Besta deild kvenna

Besta deild kvenna

Leikirnir




    Fréttamynd

    Bikardrottningin í Valsliðinu

    Valskonur urðu bikarmeistarar þriðja árið í röð eftir 2-0 sigur á KR í úrslitaleik á laugardaginn. Embla Sigríður Grétarsdóttir hefur þar með orðið bikarmeistari fimm ár í röð og hún jafnaði líka met Guðrúnar Sæmundsdóttur með því að vinna bikarinn í sjöu

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Málfríður: Komum trylltar inn í seinni hálfleikinn

    Málfríður Sigurðardóttir, fyrirliði Vals, tók við bikarnum eftir að Valskonur unnu 2-0 sigur á KR í bikarúrslitaleik kvenna á Laugardalsvellinum í kvöld. Þetta er fyrsti stóri bikarinn sem Málfríður tekur á móti en hún er á sínu fyrsta ári sem fyrirliði liðsins.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Lilja: Svekkjandi að fá á sig mark svona snemma

    Lilja Dögg Valþórsdóttir, fyrirliði KR, var stolt af sínu liði þrátt fyrir 2-0 tap á móti Val í bikaúrslitaleik kvenna á Laugardalsvellinum í dag. KR-liðið sem fékk á sig mark snemma leiks var óheppið að jafna ekki leikinn í lok fyrri hálfleiksins en KR-stelpur réðu síðan lítið við Valsliðið í þeim seinni.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Valskonur búnar að vinna tíu bikarleiki í röð

    Valur og KR spila til úrslita í Valitor-bikar kvenna á Laugardalsvellinum í dag en Valskonur eiga möguleika á að vinna þriðja bikarmeistaratitilinn í röð. Valsliðið hefur unnið tíu bikarleiki í röð eða alla bikarleiki sína síðan að Valur tapaði 0-4 á móti KR í bikarúrslitaleiknum 2008.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Erkifjendurnir berjast um bikarinn

    Reykjavíkurliðin KR og Valur mætast í úrslitaleik Valitor-bikars kvenna á Laugardalsvelli í dag. Flestir reikna með sigri Valskvenna, enda liðið með sterkari leikmenn og reyndara en ungt lið KR.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Stjörnukonur komnar með sjö stiga forskot á toppnum

    Stjörnukonur stigu stórt skref í átt að fyrsta Íslandsmeistaratitli félagins með því að vinna 3-2 sigur á KR í Vesturbænum í kvöld. Stjarnan er nú komið með sjö stiga forskot á toppnum þar sem að Valskonur töpuðu stigum yfir norðan. Það urðu óvænt úrslit í Kópavoginum þegar nýliðar Grindavíkur unnu sinn annan leik í röð og komust þar með af botninum.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Þór/KA náði stigi á móti Val með marki úr víti í uppbótartíma

    Valur tapaði dýrmætum stigum í toppbaráttunni á Þórsvellinum í kvöld þegar Þór/KA og Valur gerðu 1-1 jafntefli í leik liðanna í 13. umferð Pepsi-deildar kvenna. Mateja Zver tryggði Þór/KA stig með því að jafna metin úr vítaspyrnu á fjórðu mínútu í uppbótartíma. Staða Stjörnunnar á toppnum gæti því vænkast enn frekar eftir þessa umferð.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Helga kvaddi Stjörnuna með dýrmætu marki

    Stjarnan er komin með aðra höndina á Íslandsmeistaratitilinn í knattspyrnu kvenna eftir dramatískan 2-1 sigur á Val í Garðabænum í gærkvöldi. Valskonur voru með yfirburði á vellinum fyrstu 60 mínútur leiksins en rautt spjald Caitlin Miskel gaf Stjörnustelpum líflínu sem þær nýttu til fullnustu.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Fyrsti sigur Grindavíkur - KR fjarlægðist fallsætið

    Shanika Gordon tryggði botnliði Grindavíkur fyrsta sigurinn í Pepsi-deild kvenna í sumar þegar liðið vann 2-1 sigur á Aftureldingu í Grindavík í kvöld. KR vann 3-0 sigur á Þrótti í miklum fallbaráttuslag og Fylkir vann flottan sigur á Þór/KA í Árbænum. Þá gerðu ÍBV og Breiðablik jafntefli í Eyjum.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Helga tryggði Stjörnunni sigur á Val og fimm stiga forskot á toppnum

    Stjarnan vann 2-1 sigur á Val í toppslag Pepsi-deildar kvenna á Stjörnuvelli í kvöld. Valur hafði mikla yfirburði í leiknum og var marki yfir fram undir miðjan síðari hálfleik en óskynsemi Caitlin Miskel kostaði Vals sigurinn. Helga Franklínsdóttir kom inn á sem varamaður hjá Stjörnunni, fiskaði fyrst víti og skoraði síðan sigurmarkið í uppbótartíma. Stjarnan er þar með fimm stiga forskot á Val á toppnum.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Valskonur minnkuðu forskot Stjörnunnar í tvö stig - Kristín Ýr með þrennu

    Valskonur unnu 4-0 sigur á Fylki í Pepsi-deild kvenna í kvöld og minnkuðu með því forskot Stjörnunnar á toppnum í tvö stig. Toppliðin mætast síðan í sannkölluðum stórleik í næstu umferð. Breiðablik tók fimmta sætið af Fylki með 3-2 sigri á KR í Kópavogi. Hólmfríður Magnúsdóttir skoraði í sínum fyrsta leik með Val eftir að hafa komið inn á sem varamaður.

    Íslenski boltinn