
FH-ingar búnir að falla á stóru prófunum undanfarna tvo mánuði
FH tekur á móti Val í kvöld í stórleik fjórtándu umferðar Pepsi-deildar karla. FH-ingar eru á toppnum í deildinni en þeir geta þó ekki þakkað það árangri liðsins í síðustu leikjum þess gegn hinum toppliðunum. Stórleikirnir hafa reynst Hafnfirðingum erfiðir undanfarna mánuði.