
Dagur Örn Fjeldsted lánaður frá Breiðabliki til HK
Dagur Örn Fjeldsted hefur skrifað undir lánssamning við knattspyrnudeild HK og leikur með liðinu í Bestu deildinni út tímabilið.
Dagur Örn Fjeldsted hefur skrifað undir lánssamning við knattspyrnudeild HK og leikur með liðinu í Bestu deildinni út tímabilið.
Víkingur vann FH í fjörugum fimm marka leik í gærkvöldi. Víkingar komust yfir, lentu svo undir en tryggðu 3-2 sigur með tveimur mörkum í seinni hálfleik.
Arnari Gunnlaugssyni var létt eftir sigurinn við FH í Hafnarfirði í kvöld. Leikar enduðu 2-3 og voru það varamennirnir sem skópu sigurinn að lokum. Honum fannst leikurinn rosalegur og fór um víðan völl í viðtali við Gunnlaug Jónsson eftir leikinn.
Víkingur vann FH 2-3 á útivelli í Kaplakrika fyrr í kvöld í 17. umferð Bestu deildar karla. Þeir voru undir þegar Valdimar Þór Ingimundarson kom inn á ásamt Sveini Gísla Þorkelssyni sem skópu tvö mörk til að tryggja sigurinn.
Óskar Örn Hauksson setti í kvöld nýtt met þegar hann kom inn á sem varamaður í 3-2 útisigri Víkings gegn FH í Bestu-deild karla í knattspyrnu í kvöld.
Íslandsmeistarar Víkings gerðu góða ferð í Kaplakrikann í kvöld í 17. umferð Bestu deildar karla. Þeir báru sigurorð af FH sem var 2-1 yfir í hálfleik. Sveinn Gísli Þorkelsson og Valdimar Þór Ingimundarson komu inn á í upphafi seinni hálfleiks og bjuggu til tvö mörk til að vinna leikinn. Víkingur leiðir deildina með níu stigum eins og staðan er núna.
Búið er að færa leik HK og KR í Bestu deild karla í fótbolta fram um einn dag.
Það er mikið álag á Víkingum þessa dagana og þá er gott að eiga marga öfluga leikmenn í leikmannahópnum. Hinn tvítugi Gísli Gottskálk Þórðarson sýndi í síðasta leik að hann er í þeim hópi.
Eftir tap gegn skoska liðinu St. Mirren í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta í gær greindi stjórn knattspyrnudeildar Vals frá því að þjálfara liðsins, Arnari Grétarssyni, hefði verið sagt upp störfum. Inn í hans stað hefur Srdjan Tufegdzic, betur þekktur sem Túfa, verið ráðinn sem þjálfari Vals. Vendingar sem marka endurkomu hans til Vals.
Stjórn knattspyrnudeildar Vals hafði ákveðið fyrir leik gærkvöldsins við St. Mirren í Skotlandi að skipta um þjálfara. Ljóst er að stjórnin átti ekki samningaviðræður við Srdjan Tufegdzic, Túfa, um að taka við liðinu á mettíma eftir leik.
Leikur FH og Víkings í Bestu deild karla sem fara átti fram á þriðjudag hefur verið færður fram um einn dag til mánudags.
Arnar Grétarsson hefur verið sagt upp störfum sem þjálfara karlaliðs Vals í fótbolta. Srdjan Tufegdzic tekur við Valsmönnum.
Pálmi Rafn Pálmason, starfandi þjálfari karlaliðs KR og verðandi framkvæmdastjóri félagsins, er að ganga í sitt sjötta starf hjá Vesturbæjarliðinu á skömmum tíma.
Alfreð Finnbogason hefur verið ráðinn til starfa sem tæknilegur ráðgjafi knattspyrnudeildar Breiðabliks. Ferill hans sem atvinnumaður verður enn í forgangi en það mun breytast eftir aðstæðum.
Alberti Brynjari Ingasyni fannst hálf neyðarlegt að sjá KR-inga fagna jöfnunarmarki Finns Tómasar Pálmasonar gegn KA-mönnum.
Rúnar Kristinsson var sáttur við að lærisveinar sínir hjá Fram hefðu haldið marki sínu hreinu þegar liðið sótti Fylki heim í Árbæinn í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. Annað gladdi ekki augu hans í leik liðanna í kvöld.
„Hæstánægður, við erum í frábæru formi þannig að þegar við erum í færi á að vinna leiki þá gerum við það,“ sagði John Andrews, þjálfari Víkings, eftir 3-2 endurkomusigur sinna kvenna gegn FH í kvöld.
Fylkir og Fram gerðu markalaust jafntefli þegar liðin leiddu saman hesta sína á Würth-völlinn í Árbæinn í 16. umferð Bestu deildar karla í fótbolta í kvöld.
Leit HK að markverði til að fylla skarð Arnars Freys Ólafssonar, sem sleit hásin í leik gegn Vestra um þarsíðustu helgi, er lokið.
KR lék í gær níunda leikinn í röð í Bestu deild karla í fótbolta án þess að ná að fagna sigri þegar liðið gerði 2-2 jafntefli á heimavelli á móti KA.
Valsmenn fengu skell á móti Fram í Bestu deildinni á sunnudagskvöldið og Valsliðið var til umræðu í Stúkunni í gærkvöldi.
KR og KA gerðu 2-2 jafntefli í Bestu deild karla í fótbolta í gærkvöldi. Það var dramatík í lok leiks eftir að liðin höfðu eignað sér sitt hvorn hálfleikinn. Nú má sjá mörkin úr leiknum hér á Vísi.
Þúsundþjalasmiðurinn Matthías Vilhjálmsson mun ekki leika með Íslands- og bikarmeisturum Víkings næstu átta vikurnar vegna meiðsla.
Grétar Snær Gunnarsson, leikmaður FH í Bestu deild karla, er með þrjú brotin rifbein eftir leik sinna manna gegn Vestra á Ísafirði í gær, sunnudag.
Aron Sigurðarson, kantmaður KR-inga, fannst frammistaða liðsins verðskulda meira en eitt stig þegar liðið fékk KA í heimsókn í Bestu deild karla í fótbolta á Meistaravöllum í kvöld.
Stefán Árni Geirsson var í byrjunarliði KR þegar liðið tók á móti KR í Bestu deild karla í kvöld. Það var hins vegar stutt gaman þar sem þessi skemmtilegi leikmaður fór meiddur af velli í fyrri hálfleik.
KR-ingar björguðu stigi í blálokin þegar liðið fékk KA í heimsókn á Meistaravelli í Vesturbænum í 16. umferð Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. KR hefur ekki haft betur í leik í deildinni síðan 20. maí og á eftir að vinna á heimavelli í sumar.
Færeyski framherjinn Patrik Johannesen verður áfram leikmaður Breiðabliks þrátt fyrir fréttir þess efnis að hann væri á förum frá félaginu.
Hollenski framherjinn Djenairo Daniels er á leið til Fram og mun klára tímabilið með liðinu í Bestu deild karla.
Pálmi Rafn Pálmason, þjálfari KR, segir tíma til kominn fyrir hans menn að ná í þrjú stig. KR mætir KA að Meistaravöllum í Bestu deild karla klukkan 18:00 í kvöld.