

Bónus-deild karla
Leikirnir

Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Stjarnan 78-88 | Annað tap Grindvíkinga í röð
Stjarnan vann sanngjarnan sigur á Grindavík í Mustad-höllinni í kvöld í 8.umferð Dominos-deildar karla. Lokatölur urðu 88-78 eftir að Garðbæingar höfðu leitt með 20 stigum í hálfleik.

Sveinbjörn: Bara fyndnir gaurar að búa til sjónvarp
Reynsluboltinn Sveinbjörn Claessen er jafnan í stóru hlutverki í liði ÍR, bæði inn á vellinum og sem andlegur leiðtogi liðsins. Hann segir liðið hafa verið staðráðið í að spila vel eftir tapleikinn gegn Val í síðustu umferð.

Hlynur: Höfum verið langt niðri
„Við höfum verið í miklu basli, langt niðri og í einhverju kjaftæði. Það er gott að geta eitthvað,“ sagði Hlynur Bæringsson leikmaður Stjörnunnar eftir góðan sigur á Grindavík suður með sjó í kvöld. Stjörnumenn jöfnuðu Grindavík að stigum með sigrinum.

Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - Höttur 91-62 | Toppliðið sló ekkert af
Tindastóll er enn í toppsæti Dominos-deildar karla eftir öruggan sigur á botnliði Hattar.

Umfjöllun og viðtöl: Þór Ak. - ÍR 71-89 | ÍR ekki í neinum vandræðum á Akureyri
ÍR-ingar lentu ekki í neinu veseni gegn slökum Þórsurum á Akureyri í kvöld.

Daníel: Þetta var svo ógeðslega lélegt hjá okkur í dag
Daníel Guðni Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, gat ekki verið annað en hundfúll með spilamennsku sinna manna í dag. Hans menn töpuðu gegn Haukum með 36 stigum fyrr í dag, 108-72. Líkt og tölurnar gefa til kynna var spilamennska Njarðvíkur alls ekki góð og var liðið skrefi á eftir liði Hauka frá fyrstu mínútu.

Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Njarðvík 108-75 | Haukarnir slátruðu ljónunum
Sjóðheitir Haukar pökkuðu Njarðvíkurljónunum saman á Ásvöllum í dag.

Domino's Körfuboltakvöld: Ágúst Orri varð faðir í beinni útsendingu
Það getur ýmislegt gerst í beinni útsendingu og því fékk Domino's Körfuboltakvöld heldur betur að kynnast í gær þegar Jón Halldór Eðvaldsson, einn spekinga þáttarins, tók upp á því að feðra Ágúst Orrason, leikmann Keflavíkur.

Hester byrjaður í endurhæfingu
Antonio Hester er ekki eins illa meiddur og fyrst var haldið, en hann er ekki brotinn á ökkla eins og óttast var og er þegar byrjaður í endurhæfingu.

Domino's Körfuboltakvöld: Kóngurinn hjá Valsmönnum bestur
Urald King var framúrskarandi í sigri Val á ÍR í Seljaskóla í sjöundu umferð Domino's deildarinnar í körfubolta.

Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Grindavík 97-75 | Ljónin skutu Grindvíkinga niður
Njarðvík komst í kvöld upp í fjórða sætið í Dominos-deild karla er liðið vann stórsigur á nágrönnum sínum frá Grindavík.

Þurfum að horfa til framtíðar
Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar í Domino's-deildinni í körfubolta, segir að frjálst flæði Bosman- leikmanna muni hjálpa landsbyggðinni. Hann vonast þó til að íslensk lið fyllist ekki af erlendu vinnuafli.

Viðar: Leikmenn halda að þeir séu svaka kóngar með flotta hárgreiðslu
Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, var æfur eftir 66-92 ósigur liðsins gegn Keflavík í Domino's deild karla í körfuknattleik á Egilsstöðum í kvöld. Nýliðarnir gerðu sig aldrei líklega til að eiga möguleika í gestina.

Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - Þór Þ. 92-58 | Stólarnir á toppinn
Tindastóll vann stórsigur á meðan ÍR tapaði þannig að Stólarnir sitja nú einir á toppnum og hafa það náðugt þar.

Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Þór Ak. 92-84 | Langþráður Stjörnusigur
Stjarnan vann Þór Ak., 92-84, í 7. umferð Domino's deild karla í kvöld. Þetta var fyrsti sigur Stjörnumanna í fimm leikjum.

Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Valur 76-90 | Valsmenn völtuðu yfir ÍR-inga
Valsmenn pökkuðu toppliði ÍR saman í Seljaskóla

Hrafn: Þurftum þennan sigur sama hvernig hann kæmi
Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, var að vonum ánægður eftir mikilvægan sigur á Þór Ak. í kvöld. Fyrir leikinn höfðu Stjörnumenn tapað fjórum leikjum í röð.

Borche: Ekkert jákvætt í þessum leik
ÍR tapaði fyrir Val í Seljaskóla í kvöld, 76-90, í 7.umferð Domino's deildar karla í körfubolta

Umfjöllun og viðtöl: Höttur - Keflavík 66-92 | Höttur enn stigalaus
Bið Hattarmanna eftir fyrsta sigrinum í Dominos-deild karla lengist enn þar sem liðið steinlá á heimavelli gegn Keflavík í kvöld.

Ívar um fjarveruna síðustu daga: Ef eitthvað er þá er liðið betra
"Mér fannst frammistaðan heilt yfir ágæt. Mér fannst við samt alveg geta meira, sérstaklega í fyrri hálfleik,” sagði Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka í kvöld.

Umfjöllun og viðtöl: KR - Haukar 66-81 | Haukar skelltu KR
Haukar unnu glæsilegan sigur á KR í DHL-höllinni í kvöd, en Haukarnir leiddu frá því í fyrsta leikhluta. Mjög flottur leikur hjá þeim rauðklæddu, en að endingu varð munurinn fimmtán stig, 81-66.

Kiddi Gun: Fáum miklu meira fyrir peninginn í Bandaríkjunum
Kristinn Geir Friðriksson, einn af körfuboltasérfræðingum Stöðvar 2 Sports, vill ekki setja hömlur á fjölda Bandaríkjamanna í Dominos-deildunum fyrst það verður leyfilegt að tefla fram fjölda Evrópubúa.

Brynjar orðinn stigahæsti KR-ingurinn í sögu úrvalsdeildar karla
Brynjar Þór Björnsson, fyrirliði KR, spilar í kvöld sinn fyrsta leik eftir að hann varð stigahæsti leikamður félagsins í sögu úrvalsdeild karla.

KR fékk Kana frá Sköllunum
Íslandsmeistarar KR eru búnir að bæta við sig Bandaríkjamanni og verða því með tvo slíka fram að jólum hið minnsta.

Hannes: Gæti orðið til þess að fleiri atvinnumenn komi heim
Stjórn KKÍ hefur ákveðið að 4+1 reglan svokallaða verði afnumin frá og með næsta keppnistímabili en þetta kom fram í tilkynningu frá henni í dag.

Íslenska ríkið gæti farið fyrir dómstól vegna 4+1 reglunnar
Eftirlitsstofnun EFTA segir að 4+1 reglan í íslenskum körfubolta sé brot á EES-samningnum.

Fógetinn í Stjörnuna
Stjarnan hefur samið við Sherrod Wright um að leika með liðinu það sem eftir lifir tímabils.

Fyrrverandi leikmaður Orlando Magic til Keflavíkur
Keflavík er búið að senda Bandaríkjamanninn Cameron Forte heim. Í staðinn fékk liðið Stanley Robinson sem er með ansi flotta ferilskrá.

Arnór frá í fjórar til sex vikur
Arnór Hermannsson, leikmaður KR í Domino's deildinni í körfubolta, brotnaði á hendi í leik með unglingaflokki KR í gærkvöld.

Stólarnir búnir að finna mann til að fylla skarð Hesters
Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur samið við Bandaríkjamanninn Brandon Garrett til næstu þriggja mánaða.