Bónus-deild karla

Bónus-deild karla

Leikirnir




    Fréttamynd

    „Hélt hann myndi taka þetta tíma­bil með trompi“

    Að sjálfsögðu var „Framlengingin“ á sínum stað í síðasta þætti af Körfuboltakvöldi. Þar spyr Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi, spurninga sem sérfræðingarnir þurfa að svara. Farið var yfir hvaða leikmaður deildarinnar hefur komið mest á óvart ásamt mörgu öðru áhugaverðu.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Vrkić í Grindavík

    Körfuknattleiksdeild Grindavíkur hefur samið við hinn 35 ára gamla Zoran Vrkić um að spila með liðinu í Subway deild karla í körfubolta út leiktíðina.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Kári Jónsson: Vorum kannski orðnir of þægilegir

    Kári Jónsson sá alveg hag í því að hafa tapað fyrir Breiðabliki í kvöld þó að hann hafi náttúrlega verið svekktur með frammistöðuna. Leikurinn endaði 89-78 og þrátt fyrir 20 stig frá Kára þá áttu Valsmenn varla möguleika á móti Blikum í seinni hálfleik sérstaklega.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun og viðtöl: Breiða­blik - Valur 89-78 | Heima­menn vaknaðir af værum blundi

    Eftir fjögur töp í röð sýndu leikmenn Breiðabliks úr hverju þeir eru gerðir þegar þeir lögðu Íslandsmeistara Vals með 11 stiga mun í Subway deild karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur í Smáranum 89-78 og segja má að Breiðablik sé vaknað af værum blundi. Sigurinn færir Blika líka í áttina að heimavallarréttinum en það eru þó fjögur stig í fjórða sætið úr því fimmta þar sem Blikar finna sig í dag eftir 14 umferðir.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun og viðtöl: Haukar - KR 103-101 | Heima­menn sigruðu botn­liðið í spennu­trylli

    Botnlið KR heimsótti Hauka í Ólafssal í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Leikurinn var æsispennandi og þurfti að framlengja þar sem staðan var jöfn 94-94 þegar fjórða leikhluta lauk. Í framlengingunn kláraði Darwin Davis Jr. leikinn fyrir Hauka og tryggði þeim mikilvægan sigur. Á sama tíma er KR áfram á botni deildarinnar en með sigri hefði liðið jafnað Þór Þorlákshöfn og ÍR að stigum.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Arnar í bann en leikmenn sluppu

    Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, var úrskurðaður í eins leiks bann af aganefnd KKÍ vegna framgöngu sinnar í leiknum gegn Keflavík síðastliðinn föstudag í Subway-deildinni í körfubolta.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Jóhann: Dómarastéttin er að ganga í gegnum endurnýjun

    Þjálfari Grindavíkur, Jóhann Þór Ólafsson, þurfti að vanda orðaval sitt þegar hann ræddi við blaðamann eftir leik. Hann langaði að segja ýmislegt en vissi það að hann myndi ekkert græða á því en það var að skilja á honum að dómararnir höfðu áhrif á lund leikmanna hans og hlutir sem hans menn gátu stjórnað gengu ekki upp.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Jólin kláruðust á Egilsstöðum 6. janúar en þau eru ennþá í Njarðvík

    Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, var óvenju léttur í lund eftir 19 stiga tap hans manna gegn Njarðvík í kvöld í Subway-deild karla. Lokatölurnar gefa í raun alls ekki rétta mynd af leiknum en Hattarmenn náðu ítrekað að taka góð áhlaup á heimamenn og minnka muninn hressilega en náðu þó aldrei að brúa bilið fullkomlega.

    Körfubolti