Opið þinghald í fimmta nauðgunarmáli „meðhöndlara“ Landsréttur staðfesti í gær úrskurð Héraðsdóms Reykjaness um að þinghald í máli Jóhannesar Tryggva Sveinbjörnssonar verði opið. Hann er ákærður fyrir nauðgun en hann var dæmdur í fimm ára fangelsi fyrr á þessu ári fyrir að nauðga fjórum konum á meðferðarstofu sinni. Innlent 13. október 2021 08:35
Raðnauðgari í fimm ára fangelsi fyrir að nauðga barnsmóður sinni Karlmaður sem endurtekið hefur verið dæmdur fyrir kynferðisbrot hefur verið dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir að nauðga barnsmóður sinni og fyrrverandi sambýliskonu. Konan hafði komið á dvalarstað hans til að sækja föt á barn þeirra. Innlent 11. október 2021 16:21
Bryndís í uppnámi í dómsal: „Allt í einu var hún bara umsnúin“ Bryndís Schram, eiginkona Jóns Baldvins Hannibalssonar, virtist vera í talsverðu uppnámi þegar hún bar vitni fyrir dómi í dag í máli héraðssaksóknara gegn Jóni Baldvini. Honum er gert að sök að hafa káfað á rassi Carmenar Jóhannsdóttur í matarboði á heimili þeirra hjóna á Spáni í júní 2018. Innlent 11. október 2021 15:00
Ákærður fyrir að svíkja meðeigendur um söluverð eignar í Lúxemborg Héraðssaksóknari hefur ákært einstakling fyrir fjárdrátt og tilraun til fjárdráttar á árunum 2014 og 2015 í tengslum við sölu fasteignar í Lúxemborg. Viðskipti innlent 11. október 2021 13:31
Vilja að Jón Baldvin verði dæmdur í allt að þriggja mánaða fangelsi Héraðssaksóknari leggur til að Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra og þingmaður, verði dæmdur í tveggja til þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Þetta kom fram í máli hans við lok aðalmeðferðar í máli hans gegn Jóni Baldvini fyrir héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Innlent 11. október 2021 13:10
Telur mögulegt að mæðgurnar hafi sett leikþátt á svið Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra og þingmaður, neitar sök í máli héraðssaksóknara gegn sér þar sem hann er sakaður um að hafa strokið rassi Carmenar Jóhannsdóttur í matarboði á heimili hans á Spáni í júní 2018. Hann telur að Carmen og Laufey Ósk, móðir hennar, hafi mögulega komið í heimsókn til sín gagngert til að setja atvikið á svið og saka hann um kynferðisofbeldi. Innlent 11. október 2021 11:20
Bryndís og Jón Baldvin flugu til Íslands frá Spáni til að gefa skýrslu Aðalmeðferð í máli héraðssaksóknara gegn Jóni Baldvini Hannibalssyni, fyrrverandi ráðherra og þingmanni, fyrir kynferðisbrot á heimili hans á Spáni hefst klukkan 9:15 í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur. Jón Baldvin var ákærður árið 2019 en síðan hefur málinu endurtekið verið vísað frá í héraði og sent aftur heim í hérað úr Landsrétti. Innlent 11. október 2021 08:40
Harpa og Sinfóníuhljómsveit Íslands greiði sviðsmanni bætur vegna vinnuslyss Landsréttur dæmdi Hörpu og Sinfóníuhljósmveit Íslands til að greiða sviðsmanni skaðabætur upp á tæpa sextán og hálfa milljón vegna vinnuslyss nýverið. Innlent 9. október 2021 21:02
Krafðist bóta eftir að hafa ekið á götusóp undir áhrifum áfengis og vímuefna Tryggingarfélagið Sjóvá lagði ökumann í dómsmáli þar sem einstaklingur krafðist skaðabóta fyrir líkamstjón sem hann varð fyrir eftir að hafa ekið aftan á götusóp í Reykjavík. Innlent 9. október 2021 20:00
Pólverji í átján ára útlegð frá Íslandi Pólskum manni hefur verið meinuð endurkoma til Íslands næstu átján ár. Kærunefnd útlendingamála staðfesti ákvörðun Útlendingastofnunar þess efnis nýverið. Maðurinn hafði áður verið dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir aðild sína að Hvalfjarðargangamálinu. Innlent 9. október 2021 12:19
Staðfestu dóm fyrir brot gegn stjúpsyni Landsdómur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjaness yfir konu fyrir kynferðisbrot gegn stjúpsyni hennar á unglingsaldri. Konan var í júlí árið 2020 dæmd í 2ja ára og níu mánaða fangelsi fyrir brotin. Innlent 8. október 2021 20:28
Fá hærri bætur vegna þaks sem fauk af í miklu óveðri Tryggingafélagið TM þarf að greiða dánarbúi hjóna hærri bætur en það hafði þegar greitt út vegna þaks sem fauk af hluta íbúðarhúss í miklu óveðri sem gekk yfir landið í desember árið 2015. Innlent 7. október 2021 11:02
Sjómanni dæmdar 42 milljónir í bætur vegna vinnuslyss á landi Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi tryggingafélagið VÍS til að greiða sjómanni rúmar 42 milljónir króna í bætur í síðustu viku. Innlent 6. október 2021 21:06
Blómasalar ákærðir fyrir tollsvik Tveir stjórnendur innflutningsfyrirtækis eru ákærðir fyrir að hafa blekkt tollayfirvöld í því skyni að greiða minni toll af innfluttum blómum frá Hollandi. Innlent 6. október 2021 20:26
Ellefu mánaða skilorðsbundinn dómur fyrir líkamsárás og fyrri brot Karlmaður hefur verið dæmdur til ellefu mánaða skilorðsbundinnar fangelsisrefsingar fyrir líkamsárás á Akureyri. Um er að ræða eins mánaðar hegningarauka við fyrri tíu mánaða dóm sem maðurinn hlaut í mars síðastliðnum. Innlent 4. október 2021 22:54
Smálánafyrirtæki hafði betur í máli gegn Neytendasamtökunum Breka Karlssyni, formanni Neytendasamtakanna, var óheimilt að fullyrða að lán smálánafyrirtækisins eCommerce 2020 hafi verið úrskurðuð ólögleg. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur sem dæmdi ummæli sem hann lét falla í garð fyrirtækisins dauð og ómerk. Viðskipti innlent 4. október 2021 13:17
Dæmd fyrir að hrækja í andlit lögreglumanns Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt konu í þrjátíu daga fangelsi fyrir að hafa hrækt á lögreglumann sem var við skyldustörf í júlí 2020. Innlent 4. október 2021 12:40
Skilorðsbundinn dómur fyrir ofbeldi gegn eiginkonu og dóttur Karlmaður var í dag dæmdur til þriggja mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir að hafa veist að eiginkonu sinni með ofbeldi, kýlt hana í andlit, togað í hár hennar og hrækt á hana. Þá hafi hann tekið í fætur dóttur sinnar er hún reyndi að koma móður sinni til aðstoðar, svo hún féll niður úr rúmi. Innlent 1. október 2021 21:39
Lögregla braut gegn konu sem var blekkt af flugumanninum sem kom til Íslands Dómarar við bresku dómsmálastofnunina IPT hafa komist að þeirri niðurstöðu að lögreglan í Lundúnum hafi brotið gróflega á mannréttindum konu sem flugumaðurinn Mark Kennedy átti í ástarsambandi við með þeim tilgangi að afla upplýsingum til lögreglu um hana og þá hópa sem hún tengdist. Erlent 1. október 2021 18:05
Fimm ára fangelsi eftir sýknudóm í héraði Karlmaður á sjötugsaldri hefur verið dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps í Þorlákshöfn í nóvember 2018. Dómur var kveðinn upp í Landsrétti í dag en karlmaðurinn hafði áður verið sýknaður í Héraðsdómi Suðurlands. Innlent 1. október 2021 16:36
Ákærður fyrir að birta kynferðislegt efni af fyrrverandi á Facebook og í kommentakerfi DV Karlmaður hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot, stórfelldar ærumeiðingar og stórfellt brot í nánu sambandi með því að hafa endurtekið og á alvarlegan hátt ógnað heilsu og velferð fyrrverandi eiginkonu sinnar. Innlent 30. september 2021 17:32
Ákærður fyrir að hafa nauðgað og ítrekað beitt unnustu sína ofbeldi Karlmaður hefur verið ákærður fyrir brot í nánu sambandi fyrir að hafa margveist að þáverandi unnustu sinni, ráðist á hana og nauðgað henni í lok árs 2018 og byrjun árs 2019. Maðurinn hefur verið krafinn um að greiða konunni tvær milljónir króna í miskabætur fyrir ofbeldið. Innlent 30. september 2021 16:30
Ákærðir fyrir að hafa beitt IKEA-borðhníf og glasi gegn hvor öðrum Tveir menn hafa verið ákærðir fyrir að hafa veist hvor að öðrum að næturlagi í október í fyrra. Annar maðurinn beitti hinn glerglasi á meðan hinn mundaði borðhníf frá IKEA í slagsmálunum. Báðir eru þeir ákærðir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás gegn hvor öðrum. Innlent 30. september 2021 15:31
Ökufantur á 210 kílómetra hraða ákærður Karlmaður hefur verið ákærður fyrir að aka mótorhjóli á 210 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði var níutíu. Hann er sakaður um að hafa stefnt lífi og heilsu annarra vegfarenda í augljósan háska. Innlent 30. september 2021 13:12
Ofbeldismaður sem hótaði að hringja inn sprengjuhótun færi kærasta hans í flug á sér engar málsbætur Karlmaður sem ákærður var fyrir fjölmörg brot gagnvart sambýliskonu sinni og börnum þeirra hefur verið dæmdur í sextán mánaða fangelsi. Héraðsdómur segir ljóst að maðurinn hafi skapað ógnarástand á heimili mannsins og konunnar og að hann eigi sér engar málsbætur. Maðurinn hótaði því meðal annars að hringja inn sprengjuhótun ef sambýliskona hans væri í flug til útlanda. Innlent 29. september 2021 14:40
Símasambandsleysi frestar ölvunarakstursmáli rútubílstjóra Landsréttur hefur staðfest niðurstöðu Héraðsdóms Norðurlands eystra þess efnis að fresta beri meðferð máls rútubílstjóra sem ákærður var fyrir ölvunarakstur. Frestunin er tilkomin vegna þess að erfiðlega hefur reynst að ná símasambandi við lykilvitni sem starfar sem fjallaleiðsögumaður. Innlent 29. september 2021 13:57
Dæmdir fyrir milljóna dósasvindl í Eyjum Tveir karlmenn í Vestmannaeyjum hafa verið dæmdir í þrjátíu og 45 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa dregið sér rúmlega tvær milljónir króna sem starfsmenn Endurvinnslunnar í Heimaey. Mennirnir útbjuggu kvittanir fyrir móttöku drykkjarumbúða, án þess að skila slíkum umbúðum, og hirtu skilagjaldið. Innlent 29. september 2021 11:27
Gripnir með 400 plöntur og fengu skilorðsbundna dóma Tveir karlmenn hafa verið dæmdir í tólf og níu mánaða skilorðsbundið fangelsi til tveggja ára fyrir fíkniefnalagabrot. Dómur var kveðinn upp í Hérðasdómi Reykjaness á föstudag. Innlent 28. september 2021 12:08
Lögreglumaður sem skildi eftir kannabisefni við húsleit laus allra mála Hæstiréttur féllst ekki á málskotsbeiðni ákæruvaldsins í máli lögreglumanns sem var sýknaður af ákæru um stórfellda vanrækslu í starfi þegar hann lagði ekki hald á kannabisefni við húsleit. Innlent 27. september 2021 14:35
„Lögregla sleppir framburði sem hreinsar manninn af þátttöku í manndrápi“ Lögmaður Murats Selivrada, sem er einn ákærðu í Rauðagerðismálinu svokallaða, gagnrýndi harðlega skýrslu lögreglu í málinu. Hvergi hafi komið fram í niðurstöðukafla skýrslunnar að Angjelin Sterkaj hafi gengist við því að hafa fyrirskipað Claudiu Sofiu Coelho Carvalho að vakta bifreiðar í eigu Armandos Beqirai kvöldið sem hann var skotinn til bana. Innlent 23. september 2021 17:25