
Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, kenndi því sem kallað er DEI vestanhafs og stendur fyrir fjölbreytni, jafnrétti og inngildingu um flugslysið í Washington DC í nótt. Sagði hann slík stefnumál og ráðningar á þeim grundvelli hafa grafið undan öryggi.