Conte byrjaður að styrkja hóp sinn Antonio Conte, knattspyrnustjóri Tottenham Hotspur, er að tryggja sér þjónustu fyrrverandi lærisveins síns en króatíski kantmaðurinn Ivan Perisic er að ganga til liðs við félagið. Fótbolti 29. maí 2022 11:02
Segir að United og Barca hafi komist að samkomulagi en De Jong hafi hafnað Miðjumaðurinn Frenkie de Jong hefur verið sterklega orðaður við Manchester United eftir að Erik ten Hag tók við liðinu. Hann er nú sagður hafa ákveðið að halda kyrru fyrir hjá Barcelona. Enski boltinn 29. maí 2022 09:01
Finna til mikillar ábyrgðar Úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu þar sem Liverpool og Real Madrid eigast við fer fram í kvöld. Hérlendis má finna fjölda stuðningsmanna Liverpool sem vona ekkert heitar en að lið þeirra vinni. Fótbolti 28. maí 2022 20:09
Roman þakkar fyrir sig: „Heiður að vera hluti af þessu félagi“ „Það eru næstum þrír mánuðir síðan ég tilkynnti áform mín um að selja Chelsea,“ segir í upphafi tilkynningar Roman Abramovich á vefsíðu Chelsea. Auðjöfurinn er að kveðja þar sem loks er búið að finna nýja eigendur. Enski boltinn 28. maí 2022 13:31
Stefnir í að Man Utd mæti með nýja miðju til leiks á næstu leiktíð Það virðist sem nýráðinn þjálfari Manchester United hafi ekki mikla trú á núverandi miðju liðsins ef marka má þá leikmenn sem liðið er orðað við þessa dagana. Talið er að Erik ten Hag sé á höttunum á eftir hvorki meira né minna en þremur miðjumönnum um þessar mundir. Enski boltinn 28. maí 2022 10:31
Stoltur af því að hafa veitt öðrum fótboltamanni innblástur til að koma út úr skápnum Josh Cavallo, leikmaður Adelaide United í áströlsku úrvalsdeildinni í fótbolta, segist vera virkilega stoltur af því að hann hafi veitt öðrum knattspyrnumanni innblástur og hugrekki til að segja frá kynhneigð sinni. Fótbolti 28. maí 2022 08:02
Conte fullvissar stuðningsmenn Tottenham um að hann sé ekki á förum Antonio Conte hefur fullvissað stuðningsmenn Tottenham Hotspur um að hann verði áfram við stjórnvölin hjá liðinu þegar næsta tímabil í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta hefst í haust. Enski boltinn 27. maí 2022 22:31
Mané gefur svar um framtíðina eftir úrslitaleikinn: „Þið fáið allt sem þið viljið heyra þá“ Sadio Mané, sóknarmaður Liverpool, segir að hann muni gefa „sérstakt“ svar um framtíð sína hjá félaginu eftir leik liðsins gegn Real Madrid í úrslitum Meistaradeildar Evrópu annað kvöld. Enski boltinn 27. maí 2022 22:00
Var búinn að ganga frá samningi við United: „Þá hringdi Klopp“ Sadio Mané, leikmaður Liverpool, greinir frá því í viðtali við Jamie Carragher að hann hafi verið búinn að ganga frá samningi við Manchester United sumarið 2016 en snerist hugur eftir símtal frá Jürgen Klopp. Fótbolti 27. maí 2022 14:31
Drinkwater biður stuðningsfólk Chelsea afsökunar Danny Drinkwater er á förum frá Chelsea. Hann bað stuðningsfólk félagsins afsökunar eftir misheppnaða dvöl hjá því. Enski boltinn 27. maí 2022 12:00
Ferdinand og Terry rífa upp gömul sár í rifrildi á Twitter Fyrrum ensku miðverðirnir Rio Ferdinand og John Terry hafa átt í opinberum deilum á samfélagsmiðlinum Twitter. Þar metast þeir um hvort þeirra hafi verið betri leikmaður og segja báðir hinn vera viðkvæma sál. Fótbolti 27. maí 2022 11:31
Kane laumaðist í skilaboðin hjá Brady Harry Kane sagði skemmtilega sögu af því hvernig vinátta þeirra Toms Brady hófst þegar hann var gestur í spjallþætti Jimmys Fallon. Enski boltinn 27. maí 2022 10:31
Arsenal vill fá fleiri leikmenn City Arsenal vill ekki bara fá Gabriel Jesus í sumar heldur er annar leikmaður Englandsmeistara Manchester City á óskalista liðsins. Enski boltinn 27. maí 2022 08:01
„Litum aldrei á hann sem miðjumann“ Uppgangur brasilíska miðjumannsins Fabinho er stórmerkilegur en hann er í dag lykilmaður í öflugu liði Liverpool sem mætir Real Madrid í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu um helgina. Fótbolti 27. maí 2022 07:01
Gerrard heldur áfram að versla Steven Gerrard virðist ætla að klára leikmannamálin hjá enska úrvalsdeildarliðinu Aston Villa áður en hann heldur í sumarfrí. Enski boltinn 26. maí 2022 23:31
Byrjaður að sækja leikmenn frá Red Bull samsteypunni til Leeds Bandaríski sóknartengiliðurinn Brendan Aaronson mun ganga til liðs við enska úrvalsdeildarliðið Leeds United í sumar. Enski boltinn 26. maí 2022 17:29
Þrefaldur Evrópumeistari á förum frá Man City Raðsigurvegarinn Lucy Bronze mun yfirgefa Manchester City. Ekki er ljóst hvar þessi þrítugi hægri bakvörður spilar næst. Enski boltinn 26. maí 2022 14:31
Salah mun ekki yfirgefa Liverpool í sumar Mohamed Salah, stórstjarna Liverpool, hefur staðfest að hann muni ekki yfirgefa félagið í sumar. Samningur hans rennur út sumarið 2023. Sömu sögu er að segja af Sadio Mané. Enski boltinn 26. maí 2022 13:31
Forsætisráðherra Bretlands studdi yfirtöku Sádanna á Newcastle Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, studdi að ríkisrekinn fjármögnunarsjóð frá Sádi-Arabíu myndi festa kaup á enska fótboltafélaginu Newcastle United. Boris hafði áður sagt að ríkistjórn Bretlands hefði ekki komið að kaupunum á einn eða neinn hátt. Enski boltinn 26. maí 2022 11:30
Fær rúmlega þrjátíu og tvo milljarða til að eyða í leikmenn Nýir eigendur Chelsea eru tilbúnir að setja rúmlega 200 milljónir punda, eða 32 og hálfan milljarð íslenskra króna, í nýja leikmenn. Enski boltinn 26. maí 2022 08:00
Roy Keane: Það verður einhver stunginn Roy Keane, fyrrum leikmaður Manchester United og sparkspekingur hjá Sky Sports, hefur áhyggjur af auknum innrásum stuðningsmanna inn á leikvelli liða í ensku úrvalsdeildinni. Enski boltinn 25. maí 2022 23:00
Hrun í mörkum enskra framherja í ensku úrvalsdeildinni Enskir framherjar voru oft ekki á skotskónum á nýloknu tímabili eins og sést vel í samantekt hjá Sky Sports. Enski boltinn 25. maí 2022 17:30
Stuðningsmaður Tottenham í hópi nýju eiganda Chelsea Todd Boehly hefur farið fyrir samsteypu fjármagnseiganda sem mynda nýjan eigandahóp enska úrvalsdeildarfélagsins Chelsea en það eru aðrir sem eiga nú meira en hann í félaginu. Enski boltinn 25. maí 2022 13:02
Breska ríkisútvarpið þurfti að biðja Manchester United afsökunar Yfirmenn BBC, sem er breska ríkisútvarpið, hafa nú stigið fram og beðið enska úrvalsdeildarfélagið Manchester United afsökunar. Enski boltinn 25. maí 2022 10:00
Dýraníðingurinn Zouma játar sök Kurt Zouma, leikmaður enska knattspyrnufélagsins West Ham, játaði sök í tveimur ákæruliðum vegna dýraníðs fyrir rétti í Lundúnum í dag. Enski boltinn 24. maí 2022 23:31
Klopp valinn þjálfari ársins á Englandi Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, hefur verið valinn stjóri ársins á Englandi af samtökum knattspyrnustjóra þar í landi. Enski boltinn 24. maí 2022 22:31
Enska úrvalsdeildin samþykkir yfirtöku Boehly á Chelsea Enska úrvalsdeildin hefur samþykkt kauptilboð hóps sem leiddur er af fjárfestinum Todd Boehly, meðeiganda hafnaboltaliðsins Los Angeles Dodgers, á enska knattspyrnufélaginu Chelsea. Enski boltinn 24. maí 2022 18:08
Conte fær auka 150 milljónir punda til að eyða í sumar Stærstu hluthafar enska knattspyrnufélagsins Tottenham Hotspur, ENIC Sports Inc, ætla sér að setja auka 150 milljónir punda í félagið eftir að liðið tryggði sér sæti í Meistaradeild Evrópu í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar um helgina. Enski boltinn 24. maí 2022 17:46
Jarrod Bowen og James Justin eru nýjustu landsliðsmenn Englendinga Vængmaður West Ham og bakvörður Leicester eru nýju andlitin í enska landsliðinu í fótbolta og nýkrýndur Ítalíumeistari með AC Milan snýr aftur inn í landsliðshópinn. Enski boltinn 24. maí 2022 13:52
Dóttir Mo Salah heldur áfram að skora fyrir framan Kop-stúkuna Liverpool stuðningsmenn fengu ekki að fagna titlinum eftir lokaleikinn á Anfield en misstu ekki af tækifærinu að hylla elstu dóttur markahetjunnar sinnar. Enski boltinn 24. maí 2022 13:00