

Við erum stödd á sjúkrahúsi þar sem liggja margir sjúklingar með ýmis vandamál, sumir liggja á venjulegri deild, þeir veikari á gjörgæsludeildinni undir stöðugu eftirliti og bundnir við tæki sem pípa ef eitthvað fer úrskeiðis.
Það er komið haust. Trén fella lauf sín, grasið fölnar og það kólnar í veðri. Mér þykir þessi árstími einstaklega fallegur, jafnvel þótt gömul æskuminning sæki ætíð á mig á haustin.
Enginn er fær um að vekja upp jafn sterkar tilfinningar á jafn breiðu sviði og móðir mín. Henni tekst með, að því er virðist, léttvægum athugasemdum að breyta annars ágætis eftirmiðdegi í helgistund uppsafnaðs pirrings og óþols, þar sem ég engist ósjálfrátt um í botnlausu gremjukasti við altari hinnar alvitru móður.
Eitt af því sem síðasta ríkisstjórn vann íslenzku atvinnulífi helzt til ógagns var hvernig ráðherrar hennar og þingmenn stjórnarmeirihlutans margir hverjir virtust leggja sig fram um að fæla erlenda fjárfesta frá landinu.
Dapurlegasta frétt síðustu viku var sú að Björn Zoega skuli hættur sem forstjóri Landspítalans. Hann hefur nú í nokkur ár staðið í því að reka spítalann með neyðarráðstöfunum sem miðast við neyðarástand, rétt eins og hér á landi hafi geisað borgarastríð um árabil.
Það eru óskiljanleg mistök af hálfu Seðlabankans að halda ekki kynningarfundinn um nýja tíuþúsundkallinn í Héraðsskólanum á Laugarvatni. Eða að minnsta kosti í Þjóðmenningarhúsinu.
Stærstu samtök vinnumarkaðarins í landinu eru ósammála ríkistjórninni um stefnuna í Evrópumálum. Samtök atvinnulífsins, Alþýðusamband Íslands og Viðskiptaráð hafa lýst því yfir að samtökin telji að klára eigi aðildarviðræðurnar við Evrópusambandið
Hvað gerir orð falleg? Er það hvernig þau hljóma? Hvað þau merkja? Hvernig þau líta út á prenti? Blanda af þessu öllu? Og þegar velja skal fallegasta orðið í íslensku, þarf það þá að vera rosalega íslenskt? Hversu íslenskt? Hversu langa sögu þarf það að eiga sér í íslensku máli? Mundu málræktarsinnar gleðjast yfir því að íslenska orðið fokk næði ofarlega á blað í slíkri keppni? Hvort er betra að orðið sé samsett eða ekki? Hversu mörg atkvæði ætti það að vera? Eitt? Tíu?
Fjárhæðaskyn fólks er fyndið. Þar sem fólk skilur lægri tölur betur en hærri þá á það líka auðveldara með að hneykslast á þeim fyrrnefndu.
Hver er undirstaða velferðar og velgengni íslenzku þjóðarinnar í framtíðinni? Að sjálfsögðu menntun þjóðarinnar og þekking, sem mun bæði skapa velferð og verðmæti. Mannauðurinn er ótakmörkuð auðlind og ætti með réttu að standa undir hagvexti í framtíðinni.
Gísli Marteinn Baldursson ætlar að yfirgefa stjórnmál – í bili. Skoðanir hans rúmast ekki innan Sjálfstæðisflokksins. Mögulega er ekki einu sinni pláss fyrir þær innan borgarmálanna almennt.
Í dag innheimtir ríkissjóður ekki virðisaukaskatt af rafmagnsbílum sem kosta minna en sex milljónir króna. Auk þess eru hvorki innheimtir tollar af slíkum bílum né vetnisbílum.
Hin danskættaða Nuki, sem Matvælastofnun lýsir á vef sínum sem svartri, stutthærðri og með hvítan blett á bringunni, slapp úr einkaflugvél á Reykjavíkurflugvelli í gær. Nuki kom starfsmönnum flugvallarins í mikið uppnám því hún átti ekkert með það að stinga svona af
Könnun sem Capacent Gallup gerði fyrir Ríkisútvarpið á fylgi flokkanna í Reykjavíkurborg bregður athyglisverðu ljósi á stöðu borgarmálanna.
Hver kannast ekki við að finna fyrir kuldahrolli, slappleika, beinverkjum, oftsinnis höfuðverk og vita þá og þegar að það er eitthvað í aðsigi, maður er að verða lasinn!
Heilbrigðiskerfið er á heljarþröminni. Um það velkist enginn í vafa. Aðgerða er þörf, helst í gær, en hvaða aðgerðir það ættu að vera er öllu erfiðara að negla niður. Loka Hörpunni? Hætta að greiða listamannalaun? Sameina háskóla?
Ég er að nálgast tímamót í aldri á föstudaginn næsta og ég verð að viðurkenna að tilfinningin er óbærileg. Og hvað hef ég afrekað? Afar fátt.
Erlendur bakrauf, Jósteinn glenna, Ásmundur kastanrassi. Þorsteinn göltur, Jón fjósi, Pétur glyfsa. Þorbjörn meri, Guðmundur kvíagimbill, Böðvar lítilskeita.
Ég fékk ökuréttindi þegar ég var óþroskaður unglingur. Ég þaut um bæinn á Huppu, eldgömlum og skærrauðum Ford Escort sem ég hafði afnot af, og naut þess að vera kominn í fullorðinna manna tölu. Bíllinn sá var ágætur en alltaf fullur af rusli.
Áratugum saman hefur ríkt nánast þverpólitísk samstaða á Íslandi um handónýtt landbúnaðarkerfi. Þrátt fyrir að alþjóðastofnanir (útlendar skammstafanir eins og forsætisráðherrann kallar það) á borð við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og Efnahags- og framfarastofnunina (OECD) hafi bent á að kerfið sé óskilvirkt og alltof dýrt hafa engar grundvallarbreytingar verið gerðar.
Þytur í laufum og árniður trufla okkur minna en umferðarniður. Við höfum meira þol gagnvart hljóðum sem við erum vön og tökum sem sjálfsögðum. Því heyrum við varla fuglasönginn en pirrumst yfir tónlistaróm í grenndinni. Það er áhugavert að velta upp hvaða fleiri hlutum í umhverfi okkar við höfum vanist þannig að þeir trufla okkur ekkert, þó við myndum taka þeim með fyrirvara ef þeir kæmu fyrst til sögunnar nú.
Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra hélt athyglisverða ræðu á norrænni ráðstefnu um varnir gegn brotum á höfundarrétti, sem haldin var í Reykjavík á fimmtudag og föstudag. Ráðherrann ræddi þar meðal annars það mikla tjón sem stuldur á hugverkum á internetinu veldur hinum skapandi greinum.
Áhugi Kínverja á að kaupa Grímsstaði á Fjöllum leiddi til þess að innanríkisráðherra vinstri stjórnarinnar setti reglugerð sem takmarkaði möguleika þeirra sem búa á evrópska efnahagssvæðinu til að fjárfesta í fasteignum hér á landi.
Mínar verstu minningar úr grunnskóla eru úr skólasundi. Aldrei hlakkaði ég til að fara út í Vesturbæjarlaug og hlusta á sundkennarana þylja "beygja, kreppa, sundur, saman“. Í fjórar vikur, ár eftir ár, varð maður að láta sig hafa það. Ástæðan fyrir því hve leiðinlegt mér þótti í lauginni var einföld. Mér var fyrirmunað að læra sundtökin.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hét okkur því á dögunum að í undirbúningi væru "róttækustu aðgerðir stjórnvalda nokkurs staðar í veröldinni í þágu skuldsettra heimila“. Þarna er ef eitthvað er tekið enn dýpra í árinni en Framsóknarflokkurinn gerði í kosningabaráttunni.
Ímyndið ykkur hvað hægt væri að byggja upp stórkostlegt samfélag, bara ef ríkið vissi allt um alla: „Áttu í fjárhagsvandræðum? Þú færð aðstoðarmann sem skipuleggur útgjöldin með fjölskyldunni. Hefurðu fitnað mikið að undanförnu? Sundkort dettur inn um lúguna.
Fréttablaðið sagði í gær litla frétt af því að Mjólkursamsalan hefði fargað nokkrum tugum kílóa af svissneskum Gruyère-osti, sem fluttur var inn fyrir mistök, í trássi við opinbera reglugerð.
Um daginn vaknaði ég kl. 7.15 eins og vanalega. Ég fór fram úr en kl. 7.17 fór ég að hugsa um hvað ástandið í heiminum væri slæmt.
Ég renndi kambinum gegnum óstýrilátan flókann og rýndi í. Var eitthvert líf þarna að sjá? Ég var ekki viss og hélt áfram að kemba. Passaði mig á að sleppa ekki einum einasta lokki,