

Enski boltinn
Fréttir, myndbönd og tölfræði úr ensku deildinni.
Leikirnir

Fleiri stig tekin af Everton
Tvö stig til viðbótar hafa verið tekin af Everton í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta, vegna brota á reglum um fjárhagslegt aðhald félaganna.

Klopp skaut á United og býst ekki við greiða
Jürgen Klopp og hans menn í Liverpool gætu þurft á aðstoð frá Manchester United að halda til að landa Englandsmeistaratitlinum í fótbolta, en Klopp er ekki bjartsýnn á að fá þá hjálp.

Joe Kinnear er látinn
Joe Kinnear, fyrrum þjálfari liða á borð við Newcastle, Nottingham Forest og Wimbeldon, er látinn. Hann var 77 ára þegar hann lést.

„Við áttum að vinna, það er augljóst“
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var eðlilega frekar pirraður eftir 2-2 jafntefli liðsins gegn MAnchester United í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Varnarmennirnir skutu Tottenham í Meistaradeildarsæti
Tottenham Hotspur kom sér í Meistaradeildarsæti er liðið vann 3-1 sigur gegn Nottingham Forest í seinasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.

McBurnie hetja botnliðsins gegn Chelsea
Oliver McBurnie reyndist hetja Sheffield United er liðið nældi sér í 2-2 jafntefli gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Liverpool mistókst að ná toppsætinu eftir spennutrylli
Velkomin í beina textalýsingu frá leik Manchester United og Liverpool í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu. Leikurinn hefst klukkan 14.30.

Leikmaður Newcastle enn eitt fórnarlamb innbrotsþjófa
Innbrotsþjófar brutust inn á heimili knattspyrnumannsins Alexander Isak á fimmtudagskvöld. Innbrot á heimili leikmanna í ensku úrvalsdeildinni hafa orðið algengari á síðustu árum.

Klopp vill hefnd og Ten Hag segir að leikmenn muni mæta reiðir til leiks
Manchester United tekur á móti Liverpool í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. Þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem þessir erkifjendur mætast en United sló Liverpool út úr enska bikarnum á dögunum.

„Mætum tilbúnir til að vinna í alla leiki“
Bukayo Saka skoraði fyrsta mark Arsenal er liðið skaust á topp ensku úrvalsdeildarinnar með 3-0 útisigri gegn Brighton í kvöld.

Skytturnar skutust aftur á toppinn
Arsenal kom sér aftur á topp ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu er liðið vann 3-0 útisigur gegn Brighton & Hove Albion í kvöld.

Lífsnauðsynlegur sigur Luton og markaveisla hjá Villa og Brentford
Luton vann afar mikilvægan sigur í fallbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Þá fór fram mikill markaleikur þegar Aston Villa tók á móti Brentford.

Magnaður De Bruyne sá um Crystal Palace
Kevin De Bruyne var maðurinn á bakvið 4-2 sigur Manchester City á Crystal Palace í hádegisleik ensku úrvalsdeildinnar. City jafnar Liverpool að stigum á toppnum með sigri.

Laun dómara opinberuð: Þeir bestu á Englandi þéna mest en hæstu meðallaunin eru á Spáni
Dómarar eru oftar en ekki í sviðsljósinu í knattspyrnuheiminum. Vefmiðillinn The Athletic hefur birt samantekt yfir laun dómara í sex stórum deildum þar sem ýmislegt áhugavert kemur í ljós.

Stjörnur enska boltans leita í 66° Norður: „Heimurinn er lítill“
Stjörnur enska boltans, núverandi og fyrrverandi eru yfir sig hrifnir af vörum frá íslenska fataframleiðandanum 66 norður. Bergur Guðnason, hönnuður hjá 66 norður útvegaði nú nýverið leikmanni stórliðs Arsenal íslenskri hönnun og sá lét ánægju sína skírt í ljós á samfélagsmiðlum svo eftir því var tekið.

Líkamsleifar fundust nærri æfingasvæði Manchester United
Lögreglan í Manchester á Englandi hefur sett af stað morðrannsókn eftir að líkamsleifar af manneskju, vafnar inn í plast, fundust nærri æfingasvæði úrvalsdeildarfélagsins Manchester United í gær.

Man United neitar að læra
Manchester United mátti þola 4-3 tap gegn Chelsea á Brúnni í leik liðanna í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu á fimmtudagskvöld. Var það enn einn leikurinn á tímabilinu þar sem liðið fær á sig tvö mörk með stuttu millibili.

Man Utd yfir þegar 99 mín. og 17 sek. voru komnar á klukkuna
Manchester United tapaði á einhvern ótrúlegan hátt 4-3 fyrir Chelsea í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu þegar liðin mættust á Brúnni í Lundúnum á fimmtudagskvöld. Man United var 3-2 yfir þegar níu mínútur og sautján sekúndur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma.

Sviplegt fráfall eiginkonunnar breytti öllu
Sviplegt andlát eiginkonu fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmannsins í knattspyrnu, Rio Ferdinand, varð til þess að hann þurfti að íhuga framtíð sína upp á nýtt. Hliðra draumi sínum til þess að vera til staðar, alltaf, fyrir börn þeirra hjóna.

Hjólar í goðsagnir United vegna orða þeirra um Rashford
Dwaine Maynard, bróðir og umboðsmaður Marcus Rashford leikmanns Manchester United, tekur illa í gagnrýni fyrrverandi leikmanna félagsins í garð bróður síns sem virðist liða illa innan sem utan vallar þessa dagana.

Palmer hetjan í ótrúlegum sigri Chelsea á Manchester United
Cole Palmer tryggði Chelsea dramatískan 4-3 sigur á Manchester United í ensku úrvalsdeildinni með tveimur dramatískum mörkum í uppbótartíma venjulegs leiktíma í leik liðanna á Stamford Bridge í kvöld.

Tvö mörk undir lokin tryggðu Liverpool dýrmætan sigur
Liverpool tyllti sér aftur á top ensku úrvalsdeildarinnar með 3-1 sigri á botnliði Sheffield United á Anfield í kvöld.

Ný veggmynd af Jürgen Klopp í Liverpool
Jürgen Klopp á bara rúma tvo mánuði eftir sem knattspyrnustjóri Liverpool og enska liðið á enn möguleika á að vinna þrjá titla á síðasta tímabili hans.

Finna ekkert að knattspyrnukonunni sem hneig niður
Góðar fréttir berast nú af norsku knattspyrnukonunni Fridu Maanum sem er leikmaður nýkrýnda deildarbikarmeistara Arsenal.

Segir of mikið álag á æfingum ekki ástæðuna fyrir meiðslavandræðum
Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, blæs á þær vangaveltur að æfingastíll hans sé að valda miklum meiðslavandræðum liðsins.

Óvíst hvort Nkunku verði meira með á leiktíðinni
Fyrsta tímabil Christopher Nkunku í ensku úrvalsdeildinni fer seint í sögubækurnar. Hann hefur verið meira og minna meiddur síðan hann gekk í raðir Chelsea frá RB Leipzig og verður líklega ekki meira með það sem eftir lifir leiktíðar.

Foden með sýningu og Man City gefur ekkert eftir í toppbaráttunni
Phil Foden skoraði þrennu í gríðarlega öruggum sigri Englandsmeistara Manchester City á Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni, lokatölur 4-1.

Skytturnar á toppinn
Arsenal er komið á topp ensku úrvalsdeildarinnar eftir 2-0 sigur á nýliðum Luton Town. Þá gerði Brighton & Hove Albion markalaust jafntefli við Brentford.

Stærsta ógnin við Ísland gæti farið til Man. Utd fyrir metfé
Það velkist enginn í vafa um það á hvaða leikmanni Póllands þarf að hafa mestar gætur, þegar stelpurnar okkar í íslenska landsliðinu í fótbolta mæta Pólverjum á Kópavogsvelli á föstudaginn. Hún heitir Ewa Pajor og er nú orðuð við Manchester United.

De Zerbi ekki lengur meðal þeirra sem eru líklegir til að taka við Liverpool
Roberto De Zerbi, knattspyrnustjóri Brighton & Hove Albion, er ekki lengur talinn meðal þeirra þjálfara sem eru taldir líklegastir til að taka við stjórnartaumunum hjá Liverpool þegar Jürgen Klopp lætur af störfum í sumar.