Enski boltinn

Enski boltinn

Fréttir, myndbönd og tölfræði úr ensku deildinni.

Leikirnir





    Fréttamynd

    Rooney sagður áhugasamur um stjórastöðu Newcastle

    Wayne Rooney, knattspyrnustjóri Derby County og fyrrum leikmaður Manchester United og enska landsliðsins, er sagður áhugasamur um að taka við stöðu knattspyrnustjóra Newcastle ef núverandi stjóri, Steve Bruce, verður látinn taka poka sinn.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Lacazette bjargaði stigi fyrir Arsenal

    Crystal Palace var hársbreidd frá því að næla í öll þrjú stigin á Emirates-vellinum er liðið mætti Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Alexandre Lacazette jafnaði hins vegar metin í blálokin og leiknum því með 2-2 jafntefli.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Stuðningsmaðurinn sem hneig niður sagður stöðugur

    Óhugnalegt atvik átti sér stað í leik Newcastle og Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í kvöld þegar að stuðningsmaður Newcastle hneig niður. Stöðva þurfti leikinn um stund á meðan maðurinn fékk aðhlynningu, en nýjustu fréttir herma að líðan hans sé stöðug.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Skoraði úr víti með hægri | Jafnfættar vítaskyttur

    Ivan Perisic, leikmaður Inter Milan, skoraði fyrsta mark liðsins í tapi fyrir Lazio á útivelli í gær. Markið var sérstakt því Perisic skoraði með hægri fæti, en hann skoraði úr víti með vinstri fæti á móti Frosinione í apríl 2019.

    Sport
    Fréttamynd

    Ný­liðarnir sáu aldrei til sólar gegn Liver­pool

    Claudio Ranieri byrjar tíma sinn hjá Watford ekki vel en liðið tapaði 5-0 fyrir Liverpool í fyrsta leik hans við stjórnvölin. Nýliðar Watford áttu aldrei möguleika í dag og ljóst að Ranieri á erfitt verkefni fyrir höndum á Vicarage Road .

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Fabinho og Alisson klára sóttkví á Spáni

    Brasilísku knattspynumennirnir Fabinho og Alisson Becker, sem báðir leika með Liverpool í ensku úrvalsdeildinni, munu ferðast til Spánar að yfirstandandi landsliðsverkefni loknu þar sem þeir munu klára sóttkví. Þeir munu því ekki vera með liðinu þegar Liverpool mætir Watford í ensku úrvalsdeildinni á morgun.

    Enski boltinn