott veður? að þessu spyrja vinnufélagarnir þegar fólk skreiðist aftur til vinnu eftir fríið. Þetta var enda langt frí, fimm heilir dagar og því talsvert lengra en jólafríið var núna síðustu jól. Bakþankar 11. apríl 2012 06:00
Köstum krónunni Það þarf væntanlega ekki að segja mörgum Íslendingum að verðbólgan hafi verið til viðvarandi vandræða í hagkerfinu enda nægar áminningar að fá í verslunum landsins. Enn ein barst svo á dögunum þegar Seðlabankinn tilkynnti að til stæði að hefja útgáfu á 10.000 króna seðlum. Seðlarnir munu bera mynd af Jónasi Hallgrímssyni, sem er vel valið, auk lóunnar. Sumir kunna að spyrja af hverju Seðlabankinn stígur þetta skref, skortur á 10.000 króna seðlum er jú varla aðkallandi vandamál í lífi margra. Þeir sömu mega þó hafa í huga að verðlag hefur næstum því sexfaldast frá því að 5.000 króna seðilinn var gefinn út árið 1986. Bakþankar 10. apríl 2012 06:00
Sykursíkið Páskadagur er á morgun og ég er búinn með helminginn af páskaegginu mínu. Þegar ég segi "helminginn“ meina ég "eiginlega allt“. Ég er kámugur á puttunum eftir óhóflega neyslu af unaðslegu súkkulaði og sé ekki eftir neinu. Samt er ég meðvitaður um að sykur er ávanabindandi eitur sem er að drepa okkur öll. Bakþankar 7. apríl 2012 06:00
Gömul en alls ekki góð Þessi leikur er alltof flókinn fyrir gamalt fólk,“ sagði fjórtán ára dóttursonur minn andvarpandi eftir að hafa eytt klukkutíma í að reyna að kenna ömmu gömlu leikreglurnar í uppáhaldstölvuleiknum sínum. Varla hafði hann sleppt orðinu þegar hann gerði sér ljóst að hann hafði hlaupið á sig, sótroðnaði og flýtti sér að bæta við: „Ég meina sko eldra en þrjátíu ára.“ Bakþankar 5. apríl 2012 06:00
Hið háða Alþingi Mikilvægasta verkefni nýrrar ríkisstjórnar er að endurvekja traust á stofnunum samfélagsins,“ sagði Jóhanna Sigurðardóttir 23. febrúar 2009, þá tiltölulega nýtekin við sem forsætisráðherra. Og Jóhanna var ekki ein um að telja þetta brýnt verkefni. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hjó í sama knérunn rúmu ári síðar, 14. júní 2010, í almennum stjórnmálaumræðum á Alþingi. "Traust á Alþingi, á þingstörfunum, hefur verið í lágmarki undanfarin misseri. Það er grafalvarlegt mál því að Alþingi er bæði elsta og æðsta valdastofnun landsins.“ Bjarni taldi augljóst að allir þingmenn hefðu velt þessu fyrir sér. "Ég hygg að allir þingmenn hafi spurt sig: Hvernig má endurheimta traust Alþingis? Hvernig endurheimtum við traust á störfum þingsins? Við sem hér störfum, hvar í flokki sem við stöndum, tökum skilaboð um lítið traust á þinginu til okkar og viljum allt til þess vinna að endurheimta virðingu þess.“ Bakþankar 4. apríl 2012 06:00
Tylft þroskaðra manna Ég lærði það á fimmtudaginn að það er með öllu ónauðsynlegt, og í raun tímaeyðsla, að skipuleggja afmæli fimm ára barns. Hins vegar, vegna reynsluleysis, hafði ég um nokkurn tíma skipulagt afmælið hans Atla míns í þaula. Ef ég hefði lágmarkskunnáttu á Excel þá hefði ég sett dagskrána upp í skema, en studdist þó við skrifblokkina í þetta skiptið. Tólf guttar, fæddir á árunum 2006 og 2007, mættu stundvíslega. Eftir fimm mínútur áttaði ég mig á því að ekkert af því sem ég hafði reiknað með myndi ganga eftir. Tylft manna á þessu aldursskeiði hefur nefnilega gert lítið af því að skipuleggja sig. Næstu tveir tímarnir voru þeirra. Bakþankar 3. apríl 2012 06:00
Baráttubarinn minn Þá er komið að því. Ég ætla að opna bar. En ekki neinn venjulegan bar, nei. Þessi bar verður opnaður til að berjast gegn alkóhólisma. Bakþankar 2. apríl 2012 07:00
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun