Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - ÍBV 6-2 | Stórsigur Selfoss í Suðurlandsslagnum Selfoss vann öruggan 6-2 sigur á ÍBV í slagnum um Suðurlandið á Selfossi í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta í kvöld. Selfoss heldur í við Þrótt í baráttunni um þriðja sæti deildarinnar með sigrinum. Íslenski boltinn 23. ágúst 2021 21:07
Nik Chamberlain: Við spiluðum mjög vel og pressuðum vel Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar, var sáttur með baráttusigur sinna kvenna er þær tóku á móti Þór/KA í 15. umferð Pepsi Max deildar kvenna í kvöld. Kaflaskiptur leikur sem endaði með eins marks sigri Þróttar, 1-0. Fótbolti 23. ágúst 2021 20:58
Birkir: Við erum bara í bullandi fallbaráttu Birkir Hlynsson, aðstoðarþjálfari ÍBV, stýrði liðinu gegn Selfyssingum í kvöld. Hann var ósáttur með leik liðsins í en ÍBV tapaði 6-2. Hann segir liðið vera í bullandi fallbaráttu. Íslenski boltinn 23. ágúst 2021 20:35
ÍTF vill fleiri en tvö hundruð í hverju hólfi og grímurnar burt Íslenskur toppfótbolti, hagsmunasamtök félaganna í efstu tveimur deildum karla og kvenna, telur rétt að endurskoða reglur um sóttvarnir á kappleikjum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá samtökunum. Íslenski boltinn 23. ágúst 2021 13:30
Áslaug Munda á leið í Harvard - Kvaddi Blika með glæsimarki Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir átti stórleik, líkt og flestir aðrir leikmenn Breiðabliks, er liðið vann sannfærandi 8-1 sigur á Gintra í úrslitaleik um sæti í 2. umferð í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í Litáen í gær. Áslaug var að leika sinn síðasta leik fyrir Blikakonur í bili. Íslenski boltinn 22. ágúst 2021 14:00
Margrét Lára: Lára Kristín búin að vera stórkostleg Margrét Lára Viðarsdóttir hrósaði sérstaklega einum leikmanni í verðandi Íslandsmeistaraliði Vals þegar Pepsi Max mörkin ræddu stöðuna í Pepsi Max deild kvenna í fótbolta. Íslenski boltinn 20. ágúst 2021 11:00
Sjáðu Brennuþrennuna og mörk systranna Brenna Lovera skoraði þrennu fyrir Selfoss í 4-3 sigrinum gegn Fylki í Árbæ í gærkvöld og er markahæst í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta. Mörkin úr leiknum má nú sjá á Vísi. Fótbolti 19. ágúst 2021 17:31
Alfreð hættir á Selfossi Alfreð Elías Jóhannsson hættir sem þjálfari kvennaliðs Selfoss í fótbolta í haust. Hann greindi frá þessu sjálfur á Facebook. Íslenski boltinn 19. ágúst 2021 11:55
Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - Selfoss 3-4 | Lovera með þrennu í markaveislu í Árbæ Selfoss vann 4-3 sigur á Fylki er liðin mættust á Würth-vellinum í Árbæ í 15. umferð Pepsi Max-deildar kvenna í kvöld. Selfoss fer upp að hlið Þróttar í þriðja sæti en Fylkir berst áfram fyrir lífi sínu í fallbaráttunni. Íslenski boltinn 18. ágúst 2021 22:15
Sjáðu sigurmark Karenar Maríu, martröð Guðnýjar og hvernig Þróttur komst í þriðja sæti Sex mörk voru skoruð í gærkvöld í þremur leikjum í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta. Keflavík vann ÍBV 2-1 í Eyjum, Þór/KA vann Norðurlandsslaginn við Tindastól 1-0 og Þróttur vann 2-0 sigur gegn Stjörnunni. Íslenski boltinn 18. ágúst 2021 15:50
Fékk bara gult spjald þrátt fyrir að slá til andstæðings í Pepsi Max deild kvenna Eyjakonan Liana Hinds hafði heldur betur heppnina með sér í gær þegar hún fékk að klára leik ÍBV og Keflavíkur í fjórtándu umferð Pepsi Max deildar kvenna í gær. Íslenski boltinn 18. ágúst 2021 11:20
Kristján: Spilum leikinn án okkar markahæstu leikmanna Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunar, sagði í viðtali eftir 2-0 tapið gegn Þrótti að það hafi verið erfitt að spila án tveggja markahæstu leikmanna liðsins en þær Katrín Ástbjarnardóttir og Hildigunnur Ýr voru hvorugar með í kvöld. Íslenski boltinn 17. ágúst 2021 22:04
Umfjöllun og viðtöl: Þór/KA - Tindastóll 1-0 | Mikilvægur fyrsti heimasigur Þórs/KA Þór/KA vann gríðarlega mikilvægan 1-0 sigur á Tindastóll á SaltPay vellinum á Akureyri í kvöld en um var að ræða leik í 14. umferð Pepsí Max deildar kvenna. Tindastóll var fyrir leikinn í næst neðsta sæti deildarinnar með 11 stig en Þór/KA tveimur sætum ofar eða í sjöunda sæti deildarinnar með 15 stig. Þetta var því sannkallaður sex stiga leikur eins og oft er sagt. Íslenski boltinn 17. ágúst 2021 21:16
Andri Hjörvar: Við viljum vera ofar í töflunni Andri Hjörvar Albertsson, þjálfari Þórs/KA, var eðlilega sáttur við stigin þrjú gegn Tindastól í kvöld. Bæði lið þurftu nausynlega á sigri að halda í botnbaráttunni og Andri segist vera mjög sáttur við spilamennsku liðsins. Íslenski boltinn 17. ágúst 2021 21:12
Umfjöllun: ÍBV - Keflavík 1-2 | Keflavíkurkonur upp úr botnsætinu Eyjakonur tóku á móti botnliði Keflavíkur á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum í 14. umferð Pepsi Max deildarinnar í kvöld. ÍBV vann fyrri leik liðanna í Keflavík 2-1 þar sem að sigurmarkið kom á 89. mínútu leiksins en þar var á ferðinni Antoinette Williams sem að byrjaði á bekknum í kvöld. Íslenski boltinn 17. ágúst 2021 20:42
Barist um Norðurlandið og lífsnauðsynleg stig í beinni í kvöld Þór/KA hefur enn ekki unnið heimaleik í Pepsi Max deild kvenna í sumar og í kvöld er komið að baráttunni um Norðurlandið þegar Stólarnir koma í heimsókn í Þorpið. Íslenski boltinn 17. ágúst 2021 15:30
Elísabet sækir liðsstyrk til Vestmannaeyja Markahæsti leikmaður ÍBV í Pepsi Max deild kvenna í sumar er gengin til liðs við Íslendingalið Kristianstad í sænsku úrvalsdeildinni. Fótbolti 15. ágúst 2021 22:31
Umfjöllun og viðtal: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur með níu fingur á Íslandsmeistaratitlinum Valskonur eru komnar með níu fingur á Íslandsmeistaratitilinn eftir 1-0 útisigur gegn Breiðablik í stórleik Pepsi Max deildar kvenna í kvöld. Valur er nú mð sjö stiga forskot á toppnum þegar aðeins níu stig eru eftir í pottinum. Íslenski boltinn 13. ágúst 2021 22:10
Sjáðu öll sautján mörkin í tveimur leikjum Vals og Breiðabliks í sumar Er enn einn markaveislan á leiðinni í kvöld? Ef það er eitthvað að marka fyrra innbyrðis leiki liðanna í sumar þá er von á mikilli skemmtun í stórleik kvöldsins. Íslenski boltinn 13. ágúst 2021 15:15
Síðast skoraði Breiðablik sjö en sá hlær best sem síðast hlær Íslandsmeistarar Breiðabliks taka á móti Val í Pepsi Max deild kvenna í kvöld. Breiðablik vann fyrri leik liðanna á Hlíðarenda 7-3 en Valur trónir nú á toppi deildarinnar með fjögurra stiga forystu þegar aðeins fjórar umferðir eru eftir. Íslenski boltinn 13. ágúst 2021 10:00
Á leið frá ÍBV til Íslendingaliðs Kristianstad Hin bandaríska Delaney Baie Pridham er á leið frá ÍBV til Íslendingaliðs Kristianstad sem leikur í sænsku úrvalsdeildinni. Íslenski boltinn 12. ágúst 2021 16:30
Gaupi fór yfir dramatíkina á Selfossi þar sem Þróttarakonur komu tvisvar til baka Þróttarakonur jöfnuðu metin tvisvar á Selfossi í gær og eru því áfram ofar á markatölu í baráttu um fjórða sæti Pepsi deildar kvenna. Íslenski boltinn 10. ágúst 2021 15:31
Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Þróttur R. 2-2 | Þróttur náði í stig í lokin Selfoss og Þróttur gerðu 2-2 jafntefli í 14. umferð Pepsi Max-deildar kvenna í fótbolta á Selfossi í kvöld. Liðin eru jöfn að stigum í töflunni. Íslenski boltinn 9. ágúst 2021 22:05
Alfreð: Hún er hérna til að skora Alfreð Elías Jóhannsson, þjálfari Selfoss var svekktur með úrslitin á móti Þrótti er liðin skildu jöfn, 2-2, í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta í kvöld. Hann er þó ánægður með frammistöðuna, sérstaklega hjá hinni bandarísku Brennu Lovera. Íslenski boltinn 9. ágúst 2021 21:46
Áfall fyrir Fylki: Bryndís Arna viðbeinsbrotin og frá út tímabilið Fylkir rær lífróður í Pepsi Max deild kvenna í knattspyrnu og gat því vart fengið verri fregnir en þær að aðalmarkaskorari liðsins, Bryndís Arna Níelsdóttir, hafi viðbeinsbrotnað og verði ekki meira með liðinu á leiktíðinni. Íslenski boltinn 9. ágúst 2021 14:00
Stjarnan tryggir sér þjónustu þeirrar markahæstu til næstu þriggja ára Framherjinn eldsnöggi Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir hefur framlengt samning sinn við Stjörnuna til ársins 2024. Íslenski boltinn 9. ágúst 2021 13:01
Bryndís Arna fór beint upp á spítala eftir leikinn við Keflavík Bryndís Arna Níelsdóttir var besti leikmaður vallarins í 1-2 sigri Fylkis á heimakonum í Keflavík fyrr í kvöld. Bryndís skoraði bæði mörk Fylkis í leiknum og er hún nú markahæsti leikmaður liðsins með sex mörk í sumar. Íslenski boltinn 6. ágúst 2021 23:00
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Fylkir 1-2 | Fylkiskonur upp úr fallsæti eftir fyrsta sigurinn í tæpa tvo mánuði Fylkir vann 2-1 sigur á Keflavík í 13. umferð Pepsi Max-deildar kvenna í fótbolta í kvöld. Liðin voru jöfn á botni deildarinnar fyrir leikinn en sigurinn skýtur Fylki upp úr fallsæti. Íslenski boltinn 6. ágúst 2021 22:20
Umfjöllun: Tindastóll - Breiðablik 1-3 | Íslandsmeistararnir skutu Norðankonur niður í fallsæti Breiðablik vann 3-1 sigur á Tindastóli í 13. umferð Pepsi Max-deildar kvenna í fótbolta í kvöld. Blikakonur halda því í við topplið Vals sem einnig vann sinn leik fyrr í kvöld. Íslenski boltinn 6. ágúst 2021 21:35
Umfjöllun og viðtöl: Valur - ÍBV 1-0 | Fanndís hetjan í uppbótartíma Valur vann sinn sjötta deildarleik í röð í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta er liðið lagði ÍBV 1-0 að Hlíðarenda í kvöld. Fanndís Friðriksdóttir skoraði sigurmarkið á ögurstundu. Íslenski boltinn 6. ágúst 2021 21:15