Enginn venjulegur bíll
Það er einstök tilfinning að setjast upp í Porsche 911, hann er einfaldlega ekki líkur öðrum bílum. Útlitið og hönnunin er auðvitað kafli út af fyrir sig. Porsche 911 er einstaklega fallegur sportbíll, hönnunin byggir á hefð sem á rætur sínar að rekja til ársins 1963.