Sekur kynferðisbrotamaður sýknaður Hæstiréttur klofnaði í gær í afstöðu sinni til þess hvort dómurinn geti endurmetið sönnunargildi munnlegs framburðar í héraðsdómi. Niðurstaðan er sú að karlmaður, sem þó er talinn sekur um kynferðisbrot gegn ungri stúlku, er sýknaður. Innlent 11. febrúar 2005 00:01
Sýknaður af ákæru um kynferðisbrot Hæstiréttur hefur sýknað karlmann af ákæru fyrir kynferðisbrot gegn stúlku á árunum 1990 til 1994 en þá var stúlkan 9 til 13 ára gömul. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður dæmt manninn í tveggja ára fangelsi og til að greiða 800 þúsund krónur í bætur. Innlent 10. febrúar 2005 00:01
Ferðaskrifstofa Íslands sýknuð Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði Ferðaskrifstofu Íslands í morgun af tæplega sex milljóna króna skaðabótakröfu stúlku sem slasaðist í sumarfríi með fjölskyldu sinni í Portúgal fyrir fimm árum, en ferðin var farin á vegum ferðaskrifstofunnar. Stúlkan var þá 13 ára gömul og skarst hún í andliti þegar hún rakst á stiga í sundlaug við hótelið sem hún dvaldi á. Innlent 8. febrúar 2005 00:01
Skarst í andliti og missti tennur Ferðaskrifstofa Íslands hefur verið sýknuð af sex milljóna króna skaðabótakröfu tæplegrar tvítugrar konu sem slasaðist í sumarfríi í Portúgal fyrir sex árum. Hún var þréttan ára þegar slysið varð. Innlent 8. febrúar 2005 00:01
Franski faðirinn fékk sex mánuði Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag rúmlega fertugan franskan mann í sex mánaða fangelsi fyrir að hafa numið tveggja ára dóttur sína brott af heimili sínu í Reykjavík og farið með hana til Frakklands. Refsingin er öll skilorðsbundin en verjandi mannsins reiknar með að áfrýja dóminum til Hæstaréttar. Innlent 7. febrúar 2005 00:01
5 mánaða fangelsi fyrir líkamsárás Héraðsdómur Vestfjarða hefur dæmt karlmann á þrítugsaldri í fimm mánaða fangelsi fyrir líkamsárás og brot á vopnalögum. Hann gekk berserksgang í samkvæmi í heimahúsi á Ísafirði í ágúst árið 2003, sló þar mann þannig að talsvert sá á honum og neitaði að leggja frá sér hættulegan hníf þegar lögregla skipaði honum að gera það. Innlent 7. febrúar 2005 00:01
Enginn játaði sök Í morgun var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur ákæra gegn fimm mönnum fyrir brot gegn lögum um virðisaukaskatt og staðgreiðslu opinberra gjalda. Fjórir mannanna voru sakfelldir á sínum tíma fyrir stórfelldan fjárdrátt frá Landssíma Íslands og hlutu dóma fyrir. Enginn mannanna játaði sök í morgun. Innlent 3. febrúar 2005 00:01
Skilorðsbundið fangelsi fyrir káf Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í morgun sjötugan mann í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa ítrekað káfað á barnabarni eiginkonu sinnar. Barnið var tólf ára þegar athæfið átti sér stað. Innlent 2. febrúar 2005 00:01
Dæmdur í 18 mánaða fangelsi Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag mann á fertugsaldri í átján mánaða fangelsi fyrir að hafa ekki komið ungri konu undir læknishendur þegar hún veiktist lífshættulega eftir að hafa tekið inn banvænan skammt af kókaíni og E-töflum í húsi við Lindargötu í ágúst í hitteðfyrra. Innlent 28. janúar 2005 00:01
Ákvörðun Sýslumanns felld úr gildi Hæstiréttur felldi í gær úr gildi ákvörðun Sýslumannsins á Seyðisfirði um að Síldarvinnslunni í Neskaupstað bæri að greiða stimpilgjald vegna samruna Síldarvinnslunnar og SR-mjöls. Jónas A. Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður, sem sótti málið fyrir hönd Síldarvinnslunnar, segir að hér sé um ákaflega merkilegan dóm að ræða. Innlent 28. janúar 2005 00:01
Lögreglumenn fá ekki skaðabætur Hæstiréttur hefur sýknað ríkið af skaðabótakröfu tveggja lögregluþjóna sem slösuðust í íþróttakappleikjum lögreglumanna. Samkvæmt kjarasamningi lögreglumanna töldust þó báðir vera að störfum þegar þeir slösuðust. Innlent 28. janúar 2005 00:01
Dómur fyrir kannabisræktun Fertugur karlmaður var í dag dæmdur í sjö mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að rækta og hafa í sinni vörslu um 180 kannabisplöntur í kartöflugeymslu í Ártúnsbrekku. Á heimili mannsins fundust tólf plöntur til viðbótar, fræ og lauf. Innlent 25. janúar 2005 00:01
Ríkið sýknað af kröfu Ástþórs Íslenska ríkið var sýknað af tveggja milljóna króna skaðabótakröfu Ástþórs Magnússonar í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Ástþór höfðaði málið vegna handtöku árið 2002. Hann var handtekinn vegna töluvpósts sem sendur var víða í nafni Friðar 2000 en þar sagði frá rökstuddum grun um að ráðist yrði gegn íslenskri flugvél. Innlent 25. janúar 2005 00:01
Krefst 94 milljóna af Arngrími Arngrími Jóhannssyni, stjórnarformanni Atlanta, hefur verið stefnt af eiganda Scandinavian Historic Flight vegna vanefnda á samningi. Stefnufjárhæðin nemur tæplega 94 milljónum króna. Innlent 24. janúar 2005 00:01
Lögreglumaður sóttur með valdi Ungur maður hefur höfðað mál gegn lögreglunni fyrir ólögmæta handtöku og skerðingu tjáningarfrelsis þegar honum var meinað að mótmæla komu forseta Kína hingað til lands. Lögreglumaður, sem handtók manninn og er sakaður um að hafa hótað honum í framhaldinu, mætti ekki fyrir dóm og var þess krafist í dag að hann yrði sóttur með lögregluvaldi. Innlent 20. janúar 2005 00:01
Hákon Eydal fellur frá kröfunni Hákon Eydal, sem hefur viðurkennt að hafa banað barnsmóður sinni Sri Rhamawati, hefur fallið frá kröfu um nýja geðrannsókn. Við þingfestingu málsins gegn honum fyrr í mánuðinum gerði hann þessa kröfu og var milliþinghald um það í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Innlent 20. janúar 2005 00:01
KB stefnir Mjólkurfélaginu KB banki hefur stefnt Mjólkurfélagi Reykjavíkur til að greiða hálfan milljarð króna vegna samnings sem fyrrverandi stjórnarformaður félagsins gerði við bankann vegna viðskipta með Fóðurblönduna. Mjólkurfélagið segir samninginn ólögmætan. Innlent 20. janúar 2005 00:01
60 milljóna skaðabótakrafa Hæstiréttur fyrirskipaði í gær Héraðsdómi Vesturlands að taka til meðferðar sextíu milljóna króna skaðabótakröfu Sigurjóns Sighvatssonar á hendur Hótel Búðum og fleirum. Innlent 15. janúar 2005 00:01
Ríkið sýknað af 11 milljóna kröfu Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í morgun íslenska ríkið af rúmlega ellefu milljón króna skaðabótakröfu erfingja konu sem svipt var fjárræði. Konan lést árið 2000 en sýslumaður skipaði henni lögráðamann fyrir tólf árum sem hafði dregið sér hluta af fé hennar. Innlent 11. janúar 2005 00:01
Dómur fyrir innflutning á hassi Þrítugur karlmaður var dæmdur í sjö mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í morgun fyrir að hafa flutt með sér til landsins rúmlega 190 grömm af hassi. Maðurinn hafði áður hlotið fangelsisdóma, meðal ananrs fyrir rán, tékkasvik, umferðarlagabrot, nytjastuld og meiriháttar eignaspjöll. Innlent 10. janúar 2005 00:01
Játar að hafa banað Sri Hákon Eydal játaði fyrir dómi í morgun að hafa banað Sri Rhamawati, barnsmóður sinni og fyrrverandi sambýliskonu. Börn hennar krefja hann um tæplega tuttugu og tvær milljónir króna í bætur. Innlent 6. janúar 2005 00:01
Börnin krefjast 22 milljóna Hákon Eydal játaði fyrir dómi í morgun að hafa banað Sri Rhamawati, barnsmóður sinni og fyrrverandi sambýliskonu. Börn hennar krefja hann um tæplega tuttugu og tvær milljónir króna í bætur. Innlent 6. janúar 2005 00:01
Fegin að málinu sé lokið Guðmundur Guðlaugsson, bæjarstjóri á Patreksfirði, segir að fórnarlömb mannsins sem fékk fjögurra ára fangelsisdóm í Héraðsdómi Vestfjarða í gær hafi öll fengið aðstoð vegna áfallsins. Yfirheyrslur og rannsókn málsins hafi reynt mikið á og hann sé feginn að málinu sé lokið. Nanna Sjöfn Pétursdóttir, skólastjóri grunnskólans þar, tekur í sama streng. Innlent 23. desember 2004 00:01
Ríkið sýknað af 25 milljóna kröfu Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði íslenska ríkið í dag af tuttugu og fimm milljóna króna skaðabótakröfu vegna meintra mistaka við mæðraeftirlit á Kvennadeild Landspítalans. Það voru foreldrar sem stefndu ríkinu fyrir hönd ólögráða sonar síns sem er mikið fatlaður. Innlent 23. desember 2004 00:01
Sýknaður af manndrápsákæru Tvítugur maður var sýknaður af ákæru um manndráp af gáleysi í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. Maðurinn var talinn hafa ekið bifreið sinni of hratt miðað við aðstæður og ekki gætt nægrar varúðar þegar árekstur við aðra bifreið olli banaslysi. Innlent 22. desember 2004 00:01
Dæmdur fyrir kynferðisbrot Rúmlega þrítugur karlmaður, Sigurbjörn Sævar Grétarsson, var í gær dæmdur í fjögurra ára fangelsi í Héraðsdómi Vestfjarða fyrir kynferðisbrot gegn fimm drengjum á aldrinum tólf til fjórtán ára. Innlent 22. desember 2004 00:01
4 ára fangelsi fyrir kynferðisbrot Sigurbjörn Sævar Grétarsson, fyrrverandi lögreglumaður á Patreksfirði, var í dag dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn fimm piltum. Auk þess var hann dæmdur til að greiða þeim samanlagt 2,4 milljónir króna í miskabætur. Innlent 22. desember 2004 00:01
Fékk tvö ár skilorðsbundin Nítján ára stúlka var dæmd í 14 mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í morgun fyrir þjófnað, hylmingu og tilraun til fjársvika. Dómurinn er skilorðsbundinn til tveggja ára þar sem stúlkan hefur snúið lífi sínu til betri vegar, hafið nám og hætt fíkniefnaneyslu og afbrotum. Innlent 22. desember 2004 00:01
Árs fangelsi fyrir kynferðisbrot Rúmlega fertugur maður var dæmdur í eins árs fangelsi í Héráðsdómi Reykjavíkur í dag fyrir að særa blygðunarsemi 12 ára pilts í biðskýli við Austurberg í Reykjavík og notfæra sér andlega annmarka 17 ára pilts í kynferðislegum tilgangi á gistiheimili við Flókagötu. Innlent 22. desember 2004 00:01
Gætu orðið rasssíðir við að smala Landeigendur á Norðausturlandi eru undrandi yfir kröfum ríkisins um þjóðlendur í fjórðungnum. Þeir töldu að stjórnvöld hefðu dregið einhvern lærdóm af nýlegum Hæstaréttardómi vegna jarðamála í uppsveitum Biskupstungna. Ríkið gerir kröfu um 95 prósent lands Brúar í Jökuldal. </font /></b /> Innlent 19. desember 2004 00:01